Reykjanes - 27.01.1950, Síða 6

Reykjanes - 27.01.1950, Síða 6
6 REYKJANES Mikið stóð til — framh. af bls. 5 Frá síðasfa fundi Allan þann tíma, sem þetta fyrirtæki hreppsins var rekið, greiddi það engan skemmtanaskatt, og sveik því þann sjóð almennings, sem notaður var til glaðnings gömlu fólki. — Allan þann tíma sem þessi rekstur var við lýði, greiddi hann ekkert útsvar eða framlag á nokkurn hátt í sjóð almennings, en reikningarnir, sem fyrir liggja fyrir árin 1947 og 1948, sýn afskriftir af 10 ára gömlum vélum, sem nema kr. 7—8 þús. Senn er nú sagan öll. Það er búið að reyna þennan rekstur í samkeppni, hann er búinn að vera einn um hituna og ekkert dugar, þá vill menningarpostulunum það happ til, að svo óheppilega tekst til að eldur kem- ur upp í vélunum og skemmir þær verulega, eða nægilega mikið til þess, að Valtýr og Margeir geta kinnroðalaust hætt við þessa misheppnuðu tilraun, og Margeir tekst að koma bindandi leigusamning af rekstrinum yfir á Góð- templararegluna og verður það öllum til góðs, eykur starf og áhrif stúkunnar og sparar bænum bein útgjöld. Hvernig er það með lokauppgjör þessa fyrirtækis? A að vera Ragnars- lag á því? Svo mörgum uppgjörum er Margeir búinn að standa að, og gera þau bæði fljótt og vel, að þetta ætti ekki að vera honum ofvaxið. 20. janúar komu reikningarnir loksins fram og sýndu þá afskrift af véla- görmunum kr. 7.462,00, eftir að 16.000,00 kr. brunatjónsbætur eru færðar til tekna! Þessir reikningar eru fyrir árið 1948, en á árinu 1949 eru vélarnar gerð- ar í gangfært ástand, hvar á að taka greiðslur til þess? — Það virðist ekki vera ofvaxið að fá reikninga fyrirtækis, sem ekkert hefur starfað á árinu 1949, nema að endurbyggja eftir brunann, fyrir janúarlok 1950. Yfirlit yfir útsvars- og skemmtanaskattsgreiðslur Nýja Bíó h. f. og Keflavíkur Bíó. NÝJA BÍÓ H. F. 1945 greitt útsvar kr. 11.930.00 Skemmtanaskattur kr. 6.900.00 1946 greitt útsvar kr. 8.000.00 Skemmtanaskattur kr. 10.350.00 1947 greitt útsvar kr. 8.000.00 Skemmtanaskattur kr. 9.965.00 1948 greitt útsvar kr. 3.125.00 Skemmtanaskattur kr. 10.700.00 1949 greitt útsvar kr. 6.000.00 Skemmtanaskattur kr. 5.673.96 til 1./4. Samtals kr. 37.055.00 Samtals kr. 43.588.96 KEFLAVÍKUR BÍÓ 1947 greitt útsvar ekkert Skemmtanaskattur — enginn 1948 greitt risvar ekkert Skemmtanaskattur — enginn Kosningaskrifstofa S j álf stæðisf lokksins er opin frá kl. 1-10 daglega hreppsnefndarinnar Til að hafa eftirlit með róðrartíma Keflavíkurbáta á yfirstandandi vertíð voni kosnir eftirfarandi menn: Vísir. Guðjón Jóhannsson skipstj. m.b. Vonin II. Kristinn Arnas. skipstj. á m.b Guðm. Þórðarson. Guðleifur ís- leifsson, skipstj. á m.b. Keflvíking og Guðmundur Guðfinnsson, skipstj. á m.b. Bragi. Eftirlit með róðrartíma er mjög van þakklátt verk en öllum nauðsynlegt og vonandi þurfa þessir eftirlitsmenn ekki að beita stéttarbræður sína hörðu, því öllum er fyrir beztu að fylgja í þessu efni settum reglum. I síðasta blaði var sagt frá því að svo gæti farið að rafstraumurinn kynni að verða tekin af Keflavíkur- veitunni vegna vanskila á samnings- bundinni greiðslu Keflavíkurbæjar til Rafveitna Ríkisins, sem var að upp- hæð kr. 43 þúsund. Ragnari kom það ekki síður illa en okkur ef svo bálega hefði tekist til að þurft hefði að loka fyrir rafmagnið þann 20. jan. og kosningar eftir 9 daga. — Nýir samningar tókust við Rafveitur ríkisins á þá lund að greiða mætti 33 þús. og 10 þús. þann 20. febrúar n. k. Ragnar fékk 2 fyirtæki þessa bæjar til að samþykkja víxla uppí útsvars- skuldir sínar, sem bærinn gaf út, og Sparisjóðurinn síðan keypti og voru víxlarnir að upphæð kr. 12 og 16 þús. Bærinn setti að veði jarðýtuna og vél- skófluna með 2. og 3. veðrétti og svo á nýja bæjarstjórnin að forða öxinni 20 febrúar n. k. Einhversstaðar hefur bæjarstjóranum tekist að skrapa saman þessi 5 þúsund, sem til viðbótar víxl- unum voru greiddar. Það var sannar- lega gott að hér voru eftir einhver fyrirtæki sem ekki voru bæjarrekin og gátu því skuldað útsvar, svo við gæt- um haft ljós og hita. Um 10 þúsundin sem eftir eru þarf Ragnar ekki að sjá, þau eiga að greiðast 20. febrúar. Kjósiö D-listann

x

Reykjanes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.