Vesturbæjarblaðið - okt. 2023, Blaðsíða 4

Vesturbæjarblaðið - okt. 2023, Blaðsíða 4
Hallgrímskirkja á Skólavörðuholti gnæfir yfir Reykjavík. Kirkjan er eitt helsta kennileiti borgarinnar en einnig miðstöð helgihalds og tónlistarflutnings. Kirkjan er eitt af því sem margir ferðamenn vilja sjá. Búnir að merkja hana inn á ferða- og skoðanaáætlun sína. Þegar staldrað var við í kirkjunni að morgni til á dögunum var stöðugur straumar ferðafólks inn og út um kirkjudyrnar. Þótt morgunn hins virka dags væri mátti sjá brúðarklætt par að taka sjálfsmyndir af sér með kirkjuna í baksýn. Hvort þau hugðu á giftingu og voru að æfa sig er ósögð saga. Ef til vill hafa þau aðeins viljað geyma minningar í fallegri brúðkaupsmynd með því er þeim fannst stórfenglegum bakgrunni. Við kirkjudyrnar hitti tíðindamaður Íslending í hópi ferðafólksins. Sá er Einar Karl Haraldsson, formaður sóknarnefndar Hallgrímskirkju. Ætlunin var að spjalla við hann um kirkjuna og þennan reit á Skólavörðuholti sem svo mikla athygli og áhuga vekur. Þegar inn er komið tóku ljúfir tónar Klaisorgelsins, höfuðorgels Hallgrímskirkju, á móti komumanni. Þar sat Steingrímur Þórhallsson, organisti Neskirkju og tónskáld, og lék á nótnaborðin. Hann var að undirbúa tónleika sem hann hélt í kirkjunni. Margir orgelleikarar innlendir sem erlendir horfa til þessa orgels þegar um tónleika eða tónlistarviðburði er að ræða, sem segir sína sögu um gæði þessa hljóðfæris. Við Einar Karl færðum okkur í hliðarherbergi til að láta tóna orgelsins ekki trufla okkur. Hann stingur upp á að hefja spjallið á því hvað Hallgrímskirkja sé. Hún sé svo margt. Þetta er eitthvað sem við verðum að sjá „Í fyrsta lagi má nefna að kirkjan er stórvirki Guðjóns Samúels­ sonar arkitekts. Hún er kennileiti Reykjavíkur ef ekki landsins alls. Þeir sem horfa upp eftir Skólavörðu­ stígnum í átt til kirkjunnar skynja mikilfengleika hennar og vísanir í náttúru landsins. Ef við lítum á lista yfir áhugasvið ferðafólks er Hallgrímskirkja ofarlega í hugum margra. Engin bygging á Norður ­ löndunum kemst jafn ofarlega á lista yfir fegurstu byggingar. Hún er talin ein af tíu bestu útsýnis byggingum í heimi og einn besti hugleiðslustaður í heiminum. Kirkjan skorar því hátt á ýmsum listum. Fréttir af atburðum sem verða á Íslandi í erlendum fjölmiðlum beina sjónum fólks einnig að Hallgrímskirkju. Þetta er landið þar sem þessi stórfenglega kirkja er. Þetta er eitthvað sem við verðum að sjá. En fyrir utan allt þetta þá hefur mikill metnaður alltaf einkennt helgi­ og tónlistarhald kirkjunnar svo og vilji til þess að rækja skyldur við arf Hallgríms Péturssonar. Á næsta ári verða 350 ár liðin frá andláti hans og verður þess minnst með margvíslegum hætti.“ Ný áhöfn í kirkjunni „Hér fer fram sígild lútersk messa á sunnu dögum með altarisgöngu. Hér hafa starfað prestar sem prédika af krafti og einnig góðir organistar, söngvarar og kórar. Þegar athafnir eru í kirkjunni segjum við ferðafólki að það sé velkomið að vera en hlé verði gert á rápi og góni. „No sightseeing“. Oftast er því tekið vel. Í safnaðarstarfinu erum við á tímamótum. Erum búin að fá nýtt fólk í áhöfnina og aðra sem tekið hafa að sér ný hlutverk. Irma Sjöfn Óskarsdóttir er tekin við sem sóknarprestur en starfaði hér áður sem prestur. Eiríkur Jóhannesson er komin hingað til prestsstarfa en hann var áður starfandi við Háteigskirkju og þar áður sóknarprestur og prófastur í Hruna. Björn Steinar S ó l b e r g s s o n , t ó n l i s t a r s t j ó r i kirkjunnar og konsertorganisti, leggur mikla áherslu á að eiga samstarf við innlent og erlent tónlistarfólk og kóra. Steinar Logi Helgason, organisti og kórstjóri, er að byggja upp kór Hallgrímskirkju sem á tveimur árum er kominn í fremstu röð. Grétar Einarsson, sem verið hefur yfirkirkjuvörður, er tekinn til starfa sem kirkjuhaldari og sér um allan daglegan rekstur. Sólin, félag Sólbjargar Björnsdóttir, hefur svo tekið að sér að annast um kynningarmál kirkjunnar í heild. Við erum líka svo heppin að ungt fólk hefur bæst í hóp reyndra kirkju varða eins og Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir. Gaman er að sjá hvað þetta unga fólk sinnir vanda sömu starfi sínu fallega og tekur þátt í starfsemi kirkjunnar m.a. kóra og barnastarfi.