Morgunblaðið - 31.03.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.03.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MARZ 1968 3 Jón Auðuns, dómprófastur: Kona Pílatusar PÍLATUSAR geta guðspjöllin margsinnis, en konu hans einu, og þá við óvenjulegar aðstæð- ur: Snemma morguns situr Pílatus í dómarasæti, og frammi fyrir honum stendur sakborningur- inn frá Nasaret. Þá gerist óvænt- ur atburður. Rakleiðis að land- stjóranum gengur þjónn konu hans og ber honum óvænt boð: „Eig þú ekkert við þennan rétt- láta mann, því að margt hefi ég þoláð hans vegna í dag í draumi“. Aðvörunin kom, en lífi unga mannsins varð ekki bjargað. Eins og leiftri bregður þessari tignu, rómversku konu fyrir. Píslarsagan getur hennar ekki frekar. En rómverskir sagnritar- ar ganga ekki fram hjá svo ætt- stórri konu. Kládía Prokúla var konung- borin. Hún var dótturdóttir sjálfs Ágústusar keisara, og Tíberíus keisari var stjúpfaðir hennar. Það er óvænt, að rekast á svo tigna konu austur á Gyð- ingalandi, fjarri ljóma keisara- hirðarinnar í Róm. Og þeim mun óvæntara, þar sem land- stjórum var ekki leyft að jfeka með sér konur sínar til skatt- landanna. En Kládía hefir notið ættgöfgi sinnar til þess, sem öðr- um konum var ekki leyft. Það bendir á innileika í sam- bandi þeirra hjóna, að hin tigna kona fylgir manni sínum í hálf- gerða útleg’ð frá Róm. Frá barnæsku hafði Kládía lifað við ljóma keisarahirðar- innar, og henni verður vistin í Gyðingalandi daufleg. Og það þeim mun fremur, sem Heródes hafði sýnt þeim hjónum kulda frá byrjun og æðstu menn Gyð- inganna umgangast þau eins lít- ið og framast er unnt, — af trú- arástæðum. í einverunni leita margir á leiðir trúarinnar. Það er senni- legt, að rómverska landstjóra- frúin hafi tekið að kynna sér trúarheim þessarar undarlegu þjóðar, sem bóndi hennar átti að stjórna. Og draumur hennar bendir til þess, að allnána vitn- eskju hafi hún haft um spá- manninn frá Nasaret og kenn- ingu hans. Mjög má telja sennilegt, að Kaifas æðsti prestur hafi komið me'ð leynd á fund Pílatusar kveldið fyrir föstudaginn til að búa hann undir það, sem gera átti snemma morguns, að dæma og krossfesta Jesúm. Og það sem við vitum um Pílatus, gerir sennilegt, að það hafi ekki kost- að konu hans mikla fyrirhöfn, þegar þau hjón voru orðin ein um kveldið, að fá að vita erindi Kaifasar. Eftir samtalið verður Kládíu órótt, og tvennt hefir trúlega samverknáð að því. Annars vegar samúð með unga mann- inum frá Nasaret og hinsvegar óttinn við það, að Pílatus væri að drýgja voðaverknað eða gera eitt axarskaptið enn. Kládíu verður ekki svefnsamt, en loks festir hún svefn undir morgun. Hún veit ekki hvað er að gerast inni í Jerúsalem þessa nótt og þennan morgun. En þeg- ar hún loksins sofnar, hefir hún þungar draumfarir: Inn í draumaheim hennar kemur óvæntur gestur og segir henni, að máður hennar sé að drýgja ódæðisverk. Hún hrekk- ur upp af svefninum og veit óð- ara, hvert ódæðisverkið muni vera. Hún veit ,að kona má ekki grípa framm í fyrir dóm- ara eða raska helgi dómsalarins. En dótturdóttir Ágústusar, hins mikla keisara, er ekki vön að láta segja sér fyrir verkum. Hún sendir þjón sinn tafarlaust með aðvörunina til Pílatusar, að hann skuli forðast hlutdeild í voðaverknaði. En það er um seinan. Örlög Jesú eru innsigluð. Eftir örfá ár hitti endurgjaldið Pílatus sjálfan. Hann hrökklast frá völdum með skömm. Og konan hans deilir við hann kjörum í ógæfunni. Þáttur Kládíu Prokúlu í þess- um stórkostlega sorgarleik er ekki stór. En margt má af hon- um læra. Hann sýnir okkur m.a. inn í rökkurheima manns- sálarinnar, að vökumenn frá ann arri veröld