Reykjanes - 17.06.1947, Blaðsíða 3

Reykjanes - 17.06.1947, Blaðsíða 3
REYKJANES 3 llndirbúningur hátíða haldanna í dag. Þjóðliátíðin í dag er haldin fyr- ir forgöngu hreppsnefndarinnar í Keflavík. Öllum starfandi fé- lögum i Keflavík (að Rotary- klúbbnum undanteknum) barst fyrir sköimnu eftirfarandi bréf, sem dagsett er 2 júní s.l.: Á fundi hreppsnefndar 20. maí s.l. var rætt um hátíðaliöld 17. júní n.k. og að loknum umræðum samþykkt eftirfarandi tillaga: „Hreppsnefnd samþykkir að skrifa öllum starfandi félögum i Keflavík og óska eftir því, að þau tilnefni 1 fulltrúa í nefnd frá hverju félagi, er ásamt fulltrúa frá hreppsnefnd sjái um iiátíða- höld 17. júní næstk. Nefndin ráði tilhögun hátíða- haldanna. Verði ágóði af liátíða- höldunum, skal hann renna í „Skrúðgarðssjóð.“ Fulltrúi hreppsnefndarinnar er hr. Bjarni Albertsson, og er hann formaður nefndarinnar. Hreppsnefndin væntir þess, að okkur skylda til þess að láta hann ekki verða fyrir vonbrigðum af heimsókninni, við verðum að sýna honum að sögurnar um dug og drengskap heimaþjóðarinnar séu ekki hyllingar einar, heldur sé hér fólk sem vert er að halda vinskap við og óhætt er að bera traust til. Um leið og ég óska séra Eiríki og fjölskyldu hans allra farar- heilla þá vil ég fullvissa hann um að við söknum hans og bjóðum hann velkominn heim aftur að loknum störfum. Við biðjum hann að flytja kveðjur til landanna handan við hafið og fullvissa ])á um að við viljum gæta hólmans heima og viðhalda og auka vináttuböndin og samvinnuna við þá sem fjærst- ir búa. Farið lieil! Verið sæl! Komið heil til Islands aftur! þér verðið við ósk hennar og til- nefnið fúlltrúa yðar liið fyrsta. Virðingarfyllst, f. h. Hreppsn. Keflavíkurhrepps Ragnar Guðleifsson, oddviti. Öll félögin brugðust eðlilega vel við þessum tilmælum og skipuðu etfirtalda fulltrúa: Ungmennafél. Keflavíkur: Arn- björn Ölafsson. Stúkan Vík: Páll Einarsson. Verkalýðs- og sjómannafélagið: Karl Björnsson. Kvenfélag Keflavikur: Elín Ólafs- dóttir, frú. Slysavarnadeild kvenna: Sesselja Magnúsdóttir, frú. Skátafélagið Heiðabúar: Ilelgi S. .Tónsson. Taflfélag Keflavíkur: Gestur Auðunsson. Málfundafélagið Faxi: Kristinn Pétursson. Vélstjórafélag Keflavíkur: Kjart- an Ólason. Iðnaðarmannafélag Keflavíkur: Guðj ón I Ij örleifsson. Skipstjórafélagið Vísir: Gunn- laugur Karlsson. Úlgerðarmannafél. Keflavikur. Alexander Magnússon. Þessi nefnd mun svo gera sitt bezta til að koma hér á eins veg- legri þjóðhátíð og frekast er unnt, og væntir hún stuðnings alls al- mennings til þess að gera daginn hátíðlegan, ]>ví hér er um leið veittur stuðningur fögru framtíð- armálefni. Það væri mjög æskilegt, að fast- ari skipan kæmist á þessa þjóð- hátíðarnefnd, til þess að fyrir- byggja að allt of stuttur tími sé til undirbúnings, ])ví það er mik- ið verk, að undirbúa slíka hátíð sem 17. júní verður að vera. Það vcitti sannarlega ekki af, að þessi nefnd starfaði allt árið og kysi úr sinum hópi framkvæmda- stjórn, og væri þá eðlilegt, að nefndin fengi líka sem verkefni byggingu hins væntanlega skrúð- garðs. Nú mun stærð og lögun garðs- ins endanlega ákveðin. Er því ekkert til fyrirstöðu, að halda áfram að byggja. 17. júní-stöng- in er þegár komin á sinn stað. Á henni verða á þessu ári gerð- ar nokkrar endurbætur, en að fullu á hún að vera kómin í lag fyrir næstu hátíð. Þessi stöng er einstök í sinni röð, og' önnur slík hvergi til hér á landi, — svo að einn frumlegur hlutur er til í Iveflavík! — Rej'kjanes óskar öllum Keflvík- inguin gleðilegrar hátíðar. — S isiastse' b ú s 4 gwfeii' K ei\l *** k intjít viii Snns's'n- slnðné/nrss /r. Þeir tveir Keflvíkingar, sem eignast sumarbústaði, eiga þá mjög langt í burtu héðan. Á Reykjanesskaganum eru ekki margir blettir, sem ákjósanlegir geta talizt fyrir sumarbústaði og hafa menn þeir, sem hafa í huga að eignast sumardvalarstaði, orð- ið að leila fyrir sér út fyrir sýslu- takmörkin. En að betur athuguðu máli, er óhætt að fullyrða, að Iiér skammt frá Keflavík er hinn ákjósanlegasti staður fvrir sumarbústaði og er ])á átt við svæðið í kring um Snorrastaðatjarnir. Þarna er grösugt og skjólgott. Stapinn skýlir fyrir norðanáttinni og neyzluvatnið er nærtækt. Þá er og auðvelt að gera akfæran veg að þessum stað, með tiltölulega litlum tilkostnaði. Keflavík er ört vaxandi bær og grasblettirnir hverfa sem óðast undir byggingar. Hér er lítið við að vera fyrir hörn á sumrin nema að valsa um götumar. Við Snorra- staðatjarnir er gotl að vera. Þar er nóg af berjum og Grindavíkur- hraunið býr yfir ótal rannsóknar- efnum fyrir unga sem gamla. Þessar fáu línur eru aðeins á- bending til þeirra, sem hafa í hyggju að koma sér upp sumar- hústöðum. Grasbrekkurnar við Snorrastaðatjarnir verða, spái ég, framtíðar sumardvalarstaður Kefl- vikinga. Húsmóðir.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.