Ferðir - 01.04.1979, Page 32
JÓN SIGURGEIRSSON frá Helluvaði:
Framhald af Biskupaleiö
um Ódáðahraun
Biskups hefi ég beðið með raun
og bitið lítinn kost.
Áður ég lagði á Ódáðahraun
át ég þurran ost.
Þjóðsögurnar í sínum einfaldleik, skapa okkur oft hugmyndir,
og sannleiks gildi felst oft í frásögninni eins og vísan ber með
sér. Við trúum því, að hún sé ort í Kiðagili við heldur bág kjör.
Höfundurinn, Barna-Þórður, var kominn að minnsta kosti
austan yfir Jökulsá á Fjöllum, til að taka á móti ferða-
mannalest, biskupi Islands, stórhöfðingjum og fylgdarliði
þeirra.
Hættulegasti kafli allrar leiðarinnar frá Skálholti til
Múlaþinga var Ódáðahraun. Þórður var búinn að bíða herra
Odds Einarssonar (1589-1630) í Kiðagili, en hann mætti ekki
á tilsettum tíma. Viðbitið var þrotið og aðeins eftir af nestinu
smá ostbiti, en tvær dagleiðir stífar í Möðrudal. Þórður snéri
heim dapur í bragði. Ef til vill hefur hann á heimleiðinni
hrófað upp og lagað leiðarmerki til að auðvelda biskupi að
rata gegnum hraunið, sem tókst í það sinn, en hann naut
leiðsagnar útilegumanna (samkv. Þjóðsögum Jóns Árnason-
ar).
Um gildi þessarar lengi týndu leiðar vitna ég til greinar
minnar í „Ferðum“ 1977, Biskupaleið um Ódáðahraun. Sýnir
þar meðfylgjandi uppdráttur hvað búið var að kanna þá.
Leitað hafði verið, án árangurs, milli Heilagsdals og Ketil-
dyngju.
Sumarið 1977 fór hópur áhugafólks gangandi frá Ferjuási
um Fjallagjá og Vörðukamb að Bræðraklifi í Hafragjá. Um
það örnefni er nokkuð fjallað í áðunefndri grein í ,,Ferðum“.