geta komið aðvörun og leiðsögn inn í draumvitund mannsins, ef dagvitund hans er þeim læst. Svo trúðu menn í frumkristni, *■ svo trúa fjölmargir nútímamenn og telja sig hafa örugg rök fyrir sannfæringu sinni. Og sú var sannfæring Gríms Thomsens, sem orðar hana í Stjörnu-Odda Draumi sínum þannig: Reynt hef ég það, eldri og yngri, ei þótt ég í svipinn skildi, að sínum bendir forsjón fingri I firðum, ef þeir hlýða vildi. Margar gerir þrautir þyngri þverú'ðin gegn Drottins mildi. Varðhaldsenglar voru gefnir í vöku mönnum bæði og svefni. EFTIR EINAR SIGURÐSSON Togararnir Afli hjá togurunum á heima- miðum hefur verið frekar treg- ur undanfarið og tíð stirð. Við Austur-Grænland er ís yfir mið- unum. Við Vestur-Grænland hef ur líka verið tregt, og útlendir tagarar, sem þar hafa verið að veiða í salt, hafa flúið á Ný- fundnalandsmið, en íslendingar munu ekki hafa verið við Græn- land undanfarið. íslenzku tog- ararnir munu flestir hafa verið á Selvogsbankanum og Eldeyjar banka. Hafa þeir verið að fá þar blandaðan fisk. Engin löndun var heima í vikunni. Togarinn Maí mun hafa viljað fara á Nýfundnalandsmið, en ekki getað losnað við karfann því að enginn kaupandi fannst að honum hér heima. Togarasölur erlendis sl, viku: Lestir kr. k*. Surprise 135 1544.000 11/43 Narfi 221 1885.000 8/53 Neptúnus 174 1614.000 9/28 Þrír togarar selja í Þýzkalandi í næstu viku, og verða það sennilega síðustu sölur íslenzkra togara þar þangað til í haust. Reykjavík Tíðin hefur haldizt jafnstirð og áður og miklar landlegur. Bátarnir hafa verið að skjótast út og oftast lítið getað dregið, stundum ekki nema eina trossu og þá orðið að hætta vegna veð- urs .Aðrir hafa þrælazt á veið- arfærunum og slitið þau og purp að niður, en haft líka eitthvað með herkjunni. Algengasti afli -í net hefur verið 5—6 lestir eft- ir nóttina. Tveir bátar komu einn daginn í vikunni með yfir 20 lestir hvor, 2ja nátta. Menn eru nú orðnir áhyggju- fullir yfir, að engin vertíð ætli að verða að þessu sinni, jafnvel enn minni afli en í fyrra og er þá langt jafnað. SjáMsagt er þó páskahrotan eftir, en það er líka farið að styttast í vertíð- inni, ekki orðnar nema 3 vikur eftir. Ótíðin hefur verið með ein dæmum, samt verður að berja í bakkann, einhverntíma lagast tíðin. Aflaleysi í hvaða veiðarfæri eem er hefur verið alveg ein- stakt. Breiðabugtin hetfur alveg brugðizt og á miðunum hér Suð vestanlands og við Eyjar hefur þorskur helzt ekki sézt í aflan- um. Keflavík Sama ótíðin var síðustu viku og áður, og gátu bátar oft lítið athafnað sig og komu oft að upp úr hádeginu vegna veðurs. Margir atf stóru bátunum, sem eru á netum, komu með þetta 2—3 tonn efitr nóttina. Línubát- arnir voru aigengast með 5—6 lestir og komust upp í 7 lestir. Ekki hefur gefið í trollið undan- farið. Akranes Það hefur verið lúsareytingur í netin, 5—6 lestir etftir nóttina og 'komist hæst up í 20 lestir í tveimur lögnum. Á línuna fæst bókstaflega ekkert. Það nná segja, að línu- bátarnir séu hættir að fara á sjó. Það hefur komið fyrir, að bátur og bátur hefur fengið í einn og tvo stampa af steinbít og keilu! Þá hefur loðnulöndun verið sama og engin í vetur eða 1200 lestir. Er það eilítið brot af því, sem verið hefur undanfarnar tvær vertíðir. Sandgerði Tíðin er jafnafleit og áður og batnar ekkerc. Það var sæmileg- ur afli um miðja vikuna, en datt svo niður síðari hluta hennar. 