Ferðir - 01.04.1979, Side 25
FE RÐIR
25
A fimmtudagskvöld.
fórum við að spila hjónasæng af kappi miklu. Að lokum
skriðum við í pokana, og hver um sig lét sig dreyma um sína
eða sínar spilafrúr.
Pokinn minn var fremur þunnur og var farinn að blotna
allmikið að neðan, þegar líða tók á nóttina, svo að svefninn
vék fyrir hrolli og skjálfta. Enda þótt ég lifði þetta af varð ég
feginn þegar að fótaferðartíma kom. Hinir höfðu flestir sofið
ágætlega, og var ekki laust við, að ég öfundaði þá.
Að loknum vænum árbít gengum við frá öllu hafurtaski,
því að nú áttum við að hefja mælingarnar, og bezt var því að
hafa allt tilbúið til heimferðar um kvöldið. Þarna skildum við
samt allt dótið eftir nema skíðin og „theódólítinn,“ sem ég
hafði þá ánægju að bera lengstaf í ferðinni.
I Þótt veður væri dimmt og lítt sæi til fjalla héldum við samt
af stað upp til fjallanna, sem liggja fyrir botni Glerárdals og
voru skammt suðvestan við okkur. Þar ber mest á 1440 m háu
klettafjalli, sem er nafnlaust á korti en mun heita Stóristallur.
Austan í því heitir Sveigur en norðan i því er allmikill jökull,