Ferðir - 01.04.1979, Side 29
FERÐIR
29
klæða seinni gaflinn þegar þeir komu til okkar um kvöldið. Á
þjóðhátíðardaginn 17. júní settum við járn á þakið. Við
fengum í heimsókn hóp frá Ferðafélagi Akureyrar, og fólkið
drakk kaffi í húsinu meðan yfir gekk skörp skúr. Austur í
Þorsteinsskála fórum við svo um kvöldið og gistum þar með
hópnum í hinu besta yfirlæti. Á heimleið daginn eftir komum
við í sæluhúsið við Jökulsá.
Næst er svo farið 27. júní og næstu tvo daga er húsið
einangrað og klætt innan eða gengið frá því svo að sæmilegt sé
að vera í því. Ekki tókst að gera í stand svefnbálka.
Dagana 5.-7. júlí dvelur svo hópur frá félaginu í húsinu og
gengur um nágrennið, en gengur svo í Dreka og sameinast
öðrum hóp. Var síðan gengið með Svartá frá upptökum til
þess er hún fellur í fögrum fossi nánast í Jökulsá. Ferð þessi
þótti takast mjög vel og sannaði gildi þess að hafa hús við
Bræðrafell, svæðið þótti forvitnilegt og fjölbreytt.
Við komum svo þarna þrír 7. september gengum frá ytri
hurð, sem við bárum frá Herðubreið, og gluggaflekum, En
fyrst gengum við frá ofni og gátum látið okkur líða vel við yl
frá honum um kvöldið. Við vörðuðum leiðina frá húsinu að
fjallsrótunum og höfðum þá i huga vélsleðaferðir. Seinni
nóttina hríðaði ofurlítið og var jörð að mestu hvít um morg-
uninn. Austur að bílnum gengum við tímanlega um morg-
uninn og ókum svo vestan Herðubreiðartagla i Dreka. Þar
tókum við dýnuverin og gengum frá skálanum undir vetur-
inn. Nokkrir skaflar voru rétt neðan við Dreka en annars var
ekki teljandi snjór. Fjöllin voru hvit en sáust varla fyrir hríð-
aréli sem gekk yfir rétt sem við ókum frá skálanum.
Um leið og haustferð var farin í Þorsteinsskála, á haust-
jafndægrum 23. september, var ekið með kol vestur fyrir
Herðubreið. Vélsleðamenn munu svo koma þeim í skálann í
vetur. Þarna um kvöldið var stormur og sandrok. Það var líka
rigningarslitur og því fremur óyndislegt veður er við feðgar
ókum í myrkri yfir hraunið að Þorsteinsskála. Þar beið okkar
matur og kátt fólk. Sunnudaginn 24. september höfðu öll ský
flúið, vindar tekið sér hvíld og blessuð sólin brosti við okkur.