7—14 lestir á línuna og 8—20 lestir í netin, 2ja nátta. Neta- veiðin er öll svo til upp við land eða ekki út á meira en 50 faðma dýpi . Útlitið er ekki gott með ver- tíðina, þó á bezti tíminn fyrir netin að vera etftir. Vestmannaeyjar Loðnubátarnir funidu aftur loðnu austur við Alviðru, nokk- uð fyrir austan Portland, um 6 tíma siglingu friá Eyjum. Pyrstu bátarnir byrjuðu að koma til Eyja á föstudagskvöldið. Er þetta þriðja og síðasta gangan. Heldur var líflegra í netin fyrri hluta vikunnar, 8—9 lestir eftir nóttina, en dró svo aftur úr aíl- anum síðari hluta hennar. Nú í seinni tíð hefur oft verið dauð- ur tími í netin, á meðan loðnan hef'Ur verið að ganga yfir. Bátar fundu í gær óhemju stórar torfur af síM suður af Surtsey. Sjómenn eru með get- gátur um, að þetta sé ekki síld af svonefndum sunnanlands- eða íslimdsstofni. Síldveiðarnar í siunar Nú er ekki nema rúmur mán- uður, þar til sumartsíldveiðarn- ar eiga að hetfjast að normal tímatali. Menn voru meira að segja farnir að tala um að fara á síld seinast í apríl á þeim tím- um, sem allt lék í lyndi með síldina. Hvað verður nú? Verður mót- töku síMar frestað til 1. júní, eins og gert var í fyrra, eða hefja verksmiðjurnar móttöku strax og bátar bæmu með síM. Þetta er mikið vandamíál. Menn segja, að síldin sé svo hor- uð fyrst á vorin, að ekkert sé hægt að greiða fyrir hana. Hún er þó alltatf ekki horaðri en sunn anlandssíldin eða loðnan. Og eng um dettur í hug að hætta loðnu- veiði, þótt loðnan sé ekki nema 3% feit. Hér dugir ekki sú viðbára, að við séum að ganga á stofninn. Þetta er síld, sem er á alþjóða- veiðisvæði, og íslendingar veiða ekki nema brot af því, sem aðr- ar þjóðir veiða. Noiðmenn veiða sína vorsíld, þótt hún sé ekki feitari en sú síld, sem íslending- ar gætu veitt á vorin. Mi'kilvæigasta ástæðan til þess, að íslendingar eigi að hefja veið ar í vor strax og skipin eru til- búin er sú, að menn eru í vand- ræðum með skip og skipsihatfnir, ef þeir eiga að fara að bíða einn eða tvo mánuði eftir að fá að byrja .Þetta hortfði nokkuð öðru vísi við þegar síldin gekk strax árvisst upp að landinu og fyrir hana fékkst 50% meira verð en nú og veiðarnar skiluðu góðri afkomu. Nú lepja allir dauðann úr blá- skel, sem við síldveiðar fást, hvort heldur útgerðarmenn eða sjómenn. Og ef þeir eiga að tóra, mega þeir aldrei stoppa. Verk- smiðjurnar veigra sér við að kveða upp úr með síldarverð, sem þarí að vera lágt meðan síldin er horuð. En það þýðir ekkert að vera að streða við ein- hverjar fjarstæður í síldarverði. En af því að þjóðin á nú meira undir því en nokkru sinni fyrr, að aflað sé alls þess gjaldeyris, sem nokkur tök eru á, er ekki nein fjarstæða, að níkið greiddi eitthvað fyrir, að unnt væri að stunda þessar vorveiðar kostnað- arins vegna. Getur þar komið til niðurfelling á útflutningsgjaldi eða beinn styrkur eða hvort tveggja. Fyrsta boðorðið í búskap þjóð arinnar í dag verður að vera: Meiri framleiðsla og aftur meiri framleiðsla. Við verðum að bæta okkur, upp verðfallið, með auk- inni framleiðslu ef þjóðin öll á ekki að þurfa að herða sultar- ólina svo, að „sjái á“ hverjum manni og hverju fyrdrtæki. Fiskiðnaðurinn færist nær íslanði Fyrirtæki í London hetfur lagt rúmar 13 milljónir króna í frysti hús á Shetlandseyjum og heima- menn um 2 miijónir króna ,sam- tals 15 miljónir. Þetta fyrirtæki hefur starfað í 8 ár og gengið vel. Það selur ekki aðeins framleiðslu sína á brezkan markað heldur líka till Bandaríkjanna. Silðarbirgðir þrjóta í Svíþjóð Vegna veiðibrests Norðmanna er nú hætta á, að siMarbirgðir þrjóti í Sviþjóð. Svíar hafa reynt að bæta úr sárasta skortinum með síLd frá íslandi og Færeyj- 'Um, og þykir Færeyjasíldin betri af því að hún er stærri. Norðmenn hatfa sa.gt, að síMin við Bjarnarey sé stærri og betri en fislandssíldin. Það er synid og skömm, að íslendingar geta ekki hagnýtt hinn góða siMarmarkað, sem nú er