Reykjanes - 17.06.1947, Blaðsíða 2

Reykjanes - 17.06.1947, Blaðsíða 2
2 REYKJANES ingar 17. júní verða veganestið. Vér skulum vera minnug þess að öll vixlspor sem stigin kunna að verða á þeirri göngu verða stigin af vorum eigin fótum, einu hætturnar, sem að oss steðja er innbyrgðis sundrung, vanmat á vorum eigin vermætum og and- legum styrk. Vér getum í gáleysi kveikl þá elda, sem vér ráðum ekki við. Vér erum enn undir smásjá stór- veldanna, og það er vægast sagt gálaust athæfi og óheiðarlegar aðdrottanir að hrópa það út um heiminn að mikill meiri hluti ís- lenzku þjóðarinnar sé reiðubúinn til að selja land sitt í erlendar hendur, á öðrum afmælisdegi ís- lenzka lýðveldisins. Þessi lii'óp verða ólýsanlega andstyggileg, þegar mynd Jóns Sigurðssonar og aðrir helgir dómar hinnar sögu- legu baráttu eru bornar fyrir þeim. Það getur enginn Íslendingur selt land sitt, og þeir hugir sem þær að aðdrottanir geta fóstrað, hljóta að vera enn lítið sora- blandnir sjálfir. Hrópin um að einn hópur manna sé öðrum heilagri og betri, minnir óþægilega á gamla sögu frá botni Miðjarð- arhafs, söguna um Faríseana, sem báðust fyrir á götum og gatna- mótum og þökkuðu guði fyrir að þcir væru betri en aðrir menn; það voru svo mennirnir, scm krossfestu Krist í fyllingu tímans. Vér skulum vona, að þessir sjálfgóðu lirópendur verði ekki til þess að torvelda göngu þjóðar- innarinnar fram til sigurs og sjálf- stæðis, vér skulum vona að saga nýrra Farisea verði ekki skráð i nýjum íslendingasögum. Vér skul- um vona, að hávaðinn stafi frá tómri tunnu og að framvinda thn- anna sanni fánýti hans. Islending- ar hafa alla tíð verið ógjarnir á að flíka tilfinningum sínum, cn verið þeim mun fastari fyrir. — Það er aðeins í dag, sem vér höf- um ieyfi til að iáta tilfinningarn- ar fljúga um fortíð og framtíð en á morgun bíður hið þögula og |)jóðlega starf. Sönn föðurlandsást er fólgin í raunhæfu starfi og í því, að sam- eina allar hendur til að lyfta því átaki, sem nú bíður þjóðarinnar. Vinsemd annarra er góð, en eigin atorka, hjartsýni og djörfung verður haldbetri. Þetta Iand á ærinn auð, og vér eigum landið, vort hlutverk er að afla oss tækja til að vinna auðæfi ]>ess og skapa oss hagkerfi til að deila afrakstrinum milli hinna stritandi handa. Vér verðum að álíta hvern jiann, cr leggst á móti þessu ætlunarverki þjóðarinnar, varg í véum. Mikilleiki sjálfstæð- isins og frelsisins er í því fólginn að skapa vora eigin framtíð ætlunarverkið er svo stórt, að smávægileg, og nær því stór víxl- spor í þeirri viðleitni, mega ekki skipta oss i stríðandi hópa. Það er 17. júní, sem markar tímamótin og bendir hvert halda skal. Vér komum saman í dag, ekki til að mótmæla eða hella að- dróttunum yfir nokkurn mann, heldur til að fagna því, sem unn- izt hefur og strengja þess heit, að vinna nýja sigra. 17. júní heldur vörð um hug vorn og hjarta. 17. júní er dagur alvörunnar, sem krefur alla krafta vora til starfa. 17. júní er nú sem stendur ef til vill vor einasta sam- eign, sá brennipunktur, sem hug- ir allra geta mætzt í einingu og hróðurhug. Hvernig sem stríðið er hlandið alla aðra daga, þá mætumst vér öll hér í okkar litla fiskiþorpi, hvern 17. júní sem kemur og horf- um á fána framtiðarinnar svífa að hún. Þann dag erum vér öll einn liugur, ein von og ein trú, — þann dag finnum vér, að vér erum þjóð, sem hlaut fsland í arf, og að vér skulum ein, í eingu og samhug liyggja þetta land. Hönd við hönd, stétt með stétt, stefnum vér áfram að því marki, sem þjóðinni er sett — með 17. júní fánann i fararbroddi. Helgi S. Röggsemi heilbrigðisnefndarinnar er í bezla lagi. Hún hefur þegar látið hreinsa nokkrar lóðir hér í Kefla- vík á kostnað eigenda. Hjá sum- um hefur kostnaður við hreinsun- ina numið hundruðum króna. Knattspyrnuþjálfari er kominn hingað í kauptúnið á vegum U.M.F.K. og er hann þeg- ar tekinn til starfa. Séra Eiríkur á förum til Ameríku. Séra Eiríkur, frú hans og son- ur eru á förum til Ameríku. Þeg- ar þessar linur koma fyrir al- menningssjónir, þá verða þau að öllu forfallalausu lögð frá landi, því áformað er að þau fari ein- mitt 17. júní, loftleiðis til New York, en þaðan munu þau svo halda til Canada, þar sem séra Eirikur tekur við söfnuði séra V. V. Eylands, i íslendingabyggðum ]>ar vestra, Séra Eylands mym svo koma hingað til okkar um miðjan næsta mánuð og taka við söfnuðum séra Eiríks, og húa á prestssetrinu að Útskálum. Það er mjög gleðilegt að séra Eiríkur skuli eiga þess kost að njóta slíkrar upplyftingar, enda þótt þar vestra bíði hans störf engu síður en hér, þá er hið breytta umhverfi og allt það nýja, sem fyrir augu og eyru ber, ákaf- lega mikils virði. Ég veit að séra Eiríkur þarf ekki að fara burtu til að læra að rneta til fulls okkar ágæta ísland, því fáum mönnum sem ég þekki er tamara í ræðu og riti að dásama ágæti landsins og hlása lífi í ástina lil þess. Landar okkar fyrir vestan, geta tæpast fengið betri mann en einmitt prestinn okkar, hann ratar leið- ina beint í hjörtu þeirra, sem þrá land sitt og þjóð. Við fögnum því að landið og þjóðin skuli nú um næstu mánuði eiga jaí'n góðan fulltrúa fyrir vestan, því þar sem séra Eirikur fer, þar er glæsi- menni á ferð og öruggt er það að hann mun styrkja böndin milli þjóðanna austan hafs og vestan, sem nú er svo mikils virði að ekki rofni. Við fáum hingað Vestur-Islend- ing, sem þráir að líta ættland sitt og sækja hingað heim nýjan þrótt til starfa, sem íslendingur og prestur. Séra Eylands er þekktur maður hæði af ritstörfum sínum og prestsskap i Islendinga- byggðum og vissulega hvílir á 4 4 4

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.