Reykjanes - 01.03.1943, Blaðsíða 6

Reykjanes - 01.03.1943, Blaðsíða 6
6 REYKJANES mönnum. Kostnaðinn við yfirmat- ið greiðir sá, er þess liefir krafizt, ef matsupphæðinni verður ekki brejj meira en sem nemur 10% af Iiinni ákveðnu endurgjaldsupp- hæð, ella greiðist kostnaðurinn úr hafnarsjóði Keflavíkur. 4. gr. Hafnarmerki skulu ákveðin í reglugerð. 5. gr. Meðfram strandlengjunni um- hverfis höfnina má ekki gera í sjó fram neina bryggju eða önnur mannvirki, né fylla upp eða dýpka út frá landi, nema efíir tillögum hafnarnefndar og með samþykki hreppsnefndar Keflavíkur. Sá, sem vill gera eitthvert slíkt mannvirki, skal senda hafnarnefndinni beiðni um það, og skal beiðninni fylgja lýsing á því, svo og uppdráttur, ef með þykir þurfa i tvennu lagi, og heldur hafnarnefnd öðru eintak- inu. Hafnarnefnd afgreiðir síðan málið til hreppsnefndar, Sá, sem fengið hefir slíkt leyfi, skal skyldur að halda mannvirk- inu svo við, að engin hætta stafi af því. Þessi ákvæði gilda og um þær bryggjur og önnur mannvirki sem þegar hafa verið gerð á hafn- arsvæðinu. Brot gegn þesasri grein varða sektum, frá 500—20000 kr., og hafnarnefnd getur látið nema burt mannvirki á kostnað eiganda. 6. gr. Hreppsnefnd Keflavíkur hefir á hendi stjórn hafnarmálefnanna undir yfirumsjón atvinnu- og samgöngumálaráðuneytisins. 7. gr. Framkvæmd hafnarmála og eft- irlit með höfninni skal fela hafn- arnefnd. í hafnarnefnd sitja 3 menn. Skal nefndin kosin á sama hátt og til sama tíma og aðrar fastaiiefndir, er hrepspnefnd kýs. Heimilt er þó að kjósa í nefndina menn, er ekki eiga sæti í hrepps- nefnd. 8. gr. Eigúm liafnarsjóðs má aðeins verja í þarfir hafnarinnar. Sveit- arsjóður ábyrgist skuldir liafnar- sjóðs, og hreppsnefnd hefir ábyrgð á eignum hafnarinnar. 9. gr. Hreppsnefnd má ekki án leyfis ráðuneytisins selja eða veðsetja fasteignir hafnarsjóðs, eða kaupa nokkrar nýjar fasteignir, taka stærri lán eða lán til lengri tíma en að þau verði borguð aftur af tekjum þess árs, sem fer i hönd, né endurnýja slík lán eða fresta borgunartímanum, og ekki lieldur gera nein þau mannvirki við liöfn- ina, sem eru svo stórvaxin, að árs- tekjurnar hrökkvi ekki til að koma þeim í framkvæmd. 10. gr. Til þess að standa straurn at’ kostnaði við byggingu og viðhald hafnarvirkja og til árlegs rekstr- arkostnaðar hafnarinnar er heim- ilt að innheimta g'jöld þau, er hér segir: 1. Árlegt gjald af bryggjum og öðrum mannvirkjum, sem gerð eru samkvæmt 5. gr. 2. Af skipum og bátum, er hafna sig á Keflavíkurhöfn, og farmi þeirra: a. Lestagjald. b. Vitagjald. c. Vörugjald. — Undanskildar skulu þó vörur þær, er samkvæmt farmskrá skipsins eiga að fara til annarra hafna í landinu, ef þær eru ekki settar á land. d. Bryggjugald af skipum, er leggjast við bryggjur hafnarinnar. e. Fastagjald af skipum, sem nota festar hafnarsjóðs. f. Allt að 1% af andvh’ði afla þeirra skipa og báta, sem heimili eiga í kauptúninu og leggja þar afla á land og hafa þar uppsátur. Gjöld þessi, sem og gjöld fyrir afnot af öðrum eignum hafnarinn- ar, skulu ákveðin i reglugerð, sem hreppsnefnd Keflavíkur semur og atvinnu- og samgöngumálanáðu- neytið staðfestir, og skal í henni á- kveða, hver skuli greiða þau og innheimta. Herskip og skemmtiskip skulu undanþegin gjöldum til liafnar- innar samkvæmt tölulið 2 a og b. 11. gr. Nú má álita, að tekjur af gjald- stofnum þeim, sem heimilaðir eru í 10 gr.., hrökkvi ekki fyrir árleg- um útgjöldum hafnarinnar, og getur þá hreppsnefnd, með sér- stöku samþykki atvinnumálaráðu- neytisins fyrir hvert ár, ákveðið, að leggja rnegi aukatoll á aðflutn- ingsgjaldskyldar og útflutnings- gjaldskyldar vörur. Gjaldið má þó aldrei fara fram úr 4% af tolli þeim, er greiða ber i ríkissjóð. Gjald þetta innheimtir liafnar- nefnd. Gjald þetta, sein og gjöld- in samkvæmt 10. gr., má taka lög- taki. 12. gr. Reikningsár hafnarsjóðs er al- manaksárið. 13. gr. Fyrir 1. nóvember ár livert ber hafnarnefnd að leggja fvrir lireppsnefnd frumvarp til áætlun- ar um tekjur og gjöld hafnarinn- ar á komandi ári. Hreppsnefnd skal hafa fullsamið áætlunina fyr- ir lok nóvembermánaðar og senda hana síðan atvinnu- og' samgöngu- málaráðunevtinu til samþykktar Fvri r árslok, ásamt nauðsynlegum skýringum á einstökum gjalda- og tekjuliðum. 14. gr. Nú hefir hreppsnefnd i liyggju einhverjar meiri háttar aðgerðir við höfnina, eða hún vill gera ein- hverjar þær ráðstafanir, er sam- þykki atvinnumálaráðuneytisins þarf til, og skal hún þá senda ráðu- neytinu sérstaka tillögu um það efni. Skal það gert svo tímanlega, að samþykki ráðuneytisins geti komið til áður en hún lætur fjár- hagsáætlun hafnarinnar fara frá sér. 15. gr. Komi það í ljós, þegar fram á árið líður, að óumflýjanlegt sé að sinna einhverjum aðgerðum utan áætlunar eða fara fram úr áætl- uðum fjárhæðum, ber hafnarnefnd að tilkynna það lireppsnefnd í tæka tið. Fallist hún á tillögur hafnarnefndar, skal þegar leitað samþykkis ráðuneytisins til þess að víkja megi frá áætluninni. Fvrr

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.