Reykjanes - 27.01.1950, Síða 1

Reykjanes - 27.01.1950, Síða 1
-------N EFNI: Grjótkast lír glerhúsi. „Loforðabókin“ Hálf sögð saga. Bíómálið. „Þeijstu þegar í nótt“. Skopleg blaðmennska. o. m. fl. „Grfótkast úr glerhúsi## Undir þessari yfirskrift var ein af greinum „Röðuls“, tvímælalaust sú, sem mesta eftirtekt hefur vakið, af því sem frá Alþýðuflokknum Jiefur komið í því blaði. Þar er ráðist á Guð- mund Guðmundsson, á mjög svo hat- ursfullan hátt, en skotið nokkuð hátt yfir markið, svo árásin sakar ekki, nema að síður sé. í þessu greinarkorni er Guðmundi borið á brýn flest það, sem miður má fara í störfum eins manns, óreiða og sleifarlag í hvívetna, jafnt í þeim viðskipta- og atvinnumál- um, sem hann veitir forstöðu, sem í hans gamla starfi sem skólastjóri. Oll- um er vitanlegt að fáir eru meiri reglu- og starfsmenn en einmitt G. G., og mér er nær að halda að greinarhöf- undur sjál£ur hafi ekki ósjaldan sótt ráð og fyrirgreiðslu til Guðmundar, því hvorutveggja hefur vel gefist og þegar svo hefur verið ástatt að Guð- mundur hefur getað leyst vanda ein- hvers samborgara síns, þá hefur ekki verið spurt hverrar skoðunar viðkom- andi hefur verið í stjórnmálum, eða hvort hann hafi á sínum tíma verið baldinn nemandi í skóla. Hitt er ann- að mál að Guðmundur hefur verið tregur til að láta óreiðumenn eins og greinarhöfund, vaða í sparifé almenn- ings, sem honum er falið til varð- veizlu og vaxta. I þessari umræddu Röðuls-grein, er vikið að gömlu sóðamáli, sem var jafnframt upphaf Framsóknarflokks- ins hér í Keflavík. Þá var Jónas Jóns- son yfirboðari menntamálanna í land- inu og átti hér á snærum sínum tvo smákarla, þá Arinbjörn og Jón Gunn- arsson Pálsson. Að undirlagi Jónasar og í pólitískum tilgangi gengust þeir fyrir undirskriftasöfnun undir það, að Guðmundur Guðmundsson væri al- gjörlega óhæfur skólastjóri, enda þótt undirskriftalistinn drukknaði á voveif- legan hátt, þá komst málið þó svo langt að látin var fara fram rannsókn á störfum Guðmundar, sem skóla- stjóra. Að þeirri rannsókn lokinni var Jónasi Jónssyni tilkynnt að ef ætti að víkja þessum skólastjóra frá störfum, þá myndu flestir aðrir stéttarbræður hans mega fylgjast með. Arið 1941 koma Jónas frá Hriflu og Guðmund- ur skólastjóri ennþá fram á sviðið. Þá finnur formaður Orðunefndar, Jónas Jónsson, ástæðu til að sæma Guð- mund Fálkaorðunni, fyrir vel unnin störf, sem skólastjóri og forystumaður síns byggðarlags um mörg ár. Þá urðu undirskriftasafnararnir fegnir að skjal- ið skvldi eyðileggjast á svo skemmti- legan hátt, sem þess endalok urðu. Við síðustu hreppsnefndarkosningar, sem hér fóru fram, talaði Jón G. Páls- son að vanda. Þá hvatti hann Kefl- víkinga til að kjósa Guðmund Guð- mundsson, sem þá var í 4. sæti lista okkar, ]nd að í hans höndum væru fjármál Keflavíkur bezt komin. Jón G. Pálsson hefur nefnilega hin síðari árin rétt nokkuð úr kútnum og er nú maður vel fjáður, og orðinn það lítill Framsóknarmaður, að hann lætur G. G. njóta sannmælis, jafnvel á horna- fundum. Það tekur því ekki að eltast við fleira í grjótkasti Röðuls úr glerhús- inu, sú grein dæmir sig sjálf, og er okkur mikill skaði að því, að hún skuli ekki komast fyrir augu allra kjósenda, áður en að kjörborðinu kemur, því það er óheppilegur mann- jöfnuður, fyrir Alþýðuflokkinn, að bera saman persónuleika og starf- hæfni Guðmundar Guðmundssonar og Raganrs Guðleifssonar, þar ganga Ragnar og Röðull með mjög skarðan hlut frá borði. Svar við fyrirspurn í síðasta blaði Röðuls er grein, sem heitir „Pennastrik og útsvarsskuldir“, greinin er mjög barnalega skirfuð og gæti þessvegna verið eftir Jón Tomm eða Guðmund Guðjónsson. En hvað um það, þá er í þessari grein beint ákveðinni spurningu til Revkjaness, um það hvern Sjálfstæðisflokurinn ætli að gera að bæjarstjóra, þegar meirihluti er fenginn í bæjarstjórn- inni. Þótt ekki sé ástæða til að svara llöðli í fullri einlægni, þá skal það gert í þetta sinn, ekki einungis vegna blaðsins, heldur vegna fólksins, því þetta er einmitt spurning, sem varðar alla. Þegar Sjálfstæðismenn hafa tekið við rústum Ragnars & Co., og með meirihlutaaðstöðu sinni hafið endur- byggingu Keflavíkur, þá munu þeir ráða hingað ungan dugandi verk- fræðing, sem bæjarstjóra, því að mest af þeim störfum, sem hér þarf að leysa af hendi eru þess eðlis að verkkunn- áttu þarf til. Af hinu er komið meira en nóg — það er dæmi sem ennþá er óreiknað, hvað miklu af fjármunum okkar, Ragnar & Co., hefur sóað vegna fákunnáttu og pólitískrar tog- streytu í framkvæmdum Keflavíkur- bæjar. Þá hefur Röðull fengið ákveðið svar við fyrirspurninni. Sjálfstæðis menn ætla að ráða verkfræðing sem bæjarstjóra, því hin önnur störf, sem Ragnar hefur ekki haft tíma til að sinna, getur gott skrifstofufólk leyst af hendi, eins og það hefur gert, önn ur en þau að misnota aðstöðu sína sem bæjarstjóri, til framdráttar flokks. hagsmunum sínum og dutlungum. Kjósið D-listann Helgi S.

x

Reykjanes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.