Vesturbæjarblaðið - Jul 2023, Page 12
12 Vesturbæjarblaðið JÚNÍ 2023
Regnbogahlaup frístundaheimila Tjarnarinnar
var haldið miðvikudaginn 17. maí sem jafnframt
er alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð
hinsegin fólks. Frístundaheimili Tjarnarinnar eru
öll regnbogavottuð frístundaheimili en með þeirri
vottun höfum við lýst því yfir að við ætlum að hafa
starfsemina okkar hinseginvæna fyrir öll sem sækja
til okkar þjónustu og öll sem starfa hjá okkur. Er það
liður í því að gera það sem við getum til að koma í veg
fyrir beina og óbeina mismunun í garð hinsegin fólks.
Hlaupið fór fram á tveimur stöðum í ár en börnin í
Vesturbæ hittust á Ægissíðunni og börnin í Miðborg
og Hlíðum hittust á Klambratúninu. Með þessu
móti dreifðum við bæði ósvikinni gleði barnanna og
litagleðinni hressilega um borgarlandið þar sem sjá
mátti marglita litabólstra stíga upp til himins meðan
starfsfólkið okkar jós marglitu litadufti yfir börnin
sem hlupu í hlaupinu, en við erum einnig að dreifa
ákveðnum skilaboðum út í nærsamfélagið okkar
með þessu hlaupi. Það voru ansi mörg sælubrosin
sem sáust á þessum stórskemmtilega viðburði sem
þó hefur mjög svo alvarlegan undirtón, en víða eru
vísbendingar um að fordómar í garð hinsegin fólks séu
að aukast. Við fórum ekki varhluta af þeim fordómum
þar sem ekki voru öll jafn ánægð með þetta framtak
okkar og höfum við þurft að svara vægast sagt ósáttum
þjónustuþegum sem bera því fyrir sig að þau séu bara að
vernda börnin. Við hins vegar látum ekki deigan síga og
höldum ótrauð áfram á þessari braut, enda sanna þessar
undantekningar ekkert annað en hversu nauðsynlegt
það er fyrir okkur öll að gefast ekki upp og halda áfram
að vinna að jafnrétti, skilningi og umburðarlyndi fyrir
öll. Við munum því halda áfram að leggja okkar af
mörkum við að skapa samfélag þar sem er rými fyrir
allt litróf mannlegs fjölbreytileika með því að fagna
fjölbreytileikanum með krökkunum og fjölskyldum
þeirra og vonumst til að sjá sem flest fagna honum
með okkur á sama tíma að ári þegar við höldum næst
regnbogahlaup frístundaheimila Tjarnarinnar. Áfram
fjölbreytileikinn og við öll.
Regnbogahlaup
Tjarnarinnar
Ungir sem eldri tóku gleði sína við Ægisíðuna.
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Litagleði setti svip á hlaupið. Tónlistaratriði í Regnbogahlaupi.
Vesturbæjarskóli
Nýlega hittust skólastjórnendur og hópur barna úr Vestur
bæjarskóla, tvö úr hverjum árgangi, til að ræða um nám og kennslu
í skólanum. Vesturbæjarskóli er Réttindaskóli Unicef og því eitt af
markmiðum skólastarfsins að byggja upp lýðræðislegt skólaumhverfi.
Í þessari umræðu kom fram að börnunum finnst mikilvægt að
læra stærðfræði, íslensku, list- og verkgreinar og tungumál en einnig
samvinnu og góð samskipti. Áhugavert var að heyra upplifun þeirra
af tungumálakennslu og í þeirri umræðu komu meðal annars fram
vangaveltur um stöðu íslensku tungunnar. Börnunum finnst mikilvægt
að þau fái tækifæri á að hafa áhrif á sitt eigið nám og hvernig þeim finnst
best að læra og hafi val um leiðir til að sýna það sem þau hafa verið að
læra. Eitt barn lýsti því hvað það er gott þegar þau mega velja hvernig
þau skila verkefnum og það sé gott að hafa marga valkosti ,,það gerir
námið skemmtilegra og áhugaverðara". Börnin ræddu mikilvægi þess að
fá góðan vinnufrið í skólanum og að fá að velja meira með hverjum og
hvernig þau læra.
Að lokum komu upp vangaveltur um notkun barna á snjalltækjum og
finnst þeim að foreldrar verði að vera meira vakandi fyrir því hvað börnin
þeirra eru að gera í þeim tækjum og hversu lengi. Eins og einn sagði ,,börn
verða þreytt í hausnum á að horfa svona mikið á skjá".
Okkur þykir mjög mikilvægt að raddir barna í skólanum heyrist og að
hlustað sé á þau. Það var margt mjög áhugavert sem kom fram í þessari
umræðu sem stjórnendur skólans ætla að skoða nánar og sjá hvað hægt
er að gera betur.
Frá fundi skólastjórnenda og barna í Vesturbæjarskóla.
Skólastjórnendur
og nemendur ræða
skólastarf