Reykjanes - 17.06.1947, Blaðsíða 4

Reykjanes - 17.06.1947, Blaðsíða 4
4 REYKJANES G£tRFUaUiW: Nú eru blettirnir farnir aú grænka fyrir alvöru; nokkuð viSa eru litskrúðug blóm farin að brosa á móti sólinni. Þeir garðar eru of fáir, sem eiga svo góða að, en fer nú fjölgandi. Það er ekki fólk- inu að kenna eingöngu, hve seint gengur að græða og skreyta litlu blettina í kringum liúsin, þar leggjast mörg óheilla-öfl á eina sveif. Fyrst her að nefna hinar illa þokkuðu skcpnur, hæði liesta og sauðfé, sem liér er alið á gras- toppum liúsalóðanna og á sorj)- tunnunum, og margur hefir þá sögu að segja, að öll hlómin og trén, sem plöntuð voru í gær, eru að morgni uppétin af þessum eig- endalausa kvikfénaði, — sem er orðinn svo áleitinn og frekur, að það er oft á tíðum erfitt að vera dýravinur. Loftslag hér kann að vera nokkuð óheppilegt til rækt- unar, en þó er það ekki frágangs- sök, — síður en svo. Ræktun hér þarf meiri umhyggju og ná- kvæmni en víða annars staðar og þurfa plötui’nnar meira skjól. Girðingar umliverfis allflest liús hér eru hæði ónógar og sér- slaklega ljótar. Það eru þær, sem setja hörlegan leiðindasvip á þorpið í lieild. Steingirðingar, eins og þær þurfa helzt að vera liér, eru nú mjög dýrar og erfitt að fá þær gerðai’. En áreiðanlegt er það, að þær mundu þó fljótlega horga sig, því að hinar di’uslu- legu víi'girðingar, sem hressa þai’f við og eixdurhyggja á hverju vori, eru einnig mjög kostnaðarsamar. En eigendur þeirra gera sér það ekki Ijóst, hversu miklum upp- lxæðum er til þeirra vai’ið á hverju ári, og þrátt fyrir mikinn til- kostnað, þá veita þær hvorki ör- yggi eða skjól. Eg veit ekki, hvaða aðili væri réttastur til þess að beita sér fyi'ir endurbótum á þessu sviði; að koma á einhverri þeii’ri skipan, að fullkomlega ör- xiggar og varanlegar girðingar væi’i iiægt að fá við sæmilegu verði. En jiað væri mikil hót fyr- ir húseigendui’, og fyrir útlit þorpsins í heild, ef takst nxætti að finna á þessu máli hagkvæma lausn. Ef til vill hafa einhverjir góðar hxxgmyndir í þessa átt, og væri þá gaman að fá um það línu, því að allt, senx miðar að fegrun og bættum liag jiessa hyggðai'lags, er sérstaklega kær- koixxið efni í dálka mína. Það kvað vera húið að finna nafnið á nýsköpunartogarann okkai’. Það var stórhugur mik- ill, að kaupa skipið hingað, jxví jxað kostar mikið fé i hyi jun, en skilar því líka vafalaust aftur í franxtíðinni, ef kommúnisminn nær ekki að eyðileggja einingu jxjóðarinnar og trú liennar á ný- sköpun alviiinuveganna. Nafn- valið á togarann hendir ekki til mikillar andlegrar auðlegðar, jxvi síður smekkvísi. Togarinn á að heita „Keflvíkingur“. — O-jæja, Keflvíkingur er að vísu ágætt nafn, en J)að er borið af öðru skipi liéi’, sem iiefir ávallt lxaldið Kefl- vikingsnafninu uppi með lieiðri og sóma, verið mikið afla og happa skip, sem var í upphafi eign nxargra Keflvikinga, enda J)ótt j)að sé n ú orðið, — fyrir skammsýni nokkkurra manna, — að eign fárra Keflvíkinga. — En um það er engum blöðum að fletta, að Keflvikingur sá, senx til er og til hefir verið, — hann á nafnið, enda er mjög óhentugt að liafa sama xxafn á tveinx skip- xim á sama stað, þrátt fyrir jxað Jxó Jxau séu sitt af hvoi’ri