Reykjanes - 17.06.1947, Blaðsíða 1

Reykjanes - 17.06.1947, Blaðsíða 1
Námsbækur, skólavörur, Bókabúð Keflavíkur. REYKJANES Ef það fæst ekki í VATNSNES, Sími 102. 5. árg. Keflavík, 17. júní 1947 5. tbl. hvar þá? 1 upphafi voru allir dagar eins, en menn og utburðir hafa síðan merkt þá á ýmsan hátt. Yfir sum- um hvílir þungi og daprar minn- ingar, en aðrir ljóma eins og stjörnur næturheiminsins. ör- lög flestra daga er að gleymast og hverfa í tímanna eilífa haf, og þeir verða aðeins til sem hlekkur í keðju liðinni alda. Saga Islands á marga daga bæði dimma og bjarta, þó hafa flestir þeirra horfið undir kápu ársins, sem þeir tiiheyrðu. Vér minnumst nú áranna 930, 1000, 1262, þó lifir enn 1. desember ársins 1918, ef til vill vegna nálægðar sinnar við samtíð vora, en hætt er við að á skyn hans skyggi annar stærri dagur, enda þótt 1. desember tapi aldrei sínu sögulega gildi. Dagurinn, sem alla aðra daga yfirskyggir, er dagurinn í dag 17. júní hinn eilíi'i dagur, dagurinn sem varir á meðan íslenzk þjóð og íslenzkt mál er til, og eg trúi því, að þetta tvennt sé eilífum lífsþrótti gætt. 17. júní varð til þegar óskabarn hamingjusamra foreldra fæddist vestur á Rafnseyri fyrir 136 árum, sá sveinn var vatni ausinn og gef- ið nafn beggja afa sinna og nefnd- ur Jón. Sonur Sigurðar Jónasson- ar prests að Rafnseyri. Hverjar örlagadísir svifu yfir vöggu ])essa litla sveins, vitum vér nú og í hljóðum huga þökkum vér í dag þær blessuðu brautir, sem fyrir liaun voru lagðar og voru svo örlaga- og blessunarríkar fyrir ættland vort og alla framtíð. Fyrst var 17. júní fagnaðardag'- ur á einu heimili, el' til vill hland- inn spurnum um framtíð og æfi hins fríða sveins, og.ineðan hann lifði og harðist hinni góðu sigur- sælu baráttu fyrir sönnum og rétt- um málstað, þá hefur afmælisdag- urinn aðeins leitt hugann yfir slóð- ir bersku og æsku en eigandi dagsins verið dulinn því að þar var hamingju, og heiðursdagur heillar þjóðar að fæðast. - I störfum sínum og baráttu, átti Jón Sigurðsson ekki eintómri blíðu að fagna, frá framandi landi varð hann að sækja og verja mál- stað þjóðarinnar og oft voru hans þyngstu andstæðingar, þeir sem hann fórnaði mestu fyrir hann átti í stríði við sína eigin landa, við fáfræði þeirra, skilnings- og djörfungarleysi. Jöfnum höndum var varist og barist við þáverandi drottnara landsins. — Vér skiljum nú að þau sár er Jón Sigurðsson var særður af þeim er hann varði, hafa sviðið mest. — 1 dag biðjum vér minningu hans fyrirgefningar, og reynum að tileinka oss sem fyrirmynd einhvern hluta af bar- áttukjarki, vilja og þreki Jóns Sig- urðssonar. Löngu eftir að líknsöm strá höfðu grænlitað gröf þjóðhetjunn- ar, fundu Islendingar að þar lá hulið moldu, óskabarn Islands, þess sverð og skjöldur. Og æ fleiri lögðu leið síua að gröf hans og vottuðu starfi lians og stríði virð- ingu og þakklæti. Frjálsari fánar og fleira fólk lagði leið sína að' legstað lians og 17. júní hljómaði hærra og hærra í hugum fólksins og dagurinn varð hátíð allra unn- enda íslenzkrar framtíðar og frelsis. Gangan að gröf Jóns Sigurðs- sonar, hún vex eins og flóð sem enginn stövar þar til heil þjóð stendur við gröf hans og hið unga nýfædda lýðveldi Islands leggur blómsveig á nafn þjóðhetjunnar. Sá sveigur var sigurlaun, þakklæti þjóðarinnar, þar sem upphaf og endir mættust. Á þeim degi var það fullkomnað, á þeim degi mætt- ust hugir allra Islendinga á einum stað, því þá var ekkert bil á milli fánans að Lögbergi og hinsta hvílustað Jóns Sigurðssonar Þessi dagur var 17. júní 1944. Á þennan liátt verða eilífar þjóð- hátíðir til. Um öll ókomin ár verður sagan um þennan glæsidag rifjuð upp, við þær sögur verða kyndlar frelsins tendraðir, þangað verða sí og æ sóttar ferskar livatningar til nýrra dáða, því hver sá er ofmetnast af sigrinum missir á- rangur hans aftur — því sigur er aðeins spor á langri leið. Hver sem æpir sjálfum sér til dýrðar í skjóli heilagra minninga, hann æpir fyrir skýin, og skýin mislc- una sig yfir mistök hans og liðast sundur í ljósvakanum. Þótt þessum áfanga sé náð í veg- ferð þjóðarinnar, þá liggur fram- tíðin hjúpuð hult við fætur vorar. I dag og alla aðra daga eru spunn- ir þeir örlaga þræðir, sem síðar eiga eftir að verka, svo sem eðli þeirra stendur til. Ekkert orð og' engin athöfn er þýðingarlaus fyr- ir íslenzka framtíð. Vér stöndum nú á miklum tíma- mótum, með mikinn arf í höndum vorum og þunga ábyrgð á herð- um vorum. Landi og þjóð hefur verið svift burt úr einverunni, og verður nú að ganga til samstarfs við umheiminn. Vér hefjum þá göngu með fullri ró og öryggi, því fáninn frá Lögbergi hinu helga er i fararbroddi og allar minn-

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.