Morgunblaðið - 31.03.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUD
5
ÞAÐ virðist fara í viðkvæmar
taugar Magnúsar Kjartanssonai
Þjóðviljaritstjóra og alþingis-
manns, þegar lofsamleg ummæli
eru viðhöfð um ræðumennsku
Bjarna Benediktssonar forsætis-
ráðherra. Kemur þetta glögglega
fram í pistli hans „Frá degi til
dags“, í Þjóðviljanum sl. þriðju-
dag, þar sem hann fjallar um A1
þingisbréf mitt sl. sunnudag. f
bréfi því komst ég m.a. svo að
orði að forsætisráðherra hefði
flutt snjalla ræðu á Alþingi, o.g
út frá því dregur svo ritstjór-
inn þá ályktun að forsætisráð-
herra skorti ekki, fremur en
hinn austurlenzka formann (vænt
anlega átt við Mao) „launaðar
loftungur“. Sjálfsagt er ég miklu
ófróðari en Magnús Kjartansson
um hvaða hirð Mao hefur um
sig, en spurningin er hins vegar
hvort bambustjaldsfarinn og rit-
höfundurinn gæti þá ekki hugs-
anlega flokkast ur.dir umrædd-
an hóp Maosveina.
Ég geri mér ekki ljóst hvern-
ig ritstjóranum tekst í huga sín-
um að flokka mig undir „laun-
aða loftungu“ þótt ég segi álit
mitt á umræddri íæðu ráðherra,
sem óneitanlega var snjöll, þar
sem hann fletti ofan af sýndar-
mennsku flutningsmanna þings-
ályktunartillögunnar um lausn
verkfallanna.
Varla hefur annars komið skýr
ar fram en í umræddum pistli
Magnúsar, hversu mikil gremja
hans og hans manna var yfir
því að ekki tókst að koma á-
róðursútvarpsumræðum um verk
fallsmálin, þrátt fyrir að deilu-
aðilar báðir og sáttasemjari teldu
að slíkar umræður mundu spilla
fyrir samningum. f lok pistils-
ins setur Magnús undir sama
hatt forsætisráðherra, Hannibal
og Björn, kallar þá heilaga þrenn
ingu, og er jafngramur út í þá
alla, og þá væntanlega fyrir
þeirra þátt í að koma á vinnu-
friði á ný.
Gamalt máltæki segir að flest
um þyki lofið gott. Magnús
Kjartansson er ekki undantekn-
ing þeirrar reglu Gallinn er
bara sá, að fáir verða til að lofa
hann. Á því er þó ein stór und-
antekning. í vetur hefur Magn-
ús flutt mörg frumvörp og til-
lögur á Alþingi og hefur jafnan
verið skýrt nákvæmlega frá
þeim málatilbúnaði á síðum Þjóð
viljans, sem hann ritstýrir, og
oft hefur fylgt með ljósmynd af
flutningsmanni. Á hér við ann-
að orðtak, sem runnið mun frá
ummælum Páls postula í Korintu
bréfi: Hrósi ég mér ekki sjálfur
— mun dýrð mín engin-
Þá skal ekki látið ósvarað um
mælum sem komu fram í for-
ystugrein Alþýðublaðsins á
þriðjudag, þar sem m.a. var vik
ið að umræddu Alþingisbréfi
mínu á eftirfarandi hátt: „Morg
unblaðið gefur í skyn á sunnu-
dag, að fyrirkomulag einmenn-
ingskjördæmanna sé vilji unga
fólksins í landinu. Af hvaða for-
sendu er svo furðuleg ályktun
dregin“? Þessu leyfi ég mér að
svará með því að benda á sam
þykktir og ályktanir ungra Sjálf
stæðismanna um þetta mál, en
eins og kunnugt er, eru þau sam
tök fjölmennustu og öflugustu
æskulýðssamtök í landinu.
Nú fer senn að líða að þíng-
lokum og eru merki þess farin
að sjást á þingsstörfum. Nefnd-
ir skila nú óðum álitum sínum
og mörg mál voru í vikunni tek-
in til 2. og 3. umræðu og af-
greidd milli deilda.
