Reykjanes - 27.01.1950, Qupperneq 12

Reykjanes - 27.01.1950, Qupperneq 12
REYKJANES — KEFLAVÍK 27. JAN. 1950 — Leiðrétting I greininni „Framboð Sjálfstæðis- manna í Njarðvík“, sem birtist í síð- asta blaði, var frá því sagt að skóla- stjórinn þar leigði Ameríkana herbergi fyrir kr. 500,00 á mánuði, nú hafa kunnugir tjáð blaðinu að þarna sé um mishermi að ræða, því skólastjórinn leigi fyrir 800,00 á mánuði. Frá sjónarmiði blaðsins skiptir það- ekki máli hvað kommúnistar geta og vilja græða á hinni hötuðu „herra- þjóð“, eða hvort heldur þeir græða á húsaleigu eða sokkasölu, heldur skipt- ir það eitt máli, að hafa það heldur, er sannara reynist. Blaðið biður afsökunar á þessum leiðu mistökum og þakkar þeim sem voru svo velviljaðir að benda blaðinu hógværlega á að þarna væri rangt með farið. Vertíðin Utgerð frá Keflavík og Njarðvík á þessari vertíð verður með mesta móti, og er vitað að 30 bátar munu stunda veiðar héðan. 22 bátar verða á línu, 8 á netum eingöngu, og 2 muhu stunda togveiðar. Af þessum 30 bátum eru 8 aðkomubátar, sem allir stunda línuveiðar. Róið var í fyrsta sinn þ. 13. janúar, og hafa verið farnir 4 róðr- ar, þegar þetta er skrifað. Aflinn hefir . verið mjög sæmilegur í þessum róðr- um, frá 8—20 skpd. Eins og undanfarnar vertíðir, mun mest af fiskinum verða fryst, en eitt- hvað mun þó verða saltað, að minnsta kosti framan af vertíð. Enn mun ekki hafa verið selt neitt af væntanlegri framleiðslu frystihús- anna á árinu 1950, og ríkir þessvegna óvissa um, í hvaða pakkningar verður unnið í vetur. Telja má víst að mun minna verði unnið í 7 lbs. pakkningar, en verið hefur á undanförnum árum, þar sem reiknað er með, að Bretar muni ekki kaupa jafn mikið magn af fiski af okkur í ár, og undanfarin ár, en þeir eru einu kaupendurnir sem vilja fiskinn í þessum umbúðum. Frystihúsin munu flestöll vinna á Ameríkumarkað til að byrja með, þar sem búist er við, að hægt verði að af- skipa 800—1000 tonnum þangað í byrjun febrúar. Myndagátan Við myndgátunni bárust 18 ráðn- ingar. Engin þeirra var eins og sú, sem ætlast var til, enda skal það fús- lega viðurkennt, að myndin var ekki nægjanlega skýr. H—2—S er efnafræðiformúla fyrir tveimiu hlutum vatnsefnis og einum hluta brennisteins og myndar sú sam- setning almenna slæma fýlu, í stamp- inum gat margt verið, sem slæma lykt legði af. Margar ráðningarnar voru skemmti legur í-eiðilestur yfir ritstjóra þessa blaðs, en hann hefur svo breitt bak að þar kemst ennþá mikið fyrir. Ein ráðningin var skemmtileg og sýnir betur en margt annað, hve stundum er hugsað skannnt. Sú ráðn- ing var á þessa leið: „Kerald, sem slæma fýlu leggur upp af, sama sem fjórði maður á hsta Alþýðuflokksins, Magnús Þorvaldsson = fýlukerald." Að vísu er Magnúsi þessum skap- brestur búinn, sem í daglegu tali er kallað fýla, en ekki var nú hugkvæmn- in við tilbúning myndgátunnar svo mikil, að ætla þetta rétta ráðningu, en samt sem áður er sá, sem þessa ráðningu sendi og merkt var x-A, beðinn að vitja verðlauna sinna fyrir beztu ráðninguna. M O L A R Órtúlegt en satt: Sjálfstæðismenn í Keflavík hvetja alla til að lesa „Röðul“, — sýnishorn Máls og menningar Alþýðuflokksins í Keflavík. — 9 Minnist ekki á þvottavélar í návist Egils Eyjólfssonar, þá fær hann kast. A 9 Ragnar Guðleifsson bæjarstjóra vantaði tíma til að svara þungum á- deilum, í síðustu umferð umræðnanna á miðvikudaginn var, en þó var tími til að láta Jón Tómasson skjálfa og stama í hljóðnemann í tíu mínútur. 9 Sigurður Brynjólfsson er liugdjarfur maður, að þora að koma í ræðustólinn og óska eftir að hann verði tekinn trúanlegur um velvild sína til verka- manna í Keflavík. Hans saga er of kunn, hann var á Keflavíkui'flugvelli um tíma. Þá titl- aður fulltrúi. — Það var í tíð Aka Jakobssonar, flugmálaráðherra. Nú er önnur tíð. Vill Sigurður Brynjólfsson rifja upp starfsferil sinn í tíð Áka, eða á að birta kunnar stað- reyndir úr tíð happasælla fanga hjá „herraþjóðinni“.? 9 Vill Gestur Auðuns halda aðra ræðu um útgerð og viðskipti, og bjóða þeim að hlýða, sem hann skuldar? 9 Velvild Ragnars Guðleifssonar bæjarstjóra, til barnaskólabyggingar- innar lýsir sér vel í því, að ekki hefur fengist lánstraust, í nafni Keflavíkur- bæjar, fyrir einni glerkistu í glugga skólans, eða nokkrum rúllum af pappa á þakið. Kjósið D-listann

x

Reykjanes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.