Vesturbæjarblaðið - jul. 2023, Síða 2

Vesturbæjarblaðið - jul. 2023, Síða 2
2 Vesturbæjarblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Eiðistorgi 13-15 • 172 Seltjarnarnes • Pósthólf 171 Rit stjóri: Þórður Ingimarsson • Sími: 893 5904 Netfang: thordingimars@gmail.com Auglýsingasími: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298 Heimasíða: borgarblod.is Net fang: borgarblod@simnet.is Framkvæmda- og aug lýs inga stjóri: Krist ján Jó hanns son Um brot: Borgarblöð ehf. Prentun: Landsprent ehf. Dreif ing: Póstdreifing ehf. 6. tbl. 26. árgangur Vesturbæjarblaðinu er dreift í hvert hús í póstnúmerum 107, 102 og 101. Eftir fimm ár gætu íbúar Reykjavíkur verið orðnir um 160 þúsund. Þetta sýnir að sú öra íbúafjölgun sem orði hefur á þessari öld er ekki lokið. Mannfjölguninni hafa fylgt ýmis verkefni. Einkum er snúa að byggðum og húsnæði fyrir nýja íbúa. Einnig uppbyggingu innviða á borð við leikskóla, dagheimili og grunnskóla. Hvar sem ör íbúafjölgun verður fylgir henni kostnaður. Skipu­ lagning byggingasvæða, bygging húsa til búsetu og til annarra nota kosta fjármuni. Þjónusta við nýja borgara útheimtir einnig fjár­ muni þótt þeir skili sér nokkuð til baka í opinberum gjöldum. Þetta hefur verið saga Reykjavíkur í hundrað ár. Fjölgun hefur komið í nokkrum köflum. Minnast má stríðsáranna og eftirstríðsáranna á fimmta áratug liðinnar aldar. Þá var notast við herbragga til búsetu og illa búnar kofabyggingar risu upp sem kostaði síðan átak að útrýma. Segja má að næsti stóri kippur hafi komið í byrjun þessarar aldar. Náttúruleg fjölgun verður. Fólk flytur í auknum mæli af öðrum landsvæðum og einnig frá öðrum löndum. Flest af þessu fólki leitar eftir atvinnu og lífsskilyrðum. Reykjavík býr ekki yfir óendanlegu landi. Því eru áleitnar spurn­ ingar um hversu hagstætt er að dreifa byggðinni. Fjöldi íbúa á ferkíló metra er aðeins brot af því sem er í borgum sem við berum okkur jafnan við. Áundanförnum árum hefur verið gert átak til að þétta byggð í Reykja vík. Mörgum hefur fallið það í geð en aðrir eru mótfalln­ ir slíkri þróun. Vilja enn teygja borgina út um allt – byggja hana eins og eyjur. Íviðtali hér í blaðinu ræðir Pétur Marteinsson framkvæmdastjóri Borgarbrags um borgarbyggingu og kosti og galla þéttingar og dreifing ar byggðar. Niðurstaða hans er ótvíræð. Byggja verður þéttari borg. Þéttari borg JÚNÍ 2023 ALHLIÐA MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR www.husavidgerdir.is/hafa-samband info@husavidgerdir.is - Sími 565-7070 Finndu okkur á Fegrun og lenging líftíma steyptra mannvirkja er okkar áhugamál. Við höfum náð góðum árangri í margs konar múr- og steypuviðgerðum, múrfiltun, steiningu og múrklæðningum. Hafðu samband Við skoðum og gerum tilboð! Talsverðrar deilur hafa risið um fyrirhugaða byggingu nýs íbúðahverfis í Skerjafirði. Andstæðing­ ar hinnar fyrirhuguðu bygginga koma einkum úr röðum heimafólks, núverandi íbúa í Skerjafirði. Tvo mál sem virðast nokkuð óskyld blandast í þessari umræðu. Annar vegar umræðan um Reykjavíkurf­ lugvöll og hvort eða að hvaða leyti hin nýja byggð muni takmarka eða skerða notagildi flugvallarins einkum vegna áhrifa á vindafar. Hins vegar áhyggjur heimafólks af þeim breytingum sem stærra hverfi mun hafa í för með sér. Þar er meðal annars bent á rask á byggingartíma og meiri umferð um byggðina og einkum til og frá henni. Að mati umferðarverkfræðings muni umferð um hverfið aukast stórlega. Þá hafa þau sjónarmið einnig fram að ný byggð skerði græn svæði og valdi spjöllum á náttúru. Að mati Dags B. Eggertssonar borgarstjóra var farið vel yfir þessa þætti við undirbúning fyrirhugaðra framkvæmda. Um frábært byggingarland sé að ræða og mjög góð staðsetning fyrir nýjar íbúðir. Dagur hefur bent á að umferðargreiningar sýni að þegar hverfið verði fullbyggt verði umferð svipuð og umferð um Birkimel sem sé gata í íbúðabyggð og umferð um hana ekki þung. Dagur lét hafa eftir sér í blaðaviðtali nýlega að ekki sé óalgengt og nánast regla að þegar nýtt skipulag sé kynnt komi fram áhyggjur hjá þeim sem næst búa og vilja gjarnan hafa hlutina óbreytta. Áhrif á eina lendingu af 45 þúsund Bent hefur verið á að aðstæður til flugs á Reykjavíkurflugvelli muni versna með tilkomu hinnar nýju byggðar. Í nýlegri skýrslu innviðaráðherra kemur meðal annars fram að fella þurfi niður flug í hverjum mánuði vegna breyttra aðstæðna. Talið er að Skerjafjarðarbyggðin geti haft áhrif á eina lendingu af 45.000 í mánuði á þann hátt að það þurfi að láta flugmenn vita af því að vindátt geti valdið hviðum sem eru miklu minni áhrif en margir höfðu óttast. Með hliðsjón af því hversu margar flugferðir eru felldar niður reglulega séu áhrifin af hinni nýju byggð óveruleg. Rannsóknir sýna aftur á móti að flugskýli sem byggð hafa verið á flugvallarsvæðin valda mestum neikvæðum áhrifum. Jafngildir ekki eignaupptöku Prýðifélagið Skjöldur hefur mótmælt nýrri byggð og sagt að hún jafngildi eignaupptöku þeirra sem búa nú þegar í Skerjafirði. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sagt þetta sjónarmið algjörlega fráleitt því betra verði að búa í Skerjafirði en áður þegar þar verði komin skólaþjónusta og verslun og eftirvænting sé til staðar um uppbyggingu hverfisins. Borgarstjóri kvaðst í viðtali hafa orðið var að mikið af fólki, bæði í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum sé að bíða eftir þessum spennandi búsetukosti. Þarna verði um eftirsótta bygg að ræða og að gamli Skerjafjörðurinn muni njóta góðs af því. Gert er ráð fyrir að á fimmta þúsund manns muni búa í Skerjafirði þegar allri uppbyggingu verður lokið. Deilur um Skerjafjörð Gömul mynd af Skerjafirði. Á henni sést skábraut Reykjavíkurflugvallar sem nú hefur verið aflögð. Með brotthvarfi hennar opnuðust möguleikar fyrir byggð sem nú er risin við Hlíðarenda og fyrirhugað er að reisa í Skerjafirði. - gert er ráð fyrir að á fimmta þúsund manns muni búa í Skerjafirði þegar allri uppbyggingu verður lokið

x

Vesturbæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.