Reykjanes - 17.06.1947, Blaðsíða 7

Reykjanes - 17.06.1947, Blaðsíða 7
HEYKJANES 7 Hefur verið byrjað á, svo oí> að Íengja hafnargarðinn sjálfan. Kolainnflutnir.g-ur til Keflavíkur hefur stórminnk- að og stafar það af því, að á ann- að hundrað íbúðarhús hafa nú fengið olíukyndingu. Enn fremur hafa nokkur iðnfyrirtæki einnig fengið olíukyndingar. Olíusamlag- ið selur nú eins mikla olíu til húsa, eins og til alls fiskiflotans. Nýr bátur í flotann. Að kvöldi liins 9. þ. m. skreið nýr bátur hér inn á höfnina. Er það m.b. Björgvin, eign Lofts Loftssonar. Báturinn er smíðaður í Danmörku og er (58 br. smál. að stærð, hinn föngulegasti bátur. Rotaryklúhbur Keflavíkur fór í skemmtiferð að Heklu sunnudaginn 8. þ. m. Allmikið gos var þá í fjallinu og höfðu menn góða útsýn yfir verksummerki, því að veður var ágætt og gott skyggni. Skátarnir starfa nú af miklum krafti, far- ið er í útilegur og ferðalög um hverja helgi, samkvæmt áður gerðri áætlun. Næsta útilega er hin eina árlega félagsútilega. Farið verður að Trölladyngju, en þar er einn hinn fegursti staður á Suður- ncsjum. Allar sveitir félagsins og nýliðar þess geta tekið þátt í jæss- ari útilegu, sem farin verður á Jónsmessunni eða laugardaginn 21. júní. Lagt verður af stað kl. 3 frá skátahúsinu. Fararstjóri verð- ur Helgi S. Jónsson félagsforingi. Skátar þeir, sem ætla á Jambo- ree í sumar, frá Keflavík, eru þessir: Arnbjörn Olafsson, Alex- ander Magnússon, Arni Olafsson, Arni Þorgrímsson, Bragi Geirdal, Höskuldur Þórðarson, Helgi S. Jónsson, Jón Tómasson, Jóhann Fr. Sigurðsson, Magnús Jónsson, Marteinn Árnason, Skarphéðinn össurarson, Sigurður Bjarnason og Þórarinn Haraldsson. Jambo- ree-fararnir æfa nú glhnu, viki- vaka og söng; einnig er farið í sameiginlegar útilegur til æfinga með Reykjavikurskátunum og Hafnfirðingum. Vonandi tekst þessum ungu mönnum, sem allflestir eru að fara út fyrir landsteinana í fyrsta sinni, að komast í þessa för. Þeir mundu læra mikið af slíkri för, og er pen- ingum, bæði erlendum og innlend- um, til margs varið á verri hátt en að auka sjónhring æskulýðsins Þannig er um- horfs við Suður- götuna í Keflavik. — Þessu virðist hreppsnefndar- meirihlutinn vitja viðhalda, þrátt fvrir úrbótavilja Sjálfstæðismanna í hreppsnefnd- inni. Keflvíkingurinn Þorbjöm Hjálmsson hlaut 2. verðlaun í norsku bréfskák-keppninni, sem tefld var árið 1935 og stóð til 1939. Norska Skáksambandið stóð fyrir bréfskák-keppni þessari. Skákmönnum á Norðurlöndum var heimil þátttaka. Þorbjörn Hjálmsson tók þátt í þessari. bréfskákakeppni í meist- araflokki (A-grupp). Keppendur voru fimm og var tefld tvöföld umferð. 1. verðlaun hlaut Eugen Olsen skákmeistari frá Halden í Noregi og hlaut hann 7(4 vinning af 8 mögidegum. 2. verðl. hlaut Þorbjörn Hjálms- son frá Keflavík, Islandi, með 5 vinning. 3. varð Erik Rustad, skákmeist- ari frá Testedal, Noregi. 4. varð Dal Lerfold frá Trond- heim, Noregi. 5. varð Artur Svendsen frá Vig- um, Noregi. og kynna landið með góðum og prúðum drengjum. Þetta ferðalag allt verður mjög ódýrt eða um 2 þúsund íslenzkar krónur á mann, en stendur þó yfir í nærri því mánuð. Þátttakendur í þessu al- heims skátamóti eru áætlaðar um 45 þúsund frá öllum löndum ver- aldar, að Rússlandi undanteknu, því að þar eru engir skátar ennþá. Mótið verður háð skammt frá París, en auk Jk-ss verður ferðazt um Frakkland og væntanlega Norðurlöndin lika. Þátttakendur frá Islandi verða nm 90 alls. Skák frá norsku bréfskák-keppn- inr.i 1935—39. Búdapest-leikurinn. Flvítt: Þorbjörn Hjálmsson, Kefla- vík, Islandi. Svart: Eugen Olsen, Halden, Nor- egi. 1. d2 <14 Hg8 —f(5 2. c2 c4 e7— -e5 3. d4 x e5 Rf6— -g4 4. Bcl 44 Rh8 -c6 5. Rgl ~f3 d7- -d(5 (5. e5 X d(5 Bf8xd(5 7. Bf4xd6 c7 X d6 8. e2—e3 Dd8— h6 9. Ddl (12 Bc8 -f5 10. Rbl—c3 0 —0 11. h2—h3 Rg4—f6 12. Hal—dl Hf8— -e8 13. Bfl—e2 Rf6— -e4 14. Rc3xe4 Bf5xe4 15. 0—0 Ha8— -d8 1(5. a2—a3 a7— -a5 17. Dd2—c3 e5— -a4 18. Rf3—d4 17- -f(5 19. Be2—g4 Rc6— -e5 20. Bg4—e2 Hd8— -c8 21. f2—í'4 Re5x :c4 22. Be2 X c4f Kg8— h8 23. Rd4—b5 <16— -d5 24. Dc3—d4 Dh6xd4 25. Rb5xd4 Hc8 X :c4 2(5. Hfl 42 Hc4- -c5 Hér bauð Eugen jafntefli og Þor- björn tók Jjví, enda var stríðið þá hyrjað og erfitt með bréfasend- ingar. Þctta var eina skákin, sem Eugen ekki vann í keppninni. Athugasemdir eftir Hjálmar Theodórsson. Símskák, tefld milli Taflfélags Vestmanna- eyja og Taflfélags Keflavíkur 1937

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.