Vesturbæjarblaðið - maj 2023, Qupperneq 2

Vesturbæjarblaðið - maj 2023, Qupperneq 2
2 Vesturbæjarblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Eiðistorgi 13-15 • 172 Seltjarnarnes • Pósthólf 171 Rit stjóri: Þórður Ingimarsson • Sími: 893 5904 Netfang: thordingimars@gmail.com Auglýsingasími: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298 Heimasíða: borgarblod.is Net fang: borgarblod@simnet.is Framkvæmda- og aug lýs inga stjóri: Krist ján Jó hanns son Um brot: Valur Kristjánsson Prentun: Landsprent ehf. Dreif ing: Póstdreifing ehf. 5. tbl. 26. árgangur Vesturbæjarblaðinu er dreift í hvert hús í póstnúmerum 107, 102 og 101. Tímamót eru að verða í bráðlega 125 ára sögu Knattspyrnu­ félags Reykjavíkur KR. Margt hefur drifið á daga félagsins þann tíma. Sagan greinir frá bæði skini og skúrum. Gullaldartímabilum sem öðrum þar sem árangri var síður fagnað. Framkvæmdir hafa öðru hvort sett svip á félagið. Árið 1942 skipaði stjórn KR nefnd til að koma fram með tillögur að framtíðarskipulagi á reitnum í Kaplaskjóli. Þann 7. febrúar 1953 var glæsilegur íþróttasalur KR við Kaplaskjólsveg tekinn í notkun. Var það bogamyndaða byggingin sem setti sterkan svip á svæðið um árabil og stóð fram á tíunda tug síðustu aldar. Árið 1965 var hafinn undirbúningur að byggingu nýs salar í framhaldi af upphaflega íþróttahúsinu og húsið sem var tekið í notkun 1971. Jafnhliða því húsi var lokið við allgóð búnings­ herbergi sem tilheyrðu salnum. Stærsta viðbótin við húsakost KR á svæðinu við Kapla skjólsveg til þessa var bygging stóra íþróttahússins, sem daglega gengur undir nafninu A­salur. Sú bygging var tekin í notkun árið 1999. Var hún mikil lyftistöng fyrir starf félagsins. Með henni var hægt að auka mikið við framboð á tímum í íþróttasölum þótt það hafi hvergi dugað til. Síðan hefur fátt gerst er varðar bætta aðstöðu þar til nú að efna á til mestu framkvæmda í sögu félagsins. Síðar á þessu ári munu hefjast stórfelldar framkvæmdir sem hafa verið í undirbúningi í nokkur ár og beðið hefur verið með óþreyju. Tilkoma þeirra mannvirkja sem eiga að rísa munu marka tímamót í sögu félagsins. Með þeim verður fjölbreytt og öflugt íþrótta­ og tómstundalíf tryggt til frambúðar. Tímamót MAÍ 2023 ALHLIÐA MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR www.husavidgerdir.is/hafa-samband info@husavidgerdir.is - Sími 565-7070 Finndu okkur á Fegrun og lenging líftíma steyptra mannvirkja er okkar áhugamál. Við höfum náð góðum árangri í margs konar múr- og steypuviðgerðum, múrfiltun, steiningu og múrklæðningum. Hafðu samband Við skoðum og gerum tilboð! Starfshópur á vegum innviða ráðherra telur að áform Reykjavíkurborgar um íbúðabyggð í Skerja­ firði hafi ekki það slæm áhrif á aðstæður fyrir flug að uppbyggingar áformin verði stöðvuð. Reykjavíkurborg hefur tekið ákvörðun um að hafist verði handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning uppbyggingar í Nýja Skerjafirði. Reykja­ víkurborg muni í samvinnu við Isavia yfirfara ákvæði í deiliskipulagi sem lúta að því að takmarka áhrif vinds við uppbyggingu og útfærslu byggðar og land­ mótunar á svæðinu, í samræmi við ábendingar starf­ shópsins. Deiliskipulagið sem samþykkt var 2021 gerir ráð fyrir að í hinu nýja hverfi verði blönduð byggð með um 690 íbúðum, sem er einungis fyrsti áfangi fyrirhugaðrar uppbyggingar. Deilur hafa verið á milli innviðaráðuneytisins og Reykja víkurborgar um hina nýju Skerjafjarðarbyggð. Fyrir um ári lét Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra þá skoðun í ljósi að Reykjavíkurborg myndi ekki fá að hefja uppbyggingu hverfisins fyrr en búið væri að finna starf­ semi Reykjavíkurflugvallar nýjan stað. Starfshópur hefur síðan kannað fyrirliggjandi gögn og að því loknu hefur niðurstaðan orðið sú að hverfið mun rísa. Í lokaorðum skýrslu starfshópsins kemur fram að það sé og verði ákvörðunaratriði stjórnvalda, rekstraraðila og notenda flugvallarins hvort og þá hvaða skerðing nothæfis sé ásættanleg fyrir flugið á Reykjavíkurflugvelli. Skerjafjarðarbyggð mun rísa Fyrsta skóflustungan að nýjum laufskála sem rísa á í suðurgarði Grundar við Hringbraut var tekin 2 maí sl. Um er að ræða 100 fermetra kaffihús þar sem heimilismenn og aðrir gestir geta komið og keypt sér veitingar í notalegu umhverfi. Hægt verður að opna kaffihúsið út á sólríkum dögum og njóta veðurblíðu á útikaffihúsi. Þá verður einnig útbúin leikaðstaða fyrir börn. Laufskálinn mun létta yfirbragð þessa fallega og reisulega húss sem Grund er og veita Vesturbæingum gleði en meiningin er að íbúar í hverfinu geti einnig nýtt sér þjónustu kaffihússins. Áformað er að taka kaffihúsið í notkun í kringum næstu áramót. Skóflustunguna tóku frá vinstri Guðrún B. Gísladóttir fyrrverandi forstjóri Grundar til 25 ára, Sigmundur I. Júlíusson heimilismaður á Grund og Gísli Páll Pálsson stjórnarformaður Grundar. Stungið fyrir laufskála við Grund Reykjavíkurflugvöllur. Byggingarland í Skerjafirði er til vinstri á myndinni.

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.