Vesturbæjarblaðið - maí 2023, Blaðsíða 6

Vesturbæjarblaðið - maí 2023, Blaðsíða 6
6 Vesturbæjarblaðið MAÍ 2023 Anna Jóna Nýr veitingastaður hefur verið opnaður í miðborginni. Nánar tiltekið við Tryggvagötu 11. Hann heitir Anna Jóna og eigandi hans er Haraldur Þorleifsson, sem áður starfaði hjá Twitter og nú vinnur nú meðal annars að því að rampa upp borgina og víðar svo fatlaðir komist betur leiðar sinnar. Haraldur er sjálfur fatlaður og notar hjólastól. Nafnið Anna Jóna er sótt til mömmu Haraldar sem lést í bílslysi þegar hann var ellefu ára. Haraldur ólst upp á þessum slóðum nánar tiltekið við Norðrurstíg sem er nokkurn veginn beint á móti þar sem Anna Jóna er í dag. Haraldur sá þetta húsnæði auglýst til sölu um svipað leyti og hann flutti með fjölskyldu sína heim frá Bandaríkjunum. Við það vaknaði draumurinn um að opna eigin veitingastað og minnast með því móður sinnar. Nýi veitingastaðurinn Anna Jóna er afar hlýlegur. Innandyra ríkir andblær liðinna tíma. Stíllinn er fágaður og fölbleikt litavalið er sótt aftur til miðju síðustu aldar eða til tíma Önnu Jónu sem var búningahönnuður og myndlistarmaður. Nostrað hefur verið við hvert handtak og hugsað fyrir öllu. Hin smæstu atriði hafa vart farið fram hjá hönnuðum og öðrum sem að þessu verki komu. Útkoman er sérlega glæsileg. Nostrað hefur verið við hvert atriði og andblær liðinnar aldar einkennir Önnu Jónu. Þannig er áætlað að Stofnun Ólafs Ragnars komi til með að líta út. Teikning/ Hringborð Norðurslóða/ Rizma Feros. Um 20 til 30 þúsund fermetra bygging í Vatnsmýrinni Ráðast þarf í töluverðar endurbætur vegna myglu í Vesturbæjarskóla. Niðurstöður Verk fræði stofunnar Eflu þess efnis voru kynntar foreldrum barna í Vesturbæjarskóla fyrir nokkru. Raki mældist á nokkrum stöðum í byggingunni. Mestur var hann í heimilisfræðistofu og rýmum nærri henni. Einnig í og við búningsaðstöðu við íþróttasal og nokkrum öðrum af mörkuðum stöðum. Meðal þess sem lagt er til eru þrif og sótthreinsun, fjarlægja skemmt byggingarefni, stöðva leka og huga að loftskiptum. Stærsta einstaka verkefnið sem fyrir liggur er að skipta um þak á hluta skólans. Áætlað er að ráðast í þá framkvæmd næsta sumar og vinnu ætti að vera lokið í desember 2024. Fram kemur í bréfi sem foreldrar barna í Vesturbæjarskóla fengu sent að áhersla verði lögð á að halda skólastarfi innan skólans og raska því sem minnst á meðan unnið er að endurbótum. Vesturbæjarskóli. Fara þarf í endur- bætur vegna myglu Nýr glæsilegur veitinga staður við Tryggvagötu Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Katrínar Jakobs dóttur forsætisráðherra um stuðning við að setja á fót sjálfseignarstofnun Ólafs Ragnars Gríms- sonar um málefni norðurslóða í Reykjavík. Hring- borði Norðurslóða – Arctic Circle verða lagðar til 10 milljónir króna af sameiginlegu ráðstöfu- narfé ríkisstjórnar til að standa straum af frekari undirbúningi verkefnisins. Stofnuninni er ætlað að verða vettvangur fyrir alþjóðlega samvinnu um málefni norðurslóða, aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, sjálfbærni og aðra tengda þætti. Áætlað er að nýbyggingin vegna hennar í Vatns­ mýrinni verði 20 til 30 þúsund fermetrar. Um er að ræða framtíðarheimili Hringborðs norðurslóða og markmiðið er að tryggja Íslandi til langframa þá sterku stöðu sem það hefur áunnið sér sem þungamiðja í alþjóðlegri umræðu um norðurslóðir. Ekki er þó gert ráð fyrir skörun við hefðbundna ríkjasamvinnu eða lögbundið hlutverk Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og starfsemi Norðurslóðanets Íslands. Gert er ráð fyrir því að fjáröflun fyrir bygginguna verði á höndum Hringborðs norðurs­ lóða og stjórnar hinnar nýju stofnunar sem og bygging og rekstur húsnæðisins. Byggingin mun heita á ensku The Ólafur Ragnar Grímsson Centre, eða The Grímsson Centre. Miðað er við að fermetrinn kosti um 700 þúsund og alls muni því kosta 14 til 21 milljarð króna að reisa húsið í Vatnsmýri. Unnin verður þarfagreining fyrir nýbyggingu stofnunar­ innar ásamt kynningarefni fyrir alþjóðlega hönnunar­ samkeppni og fjárhagslega bakhjarla. Samþykkt hefur verið í skipulagsráði Reykjavíkurborgar að auglýsa deili­ skipulag fyrir byggingu hinnar nýju stofnunar. Stofnun Ólafs Ragnars Vesturbæjarskóli Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is Við eigum frábært úrval af flottum yfirhöfnum í stærðum 38-60

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.