Ferðir


Ferðir - 01.04.1979, Blaðsíða 23

Ferðir - 01.04.1979, Blaðsíða 23
EINAR Þ. GUÐJOHNSEN: Landmælingaleiðangur I Menntaskólanum á Akureyri var það siður, að stærðfræði- kennarinn valdi sér árlega lið úr stærðfræðideild 6. bekkjar, og hélt með það inn á Glerárdal. Með þessum ferðum var tvennskonar árangri náð. I fyrsta lagi fengu nemendur raun- hæfa æfingu í Iandmælingum og meðferð mælitækja, og í öðru lagi var ætlunin að gera nákvæmt kort af dalnum sem framtíðarskíðalandi Akureyrarbæjar. Síðla vetrar 1942, þegar ég var í 6. bekk, var ákveðið að mæla innsta hluta dalsins. Stærðfræðikennarinn, dr. Trausti Einarsson, valdi sér 5 manna Iið, og urðu fyrir valinu auk mín Bragi Magnússon, Hörður Björnsson, Kristinn Gunnarsson og Þorbjörn Guðmundsson. Allir vorum við vanir skíðaferð- um og útilegum, enda var það talið höfuðskilyrði til farar- innar. Hinn hluti bekkjarins var sendur upp í Utgarð, skíðaskála skólans neðarlega á Glerárdal. Þar áttu þeir að dvelja sér til hollustu og koma til móts við okkur. Við sexmenningarnir drifum skíðin okkar, nesti og annan nauðsynlegan ferðabúnað upp í bíl árla morguns, og ókum sem leið liggur inn að Grund í Eyjafirði. Þar sögðum við skilið við byggðina, hlóðum á okkur úttroðnum bakpokum, sveifl- uðum skíðunum á axlirnar og stefndum inn á Finnastaðadal, sem liggur þar til vesturs inn á milli hárra og hömrumgirtra fjalla. Lítill snjór var á láglendi en öll fjöll hvít, og ekki kom til mála að nota skíðin strax. Veður var fremur kalt og þungbúið, en við vorum samt vongóðir um að hann mundi létta til, þótt allra veðra væri von. Finnastaðadalur er þröngur og grýttur og liggur hátt. Áin í dalnum reyndist enginn farartálmi. Norðan dalsins rís upp hæsta byggðafjall Norðurlands, Kerl- ing 1538 m há, og höfðum við í hyggju að klífa þar upp daginn eftir.

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.