Vesturbæjarblaðið - maí 2023, Blaðsíða 2
2 Vesturbæjarblaðið
Útgefandi: Borgarblöð ehf.
Eiðistorgi 13-15 • 172 Seltjarnarnes • Pósthólf 171
Rit stjóri: Þórður Ingimarsson • Sími: 893 5904
Netfang: thordingimars@gmail.com
Auglýsingasími: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298
Heimasíða: borgarblod.is
Net fang: borgarblod@simnet.is
Framkvæmda- og aug lýs inga stjóri: Krist ján Jó hanns son
Um brot: Valur Kristjánsson
Prentun: Landsprent ehf.
Dreif ing: Póstdreifing ehf.
5. tbl. 26. árgangur
Vesturbæjarblaðinu er dreift í hvert hús í póstnúmerum 107, 102 og 101.
Tímamót eru að verða í bráðlega 125 ára sögu Knattspyrnu
félags Reykjavíkur KR. Margt hefur drifið á daga félagsins þann
tíma. Sagan greinir frá bæði skini og skúrum. Gullaldartímabilum
sem öðrum þar sem árangri var síður fagnað.
Framkvæmdir hafa öðru hvort sett svip á félagið. Árið 1942
skipaði stjórn KR nefnd til að koma fram með tillögur að
framtíðarskipulagi á reitnum í Kaplaskjóli. Þann 7. febrúar 1953 var
glæsilegur íþróttasalur KR við Kaplaskjólsveg tekinn í notkun. Var
það bogamyndaða byggingin sem setti sterkan svip á svæðið um
árabil og stóð fram á tíunda tug síðustu aldar.
Árið 1965 var hafinn undirbúningur að byggingu nýs salar
í framhaldi af upphaflega íþróttahúsinu og húsið sem var
tekið í notkun 1971. Jafnhliða því húsi var lokið við allgóð búnings
herbergi sem tilheyrðu salnum.
Stærsta viðbótin við húsakost KR á svæðinu við Kapla skjólsveg
til þessa var bygging stóra íþróttahússins, sem daglega gengur
undir nafninu Asalur. Sú bygging var tekin í notkun árið 1999.
Var hún mikil lyftistöng fyrir starf félagsins. Með henni var hægt
að auka mikið við framboð á tímum í íþróttasölum þótt það hafi
hvergi dugað til.
Síðan hefur fátt gerst er varðar bætta aðstöðu þar til nú að efna á
til mestu framkvæmda í sögu félagsins. Síðar á þessu ári munu
hefjast stórfelldar framkvæmdir sem hafa verið í undirbúningi
í nokkur ár og beðið hefur verið með óþreyju. Tilkoma þeirra
mannvirkja sem eiga að rísa munu marka tímamót í sögu félagsins.
Með þeim verður fjölbreytt og öflugt íþrótta og tómstundalíf tryggt
til frambúðar.
Tímamót
MAÍ 2023
ALHLIÐA MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR
www.husavidgerdir.is/hafa-samband
info@husavidgerdir.is - Sími 565-7070
Finndu okkur á
Fegrun og lenging líftíma
steyptra mannvirkja er
okkar áhugamál. Við
höfum náð góðum árangri
í margs konar múr- og
steypuviðgerðum,
múrfiltun, steiningu og
múrklæðningum. Hafðu samband
Við skoðum og gerum tilboð!
Starfshópur á vegum innviða ráðherra telur að
áform Reykjavíkurborgar um íbúðabyggð í Skerja
firði hafi ekki það slæm áhrif á aðstæður fyrir flug að
uppbyggingar áformin verði stöðvuð.
Reykjavíkurborg hefur tekið ákvörðun um að hafist
verði handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með
undirbúning uppbyggingar í Nýja Skerjafirði. Reykja
víkurborg muni í samvinnu við Isavia yfirfara ákvæði
í deiliskipulagi sem lúta að því að takmarka áhrif
vinds við uppbyggingu og útfærslu byggðar og land
mótunar á svæðinu, í samræmi við ábendingar starf
shópsins. Deiliskipulagið sem samþykkt var 2021 gerir
ráð fyrir að í hinu nýja hverfi verði blönduð byggð
með um 690 íbúðum, sem er einungis fyrsti áfangi
fyrirhugaðrar uppbyggingar.
Deilur hafa verið á milli innviðaráðuneytisins og
Reykja víkurborgar um hina nýju Skerjafjarðarbyggð. Fyrir
um ári lét Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra þá
skoðun í ljósi að Reykjavíkurborg myndi ekki fá að hefja
uppbyggingu hverfisins fyrr en búið væri að finna starf
semi Reykjavíkurflugvallar nýjan stað. Starfshópur hefur
síðan kannað fyrirliggjandi gögn og að því loknu hefur
niðurstaðan orðið sú að hverfið mun rísa. Í lokaorðum
skýrslu starfshópsins kemur fram að það sé og verði
ákvörðunaratriði stjórnvalda, rekstraraðila og notenda
flugvallarins hvort og þá hvaða skerðing nothæfis sé
ásættanleg fyrir flugið á Reykjavíkurflugvelli.
Skerjafjarðarbyggð
mun rísa
Fyrsta skóflustungan að nýjum laufskála sem rísa
á í suðurgarði Grundar við Hringbraut var tekin 2
maí sl. Um er að ræða 100 fermetra kaffihús þar sem
heimilismenn og aðrir gestir geta komið og keypt sér
veitingar í notalegu umhverfi.
Hægt verður að opna kaffihúsið út á sólríkum dögum
og njóta veðurblíðu á útikaffihúsi. Þá verður einnig
útbúin leikaðstaða fyrir börn. Laufskálinn mun létta
yfirbragð þessa fallega og reisulega húss sem Grund
er og veita Vesturbæingum gleði en meiningin er
að íbúar í hverfinu geti einnig nýtt sér þjónustu
kaffihússins. Áformað er að taka kaffihúsið í notkun í
kringum næstu áramót.
Skóflustunguna tóku frá vinstri Guðrún B. Gísladóttir fyrrverandi forstjóri Grundar til 25 ára, Sigmundur I.
Júlíusson heimilismaður á Grund og Gísli Páll Pálsson stjórnarformaður Grundar.
Stungið fyrir laufskála
við Grund
Reykjavíkurflugvöllur. Byggingarland í Skerjafirði er til vinstri á myndinni.