Ferðir


Ferðir - 01.04.1979, Blaðsíða 15

Ferðir - 01.04.1979, Blaðsíða 15
F E R Ð I R 15 sögu, þ.e. að landið hefði lyfst úr sjó. Surtarbrandslög á Austfjörðum og Vestfjörðum eru yfirleitt mun lægra í fjöll- unum. Hins vegar hafa steingervingar fundist í svipaðri hæð í Tindastóli við Skagafjörð. Þótt ekki sé vitað um neinar lífrænar minjar neðar í fjöllum við Glerárdal, er þó varasamt að draga af því þá ályktun, að á myndunartíma eldra basaltsins hafi þar ekki verið neinn gróður. Má geta þess að í Kotagili í Norðurárdal í Skagafirði hafa fundist greinileg trjáför langt niðri í þessum hraunlaga- stafla (um 200 m hæð) og má telja líklegt að slíkar minjar eigi eftir að koma í leitirnar hérna megin líka. Litgrýtislögin Þess var áður getið að litgrýti (líparít) er mjög áberandi þáttur í fjöllunum umhverfis Glerárdalinn. Myndar það samfellda lagasyrpu í ofanverðum fjöllunum, frá Hárindum syðst á Hlíðarfjalli og suður um Tröllafjall, Glerárdalshnjúk og Kerlingu, og þaðan norður um Þríklakka og Súlur, en eyða virðist þó vera í lögin umhverfis tindinn Bónda. Sömu lög koma einnig fram í austurhlíðum Bægisárdals. Þykkust er þessi jarðlagasyrpa í Fremri-Lambárdal (á Ytradal), en þar er hún allt að 650 m þykk, enda nær einráð í hlíðum dalsins. Þaðan virðist hún þynnast í allar áttir og undir Tröllafjalli að NA er hún aðeins um 300 m þykk og um 250 m á svæðinu norðan við Kerlingu (Lambárdalsöxl) og í Glerárdalshnjúki. Annars er víða erfitt að ákveða þykkt laganna því að lit- grýtið veðrast yfirleitt mun hraðar en blágrýtið og hefur því tilhneygingu til að mynda skriður sem oft ná út yfir basalt- lögin og hylja þau gersamlega. Svo er t.d. líklega í Súlum að austanverðu, þar sem litgrýtislögin virðast vera mjög þykk og mun þykkri en að vestanverðu í fjallinu. (Sbr. kortið á mynd 1) (12) Litgrýtislögin skera sig yfirleitt mjög greinilega úr öðrum jarðmyndunum í landslaginu, einkum vegna litanna, sem eru yfirgnæfandi ljósir, oftast gráir, grágulir eða bleikir, og sýnast

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.