Vesturbæjarblaðið - maí 2023, Blaðsíða 14

Vesturbæjarblaðið - maí 2023, Blaðsíða 14
14 Vesturbæjarblaðið MAÍ 2023 Veiðikortið.is Veiðikortið í símann! 8.900 kr. 37 vatnasvæði vefverslun.veidikortid.is Rætt er um innan heilbrigðis kerfisins hvort stækka megi gamla spítalann við Hringbraut. Ekkert hefur enn verið ákveðið í þeim efnum og að öllum líkum koma fleiri en ein útfærsla til greina. Ein hugmyndin að nýta pláss til norðurs, Eiríksgötumegin eða Barónsstígsmegin. Húsakostur gamla Landspítalans kominn til ára sinna og margt þarfnast endurnýjunar. Öllum framkvæmdum við nýjan Landspítala við Hringbraut á að vera lokið á þessum áratug eða fyrir 2030. Nýr spítali mun gerbreyta allri aðstöðu sem fylgir sjúkrahúsrekstri í höfuðborginni. Nauðsynlegt er að bæta aðstöðu dag- og göngudeilda fyrr. Segja má að bygging sjúkrahótelsins hafi verið fyrsti hluti þeirra breytinga. Nauðsynlegt er að endurnýja aðstöðu fyrir geðþjónustu meðal annars með svokallaðs batamiðaðs húsnæðis. Einnig er mikið álag á dag- og göngudeildir sem þarfnast aukins húsrýmis. Hvort af stækkun við gamla spítalann verður er þó óljóst en ef farið yrði í einhvers konar stækkun á húsnæðinu, þá yrði það gert með þeim hætti að framkvæmdir gætu gengið hratt fyrir sig. Tilgangurinn væri að auðvelda biðina eftir nýju húsnæði og koma til móts við þarfir deilda sem eru búnar að sprengja núverandi aðstöðu utan af sér. - myndi það létta biðina eftir húsnæði nýja spítalans Landsspítalaþorpið eins og það mun lít út að framkvæmdum við Nýja Landsspítalann loknum. Yrði byggt við gamla Landspítalann yrði það norður frá eldri byggingunum. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Gervigrasvöllur verður settur upp á Landakotstúni. Gert er ráð fyrir að nota völlinn fyrir boltaíþróttir en einnig almennan leik. Vallarsvæðið á að vera allt að 21x36 metrar að stærð, sem er sambærileg stærð þeim völlum sem fólk þekkir annars staðar frá í borginni. Samhliða þessum breytingum verður leik- og dvalarsvæðið endurhannað. Lögð verður áhersla á að skapa aðgengilegt svæði fyrir alla og aðlaðandi áningarstað. Með þessu verður stærra svæði innan Landakotstúns skilgreint sem leik-, íþrótta- og dvalarsvæði með það að markmiði að efla útivistarsvæði túnsins. Nýja svæðið mun einnig geta nýst skólabörnum og með breytingunum verður möguleiki á fjölbreyttari notkun túnsins fyrir íbúa í nágrenninu. Gervigrasvöllur á Landakotstún Tölvugerð mynd sem sýnir hvar gervigrasvöllurinn verður staðsettur á Landakotstúni. Verður gamli Lands­ spítalinn stækkaður? Ný námsbraut verður í boði á heilbrigðisvísindabraut í Fjöl- brautaskólanum við Ármúla frá og með haustinu 2023. Námið á þeirri braut felst í að undirbúa nemendur undir nám á háskólastigi í heilbrigðisgreinum og sérstök áhersla verður lögð á undirbúning fyrir samkeppnispróf í hjúkrunarfræði, og inntökupróf í lækna- og tannlæknadeild. Nám á Heilbrigðisvísindabraut er 200 eininga bóknámsbraut sem lýkur með stúdentsprófi og skiptist hún í tvær línur; hjúkrunarlínu og lækna-, tannlækna- og sjúkraþjálfunarlínu. Nýja námsbrautin er fyrsta sinnar tegundar á landinu. Sem byggir m.a. á sérhæfðum áföngum frá Heilbrigðisskóla F.Á. Hér er um einstakt tækifæri að ræða fyrir nemendur en námið undirbýr nemendur vel sem stefna að því að þreyta samkeppnispróf í heilbrigðisgreinum á háskólastigi. Ný námsbraut á Heilbrigðis­ vísindabraut

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.