í Sviþjóð, eins og sildarútgerðin á íslandi hefur þó þörtf fyrir það eins og er. Sjómenn og útgerðarmenn hafa margfarið fram á að fá að sigla með saltsíldina beint á erlendan markað, en það hefur ailltaf stradnað á gömlum for- dómum. Það er tilgengslaust að ætla bátunum að sigla 8,sólar- hringa fram og til baka með 1000 tunnur af saltsíld ti’l íslands og fá fyrir það Lágt verð, borið saman við erienda verðið, þegar þeir geta komið með þrisvar sinn um mieira magn af bræðslusíM og stundum sparað sér að sigia í land, etf þeir losna við það .í flutningaskip. Það hlýtur að vera hægt að setja matsmenn um borð eða gera stýrimennina að matsmönnum til þess að tryggja gæðin. Síldarútvegs- nefnd gæti séð um söluna til þess að fyrirbyggja samkeppni og undirboð. Þetta gerir SÍF í Esbjerg með saltfiskinn úr tog- urunum. Ross í Nýfundnalandi Ross er önnur stærista togara- útgerð og fiskvinnsla í Bret- iandi og hefur mjöig víðtæk dreifingarkerfi. Hefur eitt af dótturfyrirtækjum þess, Reno- via, selt í Bretlandi svo til all- an togarafisk frá íslandi. Ross 'hefur líka keypt freðtfisk og humar frá íslandi. Ross lögðu í fyrra í stórfyrir- tæki í Nýfundnalandi eins og Bandaríkjamenn höfðu gert. En Kanada og Nýfundnaland eru sem kunnu'gt er eitt og sama ríkið. Ekki var stofnkostnaður inn neinir smiámunir, um 350 millj. króna. Viðkomandi héraðs stjórn ábyrgðist helminginn af þessari upphæð. Ross átti um helminginn af hlutafénu á móti Kandamönnum. Ross vill nú Losna við sinn 'hlut í fyrirtækinu, sem heitir Ross-Síeers Ltd., yfir til Kanada mannanna. Talið er, að orsökin til þess, að Ross vill selja, sé sú, að fyrirtækið hefur frá byrj- un tapað. Svo er útlitið ekki allt otf gott með bandaríska marikað- inn, en fyrirtækið var fyrst og fremst stotfnsett titl þess að hag- nýta hann. Það rífcir nú m-ikil óvisisa uim ,bvort mnfluitnings- ; hömlur verði settar á fisk og fiskafurðir í Bandaríkjunumv Ross-Steers Ltd. hefur nú alveg nýlega iokað. Ný gervibedta reynist vel Nú hatfa Japanir gert gervi- beitu, sem getfur mjög góða raun. Hún er netfnd kóróna. Gervibeit- an er notuð með venjulegri beitu, en hefur svo mifcið að- dréttarafl, að á Mnuna fæst 50% meira aflamagn en með venju- 1"" legri beitnimgu. Er hér ekki verk etfni fyrir einnvern innflytjand- ann. Fyrdrtækið heitir Ebisu Fishing Gear Manufacturing Co. í Yaizu, Japan. íslenzk gervibeita Magnús Finnbogason, skip- stjóri, Álftanesi, hefur fundið upp gervibeitu, sem er sjálflýs- andi plast og er steypt á önig- ulinn. Gert er ráð fyrir, að nota þessa beitu eina og þannig ekki venjulega beitu á önguUnn líka, eins og Japanir virðast gera. Það þarf að bregða ljósi á gervfbeit- una, áður en hún er látin í sjó- inn, og heldur hún þá endur- skins eiginleika sínum í 3—4 tíma. _ Norðmenn beita markríl Tekið er nú að beita markíl í Noregi, en af honum veiðiist mifc ið við Noregsstrendur. Sagt er, að þetta 'gefi mikið betri raun en þegar síld er beitt. Væri það ekki þess vert, að íslendingar rannsökuðu, hvað til væri í þessu, t.d. Fiskitfélagið eða LÍÚ. Mikill ýsuafli Frystitogarinn „Arctic Free- botter" kom nýlega til Bretlands með um 400 lestir. af frosinni ýsu í blokkum og um 100 lestÍT atf þorskblokkum, 500 lestir sam- tals. Togarinn var á veiðum í 53 daga. « Hefur enginn brezkur togari komið með meira magn af ýsu úr einni veiðiferð. Fékk hann aflann út af Noregi. Mikil þorskgengd Fréttrr herma, að í nálægum löndum svo sem Noregi, Færeyj- um og Skotlandi, sé nú óvenju- lega mikill þorskafli. Skyldi þorskurinn kunna eitthvað illa við sig við íslandsstrendur að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.