“ Sóknarkirkja. Miðborgar- og Reykjavíkurkirkja Einar Karl bendir á að ákveðinn hópur komi saman til messu og samveru í kirkjunni á miðvikudags­ morgnum. Í honum sé mestmegnis eldra fólk sem hafi stundað kirkju starfið lengi. Einnig megi nefna fjölsótta foreldramorgna og andakt og súpu sem er í hádeginu á fimmtu dögum. Og tónleikahald á laugar dögum fyrir utan aðra tónlistar starfsemi. „Hallgrímskirkja er bæði sóknarkirkja og einnig Miðborgar­ og Reykjavíkurkirkja. Erlendir gestir sækja gjarnan messur í Hallgrímskirkju. Talsvert er um að Færeyingar mæti í kirkjuna þegar þeir eru að koma hingað í allskonar erindum. Kirkjan vekur áhuga þeirra enda koma þeir frá landi þar sem mikið er um kirkjustarf. Einar Karl segir að prestarnir hefji hefðbundnar athafnir á stuttum inngangi á ensku því oftar en hitt séu erlendir gestir fjölmennir í kirkjunni. „Þau bjóða alla velkomna og taka sérstaklega fram að allir séu velkomnir í altarisgönguna sem er hluti hefðbundinnar messu gjörðar. Alls ekki sé sjálfgefið að erlendir aðilar, sem ekki þekkja til lútersks kirkjustarfs, viti að altarisganga er fyrir alla. Hún er það ekki í öllum kirkjudeildum eins og til að mynda hjá kaþólikkum.“ Séra Karl og Einar Karl Einar Karl rifjar upp að Vilborg Dagbjartsdóttir rithöfundur og kennari hafi einhverju sinni sagt að Hallgrímskirkja væri orðin að fjallinu hennar. Hún var sjálf alin upp í faðmi fjalla á Seyðisfirði og gekk síðan í fjóra áratugi úr Þingholtunum yfir í Austurbæjarskóla þar sem hún starfaði. „Eins má segja að Hallgrímskirkja hafi orðið fjallið okkar Steinunnar Jóhannesdóttur konu minnar. Hvort sem það var tilviljun eða handleiðsla þá byggðum við hús við Þórsgötuna með séra Karli Sigurbjörnssyni og Kristínu Guðjónsdóttur. Við fjögur þekktumst ekki nema af afspurn fyrir þetta. Við rifum þar gamalt hús og byggðum parhús. Þetta var á árunum 1982 og 1983. Við höfðum bæði verið að leita okkur að íbúðum með einu herbergi í viðbót því fjölskyldurnar voru að stækka. Skólabróðir okkar frá mismunandi tímum og stöðum, Atli Vagnsson, lögmaður og fasteignasali, vissi af þessu húsi og byggingarrétti sem væri til sölu. Hann benti okkur á að byggja þarna. Páll Gunnlaugsson og Valdimar Harðarson arkitektar sem voru að koma heim frá námi erlendis höfðu ætlað að byggja en hættu við. Þeir voru tilbúnir að selja okkur „Körlunum“ sem tókum síðan við þessu verkefni með fjölskyldum okkar. Þetta var á versta tíma þegar litið er til þess ástands sem var í þjóðfélaginu. Óðaverðbólga geisaði. Við höfðum þó grætt ef þannig má að orði komast á því að lán sem hvíldu á fyrri eignum okkar höfðu að miklu leyti þurrkast út í verðbólgunni. Við áttum íbúð sem við höfðum fest kaup á 1973 eftir Vestmannaeyjagosið. Þá var engin veðtrygging komin til og gátum lagt skuldlausar eða skuldlitlar eignir upp í nýjar framkvæmdir. Svo fórum við að byggja. Búið var að verðtryggja lán en laun voru áfram óvertryggð. Þarna myndaðist fljótt misræmi á milli tekna og gjalda sem erfitt var að brúa. Hafa varð allar klær úti til þess að bjarga sér en það gat líka verið skemmtilegt. Þetta efldi kynni okkar fjölskyldnanna og börnin í hverfinu töluðu um Séra Karl og Einar Karl. Þetta þótti líka merkilegt að ritstjóri Þjóðviljans og prestur í þjóðkirkjunni, sonur Sigurbjörns biskups, væru að byggja hús saman. Margt skemmtilegt gerðist í kringum þessa byggingu. Séra Karl var eins og köttur klifrandi upp um allt en ég, sem er mjög lofthræddur, hélt mig að mestu á jörðinni. Við bættum þó hvorn annan upp. Karl bjó þarna með fjölskyldu sinni í 15 ár þangað til að hann varð biskup.