Reykjanes - 27.01.1950, Side 9
REYKJANES
9
Ragnar - þeystu þegar í nótf!
Það hefur margt verið rætt og ritað
um æsku þessa lands og segja sumir
að hún sé mjög illa á veg’i stödd, aðrir
segja aftur að hún sé ekki verri eða
Þetri, en æskan hefur yfirleitt verið
a undanförnum árum, eða jafnvel öld-
um. Hins vegar er ekki vanþörf á
ýmsum umbótum viðvíkjandi upp-
vexti hennar, því að það er hún, sem
a að taka við af þeim, sem nú gerast
gamlir og slitnir, og eftir því sem
asskan er betur undirbúin til að sinna
hinum ýmsu störfum, þeim mun bet-
ur ætti henni að takast er ábyrgðin
fer að hvíla eingöngu á hennar herð-
um. Eins og nú er komið fyrir þjóð
vorri, virðist ekki vera vanþörf á dug-
miklum mönnum og konum til að
taka við ábyrgðinni
Ekki er það svo, að ekki hafi verið
gjört eitthvað fyrir æskuna á ýmsum
stöðum á landinu. Það hafa verið
byggðir nýir og fullkomnir barna- og
unglingaskólar, fyrir hina yngstu, svo
og þá, sem halda áfram að læra eftir
barnaskólanámið., Það hefur og verið
búið vel að þeim, sem íþróttir stunda,
svo og leikvöllum, fyrir yngsta æsku-
fólkið og er þetta allt gott og blessað.
En nú er spurningin, hvað hefur
verið gjört í Keflavík til úrbóta fyrir
æskuna, og gert hana þar með starf-
hæfa í framtíðinni? Hafa verið byggð-
ir hér barnaleikvellir, svo að börnin
þyrftu ekki að hafa götuna fyrir leik-
völl?
Eg ætla að leyfa mér að svara þessu
neitandi. Ekki stóð þó á loforðum jafn
aðarmanna, fyrir síðustu kosningar,
þar að lútandi, að bætt skyldi úr
þessu. Það átti svo sem að koma upp
fullkomnum leikvöllum fyrir öll börn
þessa bæjar. En hverjar hafa svo
framkvæmdirnar orðið, í þessi fjögur
ár, sem jafnaðarmenn og framsókn
hafa ráðið hér lögum og lofum? Það
þarf ekki að svara því, það vita allir
um framkvæmdirnar, þær eru engar.
Það var eitt aðalmál jafnaðarmanna
fyrir síðustu kosningar, að byggja hér
veglegan barnaskóla, sem ekki var
vanþörf á, þar eð skóli sá, sem nú er
notaður að nokkru leyti, var byggður
1911. Hver hefur svo verið fram-
kvæmdin hjá jafnaðarmönnum og
framsókn í því?
Nú er svo komið, að kennt er hvorki
meira né minna en á fjórum stöðum
í bænum og sýnir það öðru fremur
framkvæmdirnar í skólamálunum, og
er það táknrænt fyrir meirihlutann í
hreppsnefndinni.
Það hefur verið svo mikið sleifarlag
á skólamálum Keflavíkur, að slíkt
hefur hvergi heyrst, og skyldi maður
þó ætla að oddvitinn Ragnar Guð-
leifsson og dindill hans Valtýr Guð-
jónsson bæru eitthvert skin á skóla-
mál, þar sem þeir eru báðir lærðir
kennarar. En það virðist sem þeir hafi
hvorki vit eða vilja á því, eða öðru
yfirleitt. Það er hins vegar vitað, að
allmikið fé hefur verið lagt fyrir, eða
átti að leggja fyrir, til skólabygging-
ar. En það er ekki fyrr en fer að líða
að kosningum að nýju, að byrjað er á
skólabyggingu og þá alls ekki byggt
samkvæmt teikningu að skólanum;
því að á íþróttahúsi skólans er ekki
byrjað ennþá. Það er alls ekki Ragn-
ari Guðleifssyni að þakka að skóla-
byggingin er komin á það stig, sem
hún þó er nú komin; en það er hon-
um að kenna að skólahúsið er ekki
fullgert og byrjað að kenna þar. Allir
sjá hvernig þeir hafa staðið við þetta
loforð.
íþróttamálum Keflavíkur hefur lít-
ill sómi verið sýndur í tíð jafnaðar-
manna og frámsóknar. Ekki stóð þó
á loforðunum í þá átt af hálfu þessara
herra fyrir síðustu kosningar.
Jú; það átti svo sem að koma upp
fullkomnu íþróttasvæði fyrir æsku
þessa bæjar. Það svarar sér sjálft,
hverjar efndirnar hafa orðið. Það er
ekki Ragnari og Co. að þakka, að
byrjað er að ryðja melana og reyna
að útbúa íþróttasvæði. Það er að
þakka nokkrum framtakssömum í-
þróttamönnum þessa bæjar. Þannig
afgreiddu þeir það loforð.
Kvikmyndahúsrekstur var hafin á
vegum hreppsins, það átti svo sem
ekki að velja myndirnar af verri end-
anum, til sýninga þar. Það átti að
fá góðar fræðslumyndir fyrir unga
og gamla, og þá ekki síður fyrir æsku-
fólkið. Það vantaði ekki, að þar væru
hafðar sýningar fyrir börn, en hvernig
voru þá fræðslukvikmyndirnar? Jú,
það voru cowboy-myndir með skot-
hríð, slagsmálum og jafnvel mann-
drápum. Þetta þótti þeim Ragnari og
Margeir heppilegustu fræðslumynd-
irnar fyrir æsku þessa bæjar.
Hér hefur aðeins verið stikklað á
stóru, en af miklu er þó af að taka,
því að yfirleitt hafa þessir herrar ekki
staðið við neitt af þeim loforðum, sem
þeir útbýttu meðal almennings um
síðustu kosningar, og aldrei hefur
Jrað verið ætlun jafnaðarmanna að
gera neitt fyrir æsku þessa bæjar,
frekar en aðra.
Þá er spurningin, er hægt að treysta
þessum mönnum til að gera rneira á
næsta kjörtímabili, en þeir hafa gjört
á því sem er liðið? Ég svara hiklaust
neitandi. Fyrir því heiti ég á alla
góða menn og konur, sem vilja vinna
að heill og velferð síns byggðarlags,
að flykkja sér um D-listann, lista
Sjálfstæðismanna í Keflavík og gera
sigur hans glæsilegri en hann nokkurn
tíma hefur verið, þá mun verða eftir
því sem ástæður leyfa, bætt úr því
öngþveiti, sem jafnaðarmenn og fram-
sókn hafa komið bæ okkar í, á yfir-
standandi kjörtímabili.
Ben. Þórarins.
( N
mmrnu ö
iH ö
> "55 fl
03 ö
“■ pH
fl
?H <D H
Ö *o ð)
03
E ö jti
*© ■ Bsasa ■ H "55 w HhH
i Q 'ö in
V