tegund. Eg geri ekki ráð fyrir, að Jxað hafi verið alvara i gamanvísunni, scm sungin var á sjómannadag- inn, að gamla Keflvíking ætti að skýra upp og kalla liann m.h. Danival. — Það finnst mér ekki fallegt nafn á svo góðan bát. — Mcðan togarinn var óskírður, voru gárungarnir að geta sér til að hann ætti að lieita eftir hrepps- nefndinni eða mönnunx úr henni, Var Jxá helzt stungið upp á, að hann liéti „Guðmundur oddviti", Ragnar Jón, eða Jxá bara Steindór. — En nú er málið upplýst. Hann heitir ekki einu sinni Iveflavík, eftir gömlunx og góðum Duus- kxittei’, heldur Keflvíkingur, — Jxví ekki Olafur Magnússon, Rjarni Olafsson eða Jón Guðmundsson? Það hefði verið gaman að leita til eigenda togarans, — ég nxeina að leita til Keflvíkinga, eftir til- lögunx unx nafn á Jxetta væntan- lega óskaharn og vita, livort ekki liefði komið eitthvað andríkara fram. Eg er viss um, að þá hefðu nöfn eins og Stjáni Blái, Keilir, eða Reykjanes, komið fram, eða eitthvað miklu betra — að minsta kosti eitthvað andríkara en þessi apaháttur. Þó nafn á skipi sé ekkert aðalati’iði, Jxá spá- ir svona aulaháttur ekki góðu uni rekstur J>essa togara. f sambandi við hréf hílstjóra til mín, senx hirtist i síðasla tbl., hefir G. G. skrifað mér eftirfar- andi bréf: „I 4. tölublaði Reykjanessins minnist hílstjóri á nauðsyn hreikkunar Suðurgötu á kafla milli Skólagötu og Tjarnai’götu. Er það að vonum, að á Jxað sé nxinnzt, þar sem, cins og hílstjór- inn réttilega tekur fram, gatan er Jxað mjó, að bílar geta ekki mætzt, Jxar senx hún er nxjóst. Allir, senx fara þai’na um, liljóta að veita Jxessu eftirtekt og sjá nauðsyn umbóta. A fundi hreppsnefndax’, Iiinn 3. júní 1946, flutti ég, ásamt sanx- flokksmönnunx nxínum í lirepps- nefndinni, tillögu Jxess efnis, að oddvita var falið að lxlutast til um J)að við liúsa og' lóðaeigend- ur á umræddum stað við Suður- götu, að Jxeir fjarlægðu girðing- arnar frá götunni. Tillagan fól einnig í sér heimild handa odd- vita að vei’ja fé úr lireppssjóði til að hæta eigendum lóðatapið, svo að tryggt væri að Jxetta yrði framkvæmanlegt. Tillaga Jxessi var samþykkt nxeð atkvæðunx Sjálfstæðismanna, en oddvitinn og hans menn allir sátu hjá og greiddu ekki atkvæði. Síðastliðið liaust spurði lég oddvita, hvernig undirtektir þetta hefði fengið, en liann kvaðst ekkert liafa á Jxað minnzt. Hinn 4. ]x. m. gekk ég, eins og offar, um Suðurgötuna, og var þá einn húseigandinn að lag- færa girðinguna um lóð sína, og notaði ég þá tækifærið og spui'ði hann hvort ekki hefði vei’ið farið franx á Jxað við hann, að færa girðinguna frá götunni, en liann kvað nei við. Þá liefi ég nú, lxílstjóri góður, upplýst, að oddviti Keflávíkur- hrepps hefir heimild okkar Sjálf- stæðismanna í hreppsnefndinni til hx-eikkuna á Suðurgötunni. Ég efast ekkert um, að Ragnar Guð- leifsson og hans menn í hrepps- nefndinni sjá, að Jxetta er nauð- synlegt. En meðferð þessa máls frá Iians og Jxeirra hendi á sjálf- sagt að vera hending til okkar um að spara okkur ómak og vera ekk- ert að skipta okkur af Jxvi, senx til umbóta horfir, — tillögum okkar i þá átt verði ekki sinnt.“ G. G. 4 4 Tómlæti hreppsnefndarinnar

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.