Morgunblaðið - 31.03.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.03.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, StrNNUDAGUR 31. MARZ 19W M.Fagias: FIMMTA \ K<MXAN — Hvar voruð þér milli þrjú kortér í níu og þrjú kortér í tíu á laugardagskvöldið var? spurði hann skóarann. Spurningin kom óvænt og það færðist líf í tréandlitið. Maður- inn glápti á Nemetz, hissa og vandræðalegur. — Ég var úti, sagði hann. — Uti með nokkrum kunningj- um. Við vorum að halda það hátíðlegt, að þeir höfðu borið sigurorð af Rússunum við Cor- vin—bíóið- — Og hvar hélduð þið þetta hátíðlegt? — Ja ... við byrjuðum í Rado —vínstofunni handan við horn- ið, og svo héldum við áfram í ölstofunni í Rakoczi—breiðgöt- unni. Það var nú að vísu ekki opið þar, en þeir hleyptu okkur inn um bakdyrnar. Og svo ... ja, fjandinn hafi það, ef ég man það nokkurn skapaðan hlut. Það næsta, sem ég man, var það, að konan var að toga af mér skóna. Hann benti á konuna, sem hafði opnað dyrnar. Hún var lítil og breiðvaxin, augnaráðið gler- kennt og munnurinn minnti á einhvern fisk. — Voruð þér með skammbyss- una yðar með yður? spurði Nem etz. — Skammbyssuna mína? Mað- urinn hleypti brúnum en þaut síðan upp. — Hvað eruð þér eig- inlega að fara? Þér getið ekki komið svona til manns og sett upp einhverjar þriðjugráðu— yfirheyrslur. Tímarnir eru orðn ir breyttir. l*^tta hefðuð þér get að gert fyrir tveimur árum,þeg ar atvinnulejrfið var tekið af mér — bara vegna þess að stúlku krakkinn sá arna — hannbenti á telpuna í legubekknum — vann hjá mér. Bara af því að ég hafði tekið hana í vinnu, án þess að tilkynna það. Hún er frænka konunnar minnar og hún er berklaveik. Varla nokkur lungu eftir. En þið höfðuð vitni, sem höfðu séð hana vera að stanga yfirleður. Og svo var ráð izt að mér. Ég var einhver bezti skóari borgarinnar. Hafði lært handverkið í Ítalíu. Jafn- vel fínasta fólk var viðskipta- vinir mínir. Öll tíu börn Franz Josefs erkihertoga höfðu vaxið upp í skóm frá mér. Ég græddi vel. Byggði fyrirtækið upp að nýju. Og útbjó ibúð hérna baka til. Þér hefðuð átt að sjá bað- herbergið, sem ég innréttaði. Þeg ar ég missti atvinnuleyfið var íbúðin tekin með valdi, handa einhverjum embættismanni í verzlunarráðuneytinu. Nú hefur 26 hann baðherbergið mitt. Það eina, sem ég á eftir, er blikk- skál til að þvo sér úr. Ég varð að taka frárennslið af, og á vetr arnóttum, þegar oíkalt er, verð- um við að sitja á kantinum á henni, eins og hænsni á priki, af því að það er ofkalt að fara á almenningssalernin handan við húsasamstæðuna. Og á meðan hefur félagi embættismaðurinn baðkerið mitt ... Hann þagnaði og strauk sér yfir ennið þreytu lega. Nemetz endurtók spurninguna sína, lágmæltur: — Hvar voruð þér milli þrjú kortér í níu og þrjú kortér í tíu laugardags- kvöld? Annað vildi ég nú ekki vita. — Hversvegna? snuggaði mað urinn. — Af því að frú Halmy var skotin á þessu tímabili. Maðurinn þagnaði, án þess að nokkur hreyfing yrði á andlits- hrukkum hans- Aftur á móti greip konan hans andann á lofti. Nemetz beindi augunum að henni. Hún starði á hann, eins og stjörf, og hreyfði varirnar án þess þó að gefa frá sér nokk- urt hljóð. Munnurinn opnaðist og lokaðist á víxl með taktföst- um hreifingum. Berklaveika stúlkan skalf ofurlítið og vafði sjalinu fastar um sig Loksins hreyfði Bartha sig. Hann sneri sér að Nemetz og horfði beint framan í hann. — Ég hef ekki drepið hana. IFÖ - hreinlœtistœkin mest seldu á Norðurlöndum Sænskt postulín. Vitreous China. ítalska línan. Margir litir. — Hagstæít verð. Verið velkomin og lítið inn. KJARTAN JÓNSSON Sími: 13184. Byggingavöruverzlun Hafnai’stræti 19 — Tryggvagötumegin. Peysur — Peysusett Nýkomin sending af hinum þekktu og viðurkenndu kvenpeysum frá Lyfe&Scoft V HAWICK SCOTLAND Laugavegi lí). — Ónefnt fólk heldur því fram, að þér hafið haft í hótun- um við hana, eftir málaferlin, sagði Nemetz. — Það getur svo sem vel ver- ið, en ég hafði líka ástæðu til þess. Það var hún, sem kærði mig. Ég ætlaði að taka það fram, að þetta skinn, sem hún var að selja mér, því hafði hann pabbi hennar stolið. End'i þótt ég hefði með því komið upp um sjálfan mig, hefði ég samt sagt það. En dómarinn þaggaði niður í mér í hvert skipti, sem ég nefndi nafn hennar. Og ákærandinn varaði mig við því að nefna nafnið henn ar. Hann hafði sír.ar fyrirskip- anir frá Flokknum. Hann sagði það sjálfur, þegar ég rakst á hann í vikunni sem leið. Hann hafði sýnilega gott af því að geta talað hreinskilnislega um það. Við urðum hvort sem var allir að setja upp frómleikssvip við kommúnistana, ef við vild- um yfirleitt fá að vera til. Ég varð þjófshylmir og hann laga- krókamaður. En nú er því öllu lokið. Nú getum við aftur orðið það, sem við áður vorum — manneskjur. Allt í einu fór konan að gráta, 'jneð einhverjum kokhljóðum, sem minntu mest á skrikjur. — Mað- urinn minn er kristinn og gæti aldrei farið að gera flugu mein, hvorki fullur né ófullur. Við mundum ekki einusinni skjóta á Rússa. Hann sagði, að þeir væru líka manneskjur. Þetta eru svoddan unglingar, og þeir eiga sér líka móður, sag'ði hann. — Hversvegna tók hann þá skammbyssuna með sér? spurði Nemetz. En það var maðurinn, sem svaraði. — Það hefur enginn sagt, að ég hafi gert það. Nemetz lét eins og hann hefði ekki heyrt það. — Látum okk- ur líta á þessa skammbyssu. En þegar Bartha virtist ekki ætla að láta undan, bætti hann við, alvörugefinn: — Ég veit, að þér hafið falið hana einhversstaðar. Verið þér ekki með neinn skrípaleik. Mig langar ekkert til að eyða því, sem eftir er dagsins í að leita að henni. Bartha hreyfði sig ekki. — Hvað, ef ég nú sýni yður hana og skýt yður svo með henni? spurði hann. Konan greip andann á lofti, Hrúturinn 21. marz — 19. apríl. Farðu eftir hugboði þínu : ákveðnu máli, það verður að öllum líkindum affarasælasl. Endurskoðaðu fjármálin og gerðu viðeig- andi ráðstafnair. FariVu í kirkju. Nautiö 20 apríl — 20. maí. Notaðu rtaginn til alvarlegra hugleiðinga um aðkallandi mál. Komdu til dyranna eins og þú ert klæddur. Farðu í kirkj u og láttu síðan nokkra upphæð af hendi rakna til góðgerðarstarfsemi. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní. Reyrdu að vera sem mest á íerli í dag, svo að enginn sé í vafa um fe.-ðir þínar. Kipptu þér ekki upp við smávegis misskiln- ing sem getur komið upp í dag. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Farðu í boð 1 dag og reyndu að vera hress og skemmtilegur svo að gestgjafar þínir sjái ekki eftir að hafa boðið þér. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Það er sennilegt að vinir þínir þarfnist hjálpar þinnar í dag og skyidirðu gera þitt bezta til að greiða úr málum þeirra. Jómíi úin 23. ágúst — 22 september. Löng ferðalög hagstæð í dag. Vertu ekki duttlungafullur við þá sem næstir þér eru, reyndu að yfirvinna sjálfan þig og vera hress. Slappaðu af í kvöld. Vogin 23. september — 22. oktober. Hagstæður dagur til flestra hluta annarra en drykkju. Farðu í kirk,iu og síðan skaltu skipuleggja ýmis mál sem varða einka- líf þitt. Drekínn 23. október — 21. nóvember. Þú skalt láta aðra i.m að tala og taka ákvarðanir í dag, þér er bezt að segja sem mmnst og þér er eindregið ráðið frá því að beita þér nokkuð. Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember. Þú ættir að sinna fjölskyldunni vel og elskulega í dag og bæta fyrir það sem þú heíar van>-ækt að undanförnu. Farðu í leikhús í kvöld. Steingeitin 22. desember — 19. janúar. Þú ættir að forðast að gera r.okkrar ákveðnar ráðstafanir í fjármá'um fyrr en eítir helgina. Þú ættir að dveljast sem mest á heimili þínu fram eitir degi. í kvöld skaltu fara út og skemmta þér. Vatnslf rinn 20. janúar — 18. febrúar. Bjóódu vinum og aettingjum heim í kvöld og veittu þeim af rausn Reyndu að finna einhverja skemmtilega samkvæmisleiki, svo að menn skemmíi sér enn betur. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz. Þú ættir að vera úti við fyrri hluta dags, fá þér hressandi göngu'erð. Hringdu í fjarstaddan vin og segðu honum niðurstöður máls, sem hann hefur beðið eftir að frétta af.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.