Ferðir - 01.04.1979, Qupperneq 27
F E R Ð I R
27
Snjóbreiðan var kyrr, en ég hafði hinsvegar verið á fleygiferð
og smám saman farið að hallast þótt ég fyndi það ekki.
Þegar niður í dalinn kom, tók við langur, langur strekk-
ingsgangur. A vinstri hönd höfðum við Bægisárjökul, Trölla-
fjall og Vindheimajökul, en á hægri hönd voru Kerling, Þrí-
klakkar, Bóndi, Krummar og Súlur, mikilfenglegar fjallaraðir
á báða bóga.
Áfram var þrammað niður með Glerá, sem brátt tók að
renna í djúpu og víðu gili. Loks kom að því, að við urðum að
stíga af skíðunum og snara þeim á axlirnar aftur.
Við klifum upp úr gilinu, og skammt framundan sást þá til
mannaferða. Þarna var þá komið Útgarðsliðið á móti okkur.
Okkur voru boðnir burðarmenn, og við vorum ekki seinir á
okkur að snara byrðum okkar yfir á ólúnar herðar félaga
okkar.
I Útgarði mátti ferðinni heita lokið, og þar fengum við
mikla og góða næringu og langþráða hvíld.
Ekki varð mikið úr mælingunum í þetta skipti, en við
höfðum samt notið ferðarinnar mjög og kynnst rækilega ís-
lenzkri vetrarferð. Og ánægjulegar samverustundir uppi á
milli fjallanna geymast í fjársjóði minninganna.
(Ritað í Seattle 1950)