Vesturbæjarblaðið - okt. 2023, Blaðsíða 14

Vesturbæjarblaðið - okt. 2023, Blaðsíða 14
14 Vesturbæjarblaðið OKTÓBER 2023 Öll hús eiga skilið að fá gott viðhald, við eigum að virða eignina okkar og þau verðmæti sem felast í vel útlítandi og góðri fasteign. Gamalt hús á að geta þjónað eiganda sínum jafnvel og nýtt hús, ef rétt er að málum staðið. Fyrir nokkrum árum stýrði ég húsfundi þar sem hússtjórn fjölbýlishúss lagði fram tillögu um hófstilltar en nauðsynlegar endurbætur sem fólu í sér endurnýjun glugga og viðgerðir á ytra byrði hússins ásamt málun. Tillagan þótti ganga of langt og var felld af meirihluta eigenda, líklega vegna fjárhagsstöðu einstakra eigenda. Sami fundur ákvað að mála einungis húsið þrátt fyrir augljósar skemmdir. Eftir fundinn kom einn eigenda, sem reyndar hafði lagst gegn endurbótatillögunni, til mín og sagðist ekki geta opnað baðgluggann! Hann spurði hvað væri til ráða og svar mitt var einfalt. Eigendur verða að horfast í augu við staðreyndir, rekstur fasteignar felst ekki einungis í hita, raforku og ræstingum heldur líka viðhaldi eignarinnar. Hvers virði er reglubundið viðhald? Reglubundið viðhald skilar bæði verðmætari eign og auðseljanlegri, kostnaðargreiðslur eru fyrirséðar og á sama tíma er eignin í betra ástandi og öruggari. Samkvæmt rannsóknum kostar gott viðhald fasteignar um 1% af byggingarkostnaði húss á ári, sem jafngildir því að það kostar árlega að jafnaði 500 þúsund krónur að viðhalda meðalstórri fasteign, eða um 40 þúsund á mánuði. Þá er einungis litið til sameignar, þ.e. ytrabyrðis; þaks, veggja, glugga og útidyra, ásamt lögnum og sameiginlegrar lóðar. Við hjá Eignaumsjón erum að þjónusta um 800 hús- og rekstrarfélög með um 19.000 íbúðum/fasteignum og greining okkar leiðir í ljós að eigendur eru almennt ekki að leggja fyrir í langtímaviðhaldsjóð fasteigna sinna. Tölurnar sýna okkur að ekkert húsfélag er að safna í viðhaldssjóð sem nemur þessu 1% af byggingarkostnaði húss á ári. Algengt tillegg flestra er nær því að vera um 0,1-0,2%, eða á bilinu 5-10.000 krónur á mánuði. Algengast er að eigendur greiði viðhaldskostnað með skömmum fyrirvara, í aðdraganda framkvæmda og meðan á þeim stendur. Þær fjárhæðir geta numið allt að 5% af virði íbúðar þegar kemur að uppsafnaðri viðhaldsþörf. Hverju þarf að breyta? Mikil og þörf umræða er þessi misserin um húsnæðisþörf og málefni nýbygginga í landinu. Stjórnvöld eru krafin um úrræði og stefnu í þessum efnum en minna fer fyrir umræðu um viðhald húsa sem komin eru á viðhaldstíma. Það tjóir lítið að byggja nýtt ef eldra húsnæði ónýtist fyrir aldur fram. Í kjölfar bankahrunsins var endurgreiðsla virðisaukaskatts hækkuð í 100% af vinnulið, ásamt tímabundinni lækkun skattstofns sem nam 50% af viðhaldskostnaði undir slagorðinu „Allir vinna“. Víst er að aðgerðir miðuðu einnig að því að örva vinnumarkaðinn á þeim tíma. Endurgreiðslan var síðar lækkuð í 60% en hækkuð aftur í 100% í Covid faraldrinum. Í júlí í sumar var á ný dregið verulega úr þessum stuðningi, þegar virðisaukaskattsendurgreiðsla af vinnu var lækkuð í 35%. Þarna fer lítið fyrir hvatningu stjórnvalda varðandi viðhald eldra húsnæðis. Við hjá Eignaumsjón höfum lengi talað fyrir reglubundnu, fyrirbyggjandi viðhaldi fasteigna. Það er okkar sýn að húsfélög ættu að setja sér viðhaldsáætlun til nokkurra ára, byggða á ástandsmati viðkomandi fasteigna og tillögum um forgangsröðun verkefna eftir mikilvægi þeirra. Samhliða þarf að tryggja fjármögnun viðhaldsframkvæmda með skipulagðri söfnun í framkvæmdasjóð með tryggri og góðri ávöxtun með hagsmuni allra eigenda í fyrirrúmi. Aukinn stuðningur stjórnvalda Samhliða bættum lífsskilyrðum þjóðarinnar undanfarna áratugi er gott og öruggt íbúðarhúsnæði, gamalt eða nýtt, orðið lágmarkskrafa í samfélaginu. Ákall mitt til stjórnvalda og löggjafa er að horfa ekki einungis til nýbygginga þegar kemur að umræðu um húsnæðismál, heldur einnig að stuðla með ákveðnari hætti að góðu viðhaldi eldra húsnæðis með lagabótum og stjórnvaldsaðgerðum. Stuðlum að stöðugu og góðu viðhaldi eldra húsnæðis Viðhaldsþörf fjölbýlishúsa og undirbúningur viðhaldsverkefna var til umfjöllunar á vel heppnuðum haustfundi 18. okt. sl. með stjórnum húsfélaga sem eru í þjónustu hjá Eignaumsjón. Um 90 gestir mættu á fundinn og um 40 þátttakendur fylgdust með rafrænt á Teams. Ljósmynd: Eignaumsjón. Daníel Árnason, framkvæmda­ stjóri Eignaumsjónar. Ljósmynd: Þór Gíslason. Messa alla sunnudaga klukkan 11.00. Tíðasöngur með séra Sveini alla þri-, mið- og fimmtudaga klukkan 9.15 og kl. 17.00 á fimmtudögum. Bæna-og kyrrðastund kl. 12.00 alla þriðjudaga, létt máltíð og samfélag í safnaðarheimilinu eftir stundina. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar öll þriðjudagskvöld klukkan 20.00-20.30. Örpílagrímaganga með séra Elínborgu á miðvikudögum klukkan 18.00. Opna húsið í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a klukkan 13.00-14.30. Fræðