Morgunblaðið - 31.03.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.03.1968, Blaðsíða 12
I 12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MARZ 1968 Vetur í sveit LÍTILL skýhnoðri og kímileit- ur rembist við að skyggja fyr- ir sólu. Annars er himinninn heiður og blár. En undir heiði frosthörkunnar geysist fram hamslaus norðangarðurinn. — Mjöllin, sem undanfarin dægur » hefur dottað meinleysisleg við barm freðinnar jarðar, æðir og emjar og lemst um eins og vit- stola ófreskja. Enginn hefði að óreyndu trúað þvílíbum ham- skiptum um mjöllina, sem í augum áhyggjulausra smá- barna var fyrir dægri sakleys- ið sjálft og óþekkur leikfélagi. Hérna í dalnum sunnanverð- um eru kargaþýfðar mýrar, og einstaka þúfnakollar standa upp úr freðanum vaxnir lýju- legum sinubrúskum. Þeir eru dapureygir og hnípnir eins og hæruskotin gamalmenni, sem hafa misst alla nána ættingja og venzlamenn, Einu sinni kvísluðust hér lækir og vökv- uðu umhverfi sitt. Nú eru upp- Farfuglaheimilið DUEODDE óskar eftir ungum stúlkum til hreingerninga og eldhússtarfa sumarið 1968. Skrifið til: ELSE HANSEN, Dueodde Vandrehjem, 3730 Neksö, Bornholm, Danmark. sprettur þeirra löngu svo þrotn ar, að engin von er til þess framar að þær nái að ósi. Frerinn hefur bundið allan ferskleik og þokkafulla hreyf- ingu. En snjókornin og sinu- stráin geysast fram eða flask- ast til stefnulaus eins og reyr af vindi skekin. Þegar við vorum hér á rjátli í gær, rákumst við þó á nokkra snjótittlinga, sem flöktu til og frá um hjarnið, helzt í kring- um leifarnar af moðbingnum, sem húsbóndinn fleygði fyrir tryppin fyrr í vetur. Nú eru þessar lei-far að mestu orpnar hjarni og fátt í þeim nýtilegt nema fyrir moldina, sem dreg- ur þær smátt og smátt í skaut sitt. En æðandi neðanbylurinn hefur annars hrifsað snjótittl- ingana til sín og felur þá í greip sinni, unz veðrinu slotar. Aftur á móti eru hérna enn vofur útigangshrossanna er hafa hringsólað mest á þessum slóð- um síðan í fyrstu snjóum. Girð ingarófétið varnar þeim hvort sem er túnsins, þar sem þó væri nokkur von um snapið og jafnvel von um að rnega nasa í moðhrúgu kvölds eða morgna. Það er ekki þar fyrir, að lík- ast til væri ekki eftirsóknar- verðara að vera útigangshross annarg staðar. Hérna eru þó alltjent tóftarbrot til að hama sig undir, þar sem fyrrum stóð heygarður og fjárborg, meðan lagðprúðir sauðir og mörvaðir þóttu þess verðir að bíta þess- Nýkomin ensk alullarefni í kjóla og dragtir, einlit, röndótt og köflótt, verð frá kr. 260.— pr. m. DÖMU OG HERRABÚÐIN Laugavegi 55. — MIMIR — Vornámskeið Skóli fyrir fullorðna: 22. apríl — 30. maí. Tveir tímar í senn tvisvar í viku. Námskeiðið er 24 tímar alls. Enska — Danska — Þýzka — Franska — Spánska ítalska — Sænska — íslenzka fyrir útlendinga. Aðstoð við próf: Stæðfræði 16. — 27. apríl Danska 16. — 23. apríl „fslenzka“ 30. apríl — 11. maí Eðlisfræði 30. apríl — 16. maí Enska 4. maí — 19. maí Tvær stundir í senn, 14 stundir alls í hverju fagi. Athugið: stundaskrá okkar er í samræmi við próf- töflu landsprófs. INiámskeið fyrir unglinga sem ætla til Englands 6. — 31. maí, tveir tímar í senn annan hvern dag 24 stundir alls. ÖUum unglingum heimil þátttaka, hvort sem þeir fara út á vegum Mímis eða ekki. Skólagjald greiðist við innritun. IVIÁLASKÓLIIMIM MÍIVflR Brautarholti 4 — Sími 1 000 4 kl. 1—7. ar mýrar og hjallana upp til fjalls. Jæja hérna eru þau útigangs hrossin, hafa öll með tölu skot- ið höminni í veðrið og hengja höfuðið lygnandi augum. Þann ig verjast þau hríðinni bezt og bíta sterklegum tönnunum saman, en stundum lafir flip- inn eins og vör umkomulausra manna, sem bíða í sinnuleysi eða markleysu. Hárið er langt og gljálaust og skrokkurinn allur úfinn og óhrjálegur ásýndum. Og þessi þekktu and lit, sem við munum fnasandi og frýsandi frá í sumar, koma okkur óbunnuglega fyrir sjón- ir með svo aulalegan svip. Og þegar þau líta upp og verða komu okkar vör, sýnast okkur augun furðulega sollin og sokkin og fjarlæg eins og þeim komi tilveran ekki fram- ar við. Og okkur verður ljóst að þau hafa afsalað sér svo miklu í hendur seinasta miss- eris, að þar sem var áður sjón, er nú svipurinn einn eftir. Við söknum gljárra lenda og vinastæltra leggja, og þar sem síðsumars voru fjúkandi man- ir, hanga slyttislegar lýjur. Það auga, sem við munum vegna hrökkvandi gneista, er nú sljótt og kalt. Samt eru þau flest á bezta aldri, en minna harla lítið á hrossastóðið, sem geystist um valllendiðð og mó- ana hérna upp frá frjálst í fasi eins og þeyvindur á vordegi. Rytjulegur er hann klárinn svarna, þessi jarpi. Réttast að klóra garminum bak við eyrað, þó að ekki sé annað og vita, hvort honum léttir ekki ögn í skapi. En ógn er hann magur veslingufth'rl og þunnur á síð- una. Ekki bar á ijðru, hann er þá kominn þetta til ára sinna. Það leynir sér ekki á tönnun- um; mundi einhvern tíma hafa séð fífil sinn fegri. En hvöss er hún enn brúnin, þó að dap- urt sé augað. sem hún hvelfist yfir. Mikið má vera, ef við höfum ekki einhvern tíma séð loga eld í þessum hálfbrunnu glæðum. Það var nú þá. Munda-Jarp- ur, um það er engum blöðum að fletta, fjörgammurinn ann- álaði, sem eigandinn þeysti á um héruð, þegar þeir voru báð- ir upp á sitt bezta. Reisn og verðleikur eigandans var allur bundinn þessari skepnu, sem þótti afbragð annarra hérna um sláSir. Og það kom af sjálfu sér, að eigandinn sat sig ekki úr færi að róma kosti færleiks síns. Ýmsum sýnist þyrping dægra rétt eins og auðvirðileg kös pestarskrokka, sem leysist upp í maðkaveitu og hverfi óðara en við lítum af þeim auga. Sumir telja, að um leið og daC- ur er að kvöldi kominn sé hlutverki hans lokið. Nokkrir þykjast enga þátíð eiga sér aðra en þá, sem ofin er úr seinustu andrá. Öðrum virðast dægrin vera á sveimi og halda áram að vitja sín löngu eftir að þau eru gengin hjá með tækifæri og kvaðir. Á ferð með okkur er gestur frá liðnu sumri að skoða það, sem flugurnar og grösin trúðu honum fyrir með geig fölvans í yfirbragði. Fleiri hugsanir áttu upptök sín í þessum degi en öðrum, og til hans hafa um síðir leitað undramargar hug- renningar eftir stundarlöng af- not neytanda síns. Þeyr í lofti og jörðin ilmandi af kviku lífi. Vöðvastælt stóð- ið geysist frýsandi um víð- áttumikla mýraflóa, og leir- sletturnar frussast um gljáandi skrokkana. Það er svölun og unaður að skvettum mýrarinn- ar, og spretturinn fer um þess- ar fagnandi skepnur eins og hressandi goluþytur í hita- breiskju síðdegisins. Seinna meir er bitizt og flogizt á af vægðarleysi þeirra, sem þekkja ekki takmark afls síns og lífs- orku. Að morgni næsta dags kljást fjörgammarnir undir heiðum himni og muna þá enga nautn aðra en vinsemd og þörf þessarar snertingar, meðan fluga suðar við eyra. Nú óar gestinn við þeim hrolli, sem er tengiliður úti- gangshrossa og hríðardags og sameiginlegur örlagavaldur beggja. Og hann skreppur inn í sjálfan sig og glutrast úr vit- und þeirra, sem hann hefur reynt að nálgast. Og g*turinn hverfur aftur til upphafs síns, þangað sem liðin dægur bíða köllunar. Bjarni Sigurðsson. Hafnarstræti 19 Rýmingarsala 20% afsláttur af TELPNAK J ÓLUM TELPN ASKOKKUM TELPN APILSUM Kaupið góðan og fallegan fatnað á mjög hagstæðu verði. HALLVEIG auglýsir! PEVSUR í páskaferðalagið. Sportpeysur í mörgum litum, verð að- eins kr. 796.00. Einnig ýmsar aðrar gerðir. Verzl. Hallveig Laugavegi 48 - Sími 10660. Spilakvöld á Akureyri 3ja kvölda spilakeppni (félagsvist) hefst sunnudaginn 31. marz kl. 20.30, í Sjálfstæðishúsinu á vegum Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri. — Dansað á eftir til kl. 01. Veitt verða kvöldverðlaun. Keppt verður um ein heildarverð- laun, sem eru utanlandsferð til sólarlanda. Verður ferðin nánar kynnt síðar. Aðgöngumiðasala í Sjálfstæðishúsinu frá kl. 19 sama dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.