Ferðir


Ferðir - 01.04.1979, Side 27

Ferðir - 01.04.1979, Side 27
F E R Ð I R 27 Snjóbreiðan var kyrr, en ég hafði hinsvegar verið á fleygiferð og smám saman farið að hallast þótt ég fyndi það ekki. Þegar niður í dalinn kom, tók við langur, langur strekk- ingsgangur. A vinstri hönd höfðum við Bægisárjökul, Trölla- fjall og Vindheimajökul, en á hægri hönd voru Kerling, Þrí- klakkar, Bóndi, Krummar og Súlur, mikilfenglegar fjallaraðir á báða bóga. Áfram var þrammað niður með Glerá, sem brátt tók að renna í djúpu og víðu gili. Loks kom að því, að við urðum að stíga af skíðunum og snara þeim á axlirnar aftur. Við klifum upp úr gilinu, og skammt framundan sást þá til mannaferða. Þarna var þá komið Útgarðsliðið á móti okkur. Okkur voru boðnir burðarmenn, og við vorum ekki seinir á okkur að snara byrðum okkar yfir á ólúnar herðar félaga okkar. I Útgarði mátti ferðinni heita lokið, og þar fengum við mikla og góða næringu og langþráða hvíld. Ekki varð mikið úr mælingunum í þetta skipti, en við höfðum samt notið ferðarinnar mjög og kynnst rækilega ís- lenzkri vetrarferð. Og ánægjulegar samverustundir uppi á milli fjallanna geymast í fjársjóði minninganna. (Ritað í Seattle 1950)

x

Ferðir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.