Reykjanes - 01.03.1943, Qupperneq 3
R E Y K J A N E S
3
þorpa á landi hér, þegar óeðlilegur
samdráttur varð í atvinnulífi
þeirra.
Við megum ekki fljóta sofandi
að feigðarósi, og vakna siðan við
þá staðreynd, að kauptúnið Kefla-
vík sé orðið þvi næst vélbátalaust.
Mér sýnist að hér þurfi átök allra
kaupstaðarbúa, þvi þetta er mál,
sem varðar allar stéttir að ein-
liverju leyti.
Mér hefir komið lil bugar að
hafizt væri handa og stofnað yrði
félag með almennum framlögum,
t. d. firnm hundruð krónum
minnst frá bverjum manni; safn-
að væri 250 til 300 þúsund krónum.
Félag þetta befði það markmið,
að koma sér upp 5 bátum, 20 til 60
smálesta. Féð væri lagt fram. nú
þegar, því komið fyrir á örugg-
um stað og látið ávaxtast þar tii
núverandi verðbólga rénar, Haf-
ist yrði þá handa um byggingu
þessara báta, þeir byggðir bér í
byggðarlaginu, svo framarlega
sem bægt væri að vinna verlcið
hér fyrir sama verð og annars-
staðar. Það yrði nauðsynlegt að
almenn þátttaka fengist, engir þó
með stór framlög, þvi þetta má
ekki verða til þess að draga úr
möguleikum þeirra manna, sem
við útgerð ætla að fást i framtíð-
inni, þvert á móti; útgerðarmanna-
bópurinn er ekk of stór liér, og
þeir eru teljandi, sem bæzt hafa
í hópinn siðustu 10 árin.
Félagsstofnun þessi á að vera
eins almenn og frekast er unnt,
og þar sem bér er um öryggisráð-
stöfun að ræða, til þess að forðast
fyrirsjáanlegt atvinnule'ysi í byggð-
arlaginu, þegar fram í sækir, með
óbreyttum aðstæðum, þá virðist
mega vænta þess, að mál þetta fái
góðar undirtektir breppsbúa.
Það má nú vel vera, að sumurn
komi til hugar að mál þetta komi
þeim lítið eða ekkert við, en við
þá vil eg segja þetta: Við stýrið
hjá okkur situr djarfhuga hrepps-
nefnd, er hyggst á miklar fram-
kvæmdir, enda eru bér mörg verk-
efni fyrir hendi, sem ekki er ó-
eðlilegt, þar eð vöxtur kauptúns-
ins befir verið mjög mikill á síð-
ustu árum. Á síðasta ári hækkuðu
aukaútsvör úr 130 þúsund krón-
um í 405 þúsund krónur. Hvort
þau bækka enn á yfristandandi
Fylgt úi hlaði.
Um leið og blaðið „Reykjanes“ hefur göngu sína, þykir rétt
að fara nokkrum orðum um tilgang þess.
Markmið útgefenda er, að blaðið geti orðið málgagn Suður-
nesjamanna um öll helztu menningar- og framfaramál þeirra og
með því leitast við að glæða hng almennings fyrir velferðarmál-
um byggðarlaganna suður með sjó.
Leitazt mun verða við að hatda saman gömlum og nýjum fróð-
leik um Suðurnes, og birta fréttir ár verstöðvunum.
Blaðið mun gera sitt bezta til að fylgjast með og fræða les-
endur sína um þær gjörðir Alþingis, sem máli skipta fyrir hrepps-
félögin á Suðurnesjum. ___
Útgefendum blaðsins er það Ijóst, að mikil ábyrgð fylgir því,
að taka að sér blaðaútgáfu. Koma þar tii fjárhagslegir ör&ugleik-
ar, sem og hitt, að ef til vill reynist erfitt að afla nægilega fjöl-
breytts efnis til blaða hér.
Vér álítum þó, að með því að hér er um blað Reykjanesbúa
að ræða, eins og nafn þess bendir til, en ekki einstaks hrepps
eða félágs, ætti að vera nokkur trygging fyrir því, að nægilegt og
fjölbreytt efni bærist. Til þess verða menn þó að skilja, að blað
þetta er málgagn Suðurnesjamanna, hvar á Reykjanesskaganum
sem þeir búa, og ættu sem flestir að senda ritnefnd þess greinar
um áhugamál sín.
Ritnefnd blaðsins liefur í hyggju, að fái að einhverju leyti að-
komandi krafta til að skrifa í blaðið og með því gera það fjöl-
breyttara.
Vér ætlumst iil að blaðið komi út, eigi sjaldnar en 12 sinnum á ári.
Reynt mun verða að prenta blaðið á góðan pappír, þar sem
gera má ráð fyrir, að margir kunni að vilja halda því sgman, vegna
ýmiskonar fróðleiks um Suðurnes.
Enda þótt kostnaður við útgáfu þessa sé mikill, en sölumögu-
leikar litlir, höfum við ákveðið að stilla verði blaðsins mjög í hóf,
og selja hvert eintak á kr. 1.00 í lausasölu.
Væntum vér góðra undirtekta almennings og stuðnings óihuga-
manna við málefni héraðsins.
Iíeflavík, l'i. marz 1943.
Ú T G E F E N D U R.
ári skal hér ekkert um sagt, en
hjá því vferður vart komist, að þau
verði há, og þá er það staðreynd,
að eftir því sem færri standa und-
ir þörfum hreppsins, eftir því
verða byrðarnar þyngri. En ef við
leggjum fé fram, í þeim tilagngi,
sem að framan greinir, getur farið
svo, að við lækkum útsvar okkar
í framtíðinni, með því að beina
nýjum straumum inn í atvinnulíf
hreppsins.
Svj.
REYKJANES.
Útgefendur: Nökkrir Keflvíkingar.
Ritnefnd: Olafur E. Einarsson,
Guðm. Guðmundsson,
Sverrir Júlíusson.
Afgreiðsla: Hringbraut 1.
Verð blaðsins kr. 1.00 i lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.