“ Vorum ekki í þjóðkirkjunni „Svo fluttum við til Stokkhólms í annað sinn, en þar vorum við á námsárunum, og vorum nú þar í fimm ár meðan ég vann hjá Norðurlandaráði,“ heldur Einar Karl áfram. „Næst elsta dóttir okkar var fimm ára og Steinunni fannst að við yrðum að láta skíra hana áður en við færum. Séra Karl skírði barnið. Það sama var upp á teningnum þegar við komum heim aftur með yngstu dóttur okkar sem fæddist í Svíþjóð. Karl mættur til þess að skíra á ný. Hann benti okkur þá á að við værum ekki í þjóðkirkjunni. Þá rifjaðist það upp fyrir okkur að á háskólaárunum höfðum við haft fyrir því að ganga úr Þjóðkirkjunni. Á þeim árum varð fólk mjög róttækt. Þetta var á tímum Vietnam stríðsins og okkur þótti kirkjan sein að snúast gegn því. Þegar við komum heim frá Svíþjóð um 1990 gerðum við bragarbót á þessu og gengum aftur í Þjóðkirkjuna.“ Í stöðugum byggingaframkvæmdum Okkur var mjög í mun þegar við komum á Þórsgötuna að hafa áhrif á nærumhverfið. Það gilti um götuna sem varð að fyrstu vistgötunni, Austurbæjarskóla sem gekk í endurnýjun lífdaga, og kirkjuna sem varð vettvangur sem skipti sköpum fyrir okkur bæði hjónin. Einar segir fjöllin geta verið aðlaðandi þegar maður vilji klífa þau og njóta þeirra en svo breytast þau í miklar óhemjur við hamfarir, skriðuföll, eldgos og ýmislegt annað. Hann heldur áfram tala um „fjallið“ á Skólavörðuholtinu sem stundum taki öll völd. Hann á við öll þau viðhaldsverkefni sem hafi orðið ljós á skömmum tíma. „Hér höfum við staðið í stöðugum bygginga­ og viðhaldsframkvæmdum. Þær hófust á að taka varð allan turninn í gegn því byrjað var að hrynja úr honum. Því varð ekki frestað. Við höfum svo verið að endurskipuleggja innviði turnsins. Ný lyfta hefur verið sett upp sem eykur afköstin enda ekki vanþörf á til að minnka raðirnar. Fjöldi verkefna er þó eftir í turninum, þar eru þrjár hæðir ónotaðar vegna skorts á brunavörnum, þar þarf að koma upp lyftu fyrir hreyfihamlaða svo þeir komist upp á útsýnishæð og þar hefur okkur ekki enn tekist að fjármagna kaup á listaverki eftir Ólaf Elíasson sem ætlunin er að koma fyrir í klukknaportinu.“ Að endurbyggja elsta hlutann „Þegar nauðsynlegum viðgerðum á turninum var lokið varð að fara í endurnýjun á þakinu og álmunum beggja vegna við kirkjuskipið og á suður hliðinni. Nú höfum við verið nánast að endurbyggja allan elsta hlutann af kirkjunni sem er kórinn og kúpullinn fyrir ofan hann og tengingin við sjálft kirkjuskipið. Þetta er gríðarlega mikil og kostnaðarsöm vinna vegna þess að steypan er svo léleg að hún heldur engu. Samhliða þessu höfum við tekið í gegn skrifstofur, gert kaffistofu fyrir starfsmenn og barist við myglu og leka.“ Ferðaþjónustan fjármagnar endurbæturnar Þ á v a k n a r s p u r n i n g u m hvaðan fjármagn komi til þessara fram kvæmda. Einar er skjótur til svars. „Ferðafólkið fjármagnar þær að miklu leyti. Það er okkar haldreipi. Vissu lega skapast ákveðið Vesturbæjarblaðið OKTÓBER 2023 Einar Karl Haraldsson. 4 Ferðaþjónustan stendur að megin hluta undir endurbyggingu kirkjunnar. Án hennar stæðum við mjög illa. Þegar fyrstu viðgerðum lauk stóð kirkjan uppi með um 550 milljón króna skuld. Ríkið, Reykjavíkurborg og Þjóðkirkjan hjálpuðu okkur að greiða þessa skuld niður til 2018 en síðan hefur sóknin verið að gera það sjálf. Við eigum eftir að greiða um 130 milljónir af henni. Síðan höfum við verið að verja um 100 til 150 milljónum á ári í ýmsar viðgerðir og endurbætur, einkum múrviðgerðir Fjallið á Skólavörðuholti - Einar Karl Haraldsson formaður sóknarnefnda Hallgrímskirkju ræðir um kirkjuna og fleira

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.