Harðar umræður urðu í neðri-
deild um frumvarp Péturs Sig-
urðssonar og Braga Sigurjóns-
sonar um Byggingarsjóð aldraðs
fólks, en með því leggja þeir til
að sjóðurinn láni til bygginga
dvalarheimila. Er hér um hið
þarfasta mál að ræða, og ef að
lögum verður, mun það mjög
létta undir með byggingu slíkra
heimila úti á landi. Stefán Val-
geirsson og Ingvar Gíslason hafa
hins vegar, einir stjórnarandstæð
inga, fundið frumvarpi þessu
margt til foráttu og talaði sá
fyrrnefndi um mál þetta eins og
sá sem valdið hefur., eins og jafn
an gerir þegar hann kemur í
ræðustólinn. Það fór samt ekki
mikið fyrir þingmanninum þeg-
ar Pétur Sigurðsson, Lúðvík Jós
efsson og Halldór E. Sigurðsson
höfðu hrakið fullyrðingar hans
og breytingartillögur lið fyrir
lið.
Það kemur greinilega við aum
an blett á Framsóknarmönnum
þegar minnst er á hafta- og leyfa
úthlutunarpólitík þeirra. Fyllast
þeir þá vandlætingu og segja það
alls ekki sína stefnu að slíkt fyr
irkomulag verði aftur á komið.
Þegar sparnaðarfrumvarpið
var til 2. umræðu í efri-deild í
vikunni ræddi Ólafur Björnsson
nokkuð um þær hættur og spill-
ingu sem slíkt kerfi biði heim.
Formaður Framsóknarflokksins,
Ólafur Jóhannesson, stóð óðar
upp og andmælti kröftuglega, —
sagði slíkt óréttmætar ásakanir
í garð þeirra manna er í nefnd-
um þessum áttu sæti á sínum
tíma. Formaðurinn átti hins veg
ar ekki eins auðvelt með að
svara, þegar Ólafur Björnsson
vitnaði til þess að hagur S.Í.S.
hefði aldrei verið með meiri
blóma en einmitt á tímum hafta
og innflutningsleyfa, en á sama
tíma drógst verzlunin saman hjá
einkaaðilum. Var svar formanns
ins á þá lund að fólk hefði held
ur viljað verzla hjá Samband-
inu, en hann minntist ekkert á
þá einföldu staðreynd, að fólk
verzlar þar helzt sem vöruúrval
ið er mest, en það var einmitt
hjá kaupfélögunum á þessum
tíma.
Það er hægt að marka af ræð
um Ólafs Jóhannessonar og Ein-
ars Ágústssonar — formanns og
varaformanns Framsóknarflokks
ins — við þessar umræður, að nú
sem fyrr er umrædd hagstjórn-
araðferð ofarlega í huga þeirra.
Er innflutningsverzlunina bar á
góma ræddu þeir um — „að
eitthvað þyrfti að sinna þeim
málum á annan hátt en gert hefði
verið“ og „að þeim málum þyrfti
að fara að stjórna". Nokkuð
ljóst liggur fyrir hver sú „stjórn"
skuli vera að þeirra áliti. Það á
að minnsta kosti ekki að nota
við hana þau hagstjórnartæki
sem menn ráða nú yfir, heldur
„brjóstvitið" eins og þeir orða
það. í umræðum þessum bar
kjaramálin enn á góma og þá
helzt verðtryggingu launa. Sagði
Ólafur Jóhannesson að hann
teldi það engum til sóma að gefin
Framh. á bls. 30
//WBiwin >* ■ i
FEGURÐARSAMKEPPNI
VETTVANGUR ÆSKUNNAR
verður haldin í Austurbæjarbíói miðvikudagskv. 3. apríl og föstudagskv. 5. apríl kí. 11,15 e.h
AÐGONGUMIÐASALA A BAÐAR SKEMMT ANIRNAR HEFST Á MORGUN í VESTUR
VERI, KARNABÆ OG AUSTURBÆJARBÍÓI.
SKEMMTISKRA:
★ FEGURÐARSAMKEPPNI.
★ MARÍA BALDURSDÓTTIR, SYNGUR
MEÐ HLJÓMUM.
★ SIGRÚN HARÐARDÓTTIR, SYNGUR
MEÐ HLJÓMUM.
★ FLINTSTONES KOMA FRAM.
★ TÍZKUSÝNING — STÚLKURNAR
FRÁ í FYRRA.
Á HÁRGREIÐSLU „SHOW1
SÝNING.
★ NEMAR í RÉTTAKHOLTSSKÓLA SKEMMTA
MEÐ ÞJÓÐLAGASÖNG.
★ HÆFILEIKAKEPPNIN.
★ UNGUR „SNILLINGUR * KEMUR FRAM.
OTRULEG
:
Keppni — Hljómsveit ungu kynsl. '68
HVER AF ÞEIM SICRAR?
HLJÓMAR - FLOWERS
'Á "..
HINN FRABÆRI
Svavar Cests
KYNNIR.
ATH
ALDURSTAK-
MARK 14 ÁRA