Vesturbæjarblaðið - okt. 2023, Blaðsíða 5
álag vegna ferða þjónustunnar
og ég er fullur að dáunar yfir því
hvernig starfsfólki okkar tekst að
stýra þessari miklu um ferð sem er
um kirkjuna. Okkar ágætu iðnaðar
menn, sem eru í kirkjunni nánast
alla daga, skapa einnig álag og þeim
fylgir oft ónæði. En í Hallgrímskirkju
er hvorki amast við ferða fólki né
iðnaðarmönnum. Ferða þjónustan
stendur að meginhluta undir
endurbyggingu kirkjunnar. Án
hennar stæðum við mjög illa. Þegar
fyrstu viðgerðum lauk stóð kirkjan
uppi með um 550 milljón króna
skuld. Ríkið, Reykjavíkurborg og
Þjóð kirkjan hjálpuðu okkur að
greiða þessa skuld niður til 2018 en
síðan hefur sóknin verið að gera það
sjálf. Við eigum eftir að greiða um
130 milljónir af henni. Síðan höfum
við verið að verja um 100 til 150
milljónum á ári í ýmsar viðgerðir og
endurbætur, einkum múrviðgerðir.“
Einar Karl segir að mikið veðurálag
sé á kirkjubyggingunni á holtinu en
einnig ljóst að steypa og styrktarefni
sem notuð hafi verið hafi alls ekki
verið nægilega góð. „Byrjað var að
byggja kirkjuna upp úr stríði en
hún ekki endanlega tekin í notkun
fyrr en 1986 og þá var margt gert til
bráðabirgða á lokametrunum. Síðan
eru að verða fjórir áratugir og elstu
hlutar hennar að verða 80 ára. Því er
margt eðlilega komið á viðhaldsstig.“
Kirkjan tók bara völdin
Eitt af því sem þurft hefur
að endurnýja er ljósabúnaður
kirkjunnar sem Einar Karl segir að
hafi hrunið nær því á einu bretti.
Sú sé ástæða þess að farið var í að
endurnýja allan ljósabúnað bæði
hið innra og ytra. „Sá ljósabúnaður
sem Liska sá um er að fá verðlaun
út um allan heim. Hann gefur líka
möguleika á allskyns lýsingum.
Kirkjan geti þannig birst í ýmsum
litum hið ytra. En þetta er eins
og ég sagði þegar ég talaði um
fjallið. Að stundum kemur eldgos.
Jafnvel óforvarandis. Nauðsynlegt
viðhald á Hallgrímskirkju braust
fram með þeim hætti að líkja má
við náttúruhamfarir. Þótt vitað
væri að fara þyrfti að huga að
ýmsu um viðhald óraði held ég
engan fyrir hversu víðtækt það
yrði og snerti nánast alla þætti
kirkjubyggingarinnar. Kirkjan tók
bara af okkur völdin.“
Metnaður fyrir öflugu
kirkju- og tónlistarlífi
Einar Karl segir að þetta stóra
hús sé þannig að ef þurfi að gera
ei t thvað hlaupi kostnaður á
tugum milljóna. En þrátt fyrir allar
búraunirnar sé til staðar mikill
metnaður hjá sóknarnefnd til að
halda uppi öflugu kirkjustarfi með
úrvals kór og tónleikahaldi þar
sem Klaisorgelið er í fyrirrúmi. „Og
nú á pálmasunnudag, 24. mars
næstkomandi, er von á kórorgelinu
úr viðgerð og endurbyggingu
hjá Frobenius orgelsmiðjunni í
Kaupmannahöfn. Orgelið stækkar
úr tíu röddum í tuttugu og verður
með sérstakri barrokkrödd. Eitt
af því sem ferðaþjónustan skapar
eru möguleikar á að vera með
orgelsumur. Hér hafa verið allt
að 15 orgelkonsertar á sumri sem
standa alveg undir sér því ferðafólk
er uppistaðan í þeirri aðsókn.
Oft eru um 200 manns eða fleiri á
hverjum tónleikum. Svo erum
við með Kvöldkirkju til skiptis við
Dómkirkjuna nokkrum sinnum á
vetri. Þar er spiluð raftónlist og fluttar
hugleiðingar og fólk getur komið og
verið í kirkjunni. Legið útaf ef það
vill og notið stemningarinnar og
ljósaspils í rýminu og hvelfingunum.
Þetta er sífellt að verða vinsælla bæði
á meðal innlendra sem aðkominna.
Fólk getur komið alls staðar að og
kirkjudeild eða önnur afstaða til trúar
og veruleika skiptir ekki máli.“
Þarf að vinna nýtt
deiliskipulag
Umhverfi Hallgrímskirkju berst í
tal. Einar Karl bendir á að þetta sé
með alvinsælustu stöðum í borginni.
„Ég hef verið að ræða þetta meðal
annars við Einar Þorsteinsson,
formann borgarráðs og verðandi
borgstjóra, að undanförnu. Okkur
vantar sterkari sýn um hvernig
ganga eigi frá þessu umhverfi
til frambúðar. Þegar gengið var
frá lóðinni á sínum tíma var
mynduð falleg sporaskja sem þau
systkini Ögmundur og Ragnhildur
Skarphéðinsbörn hönnuðu. Innan
hennar er lóð Hallgrímskirkju.
Kirkjan afhenti borginni landið utan
sporöskju gegn frágangi lóðarinnar.
En aldrei var gengið almennilega
frá öllum hlutum. Ekki hefur verið
samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir
Skólavörðuholtið eftir að sporaskjan
var gerð. Ég held að full þörf sé á
að gera það út af ýmsum ástæðum.
Hallgrímstorg er enn skilgreint sem
torg og engin eiga bílastæði eiga að
vera þar nema líkbílarnir mega koma
að kirkjunni. Bílastæðasjóður er
stundum að rukka fólk vegna þess að
Hallgrímstorg er ekki skilgreint sem
bílastæði á gildandi deiliskipulagi.
Norðan kirkjunnar var hinsvegar
afmarkaður reitur fyrir 30 bílastæði
til afnota fyrir kirkjuna þegar um
athafnir væri að ræða. En þessi
reitur hefur aldrei verið notaður.
Hann virkar eins og heilagur reitur
og enginn þorir að fara inn á hann.
Fleiri mál þarf að laga og ég hef
nefnt það við nafna að gaman væri
ef „haghafar“ við Skólavörðuholt
kæmu saman að borðinu t i l
þess að móta nýja framtíðarsýn.“
Komið er hádegi. Fræðsluerindi
séra Jóns Ásgeirs Sigurvinssonar
um f lóttafólk á bibl íule gum
tímum er að hefjast í Norðursal
Hallgrímskirkju nýuppgerðum og
orgeltónar Steingríms eru þagnaðir.
Ferðafólk streymir út og inn og við
Einar Karl þökkum samveruna
þ e n n a n þ r i ð j u d a g s m o r g u n
á e i n u m þ e k k t a s t a s t a ð
borgarinnar og landsins. Fallegt
haustdægri tók við fyrir utan.
5Vesturbæjarblaðið OKTÓBER 2023
Sóknarnefndarformaðurinn ásamt hluta af starfsfólki Hallgrímskirkju, frá v. Sólbjörg Björnsdóttir,
Grétar Einarsson, Eiríkur Jóhannsson, Irma Sjöfn Óskarsdóttir, Einar Karl, Björn Steinar Sólbergsson og
Steinar Logi Helgason. Mynd: Þórður.
Ertu í hugleiðinugm um að minnka
eða stækka við þig?
Erum með kaupendur og seljendur
óskráðra eigna sem skoða skipti.
Hafðu samband og fáðu frítt
skuldbindingalaust verðmat.
• Góð þjónusta
• Fagljósmyndun
• Sanngjörn söluþóknun
Þínir menn í Vesturbænum
Ólafur
Finnbogason
lögg. fasteignasali
Sími: 822 2307
olafur@miklaborg.is
Gunnar
S. Jónsson
lögg. fasteignasali
Sími: 899 5856
gunnar@miklaborg.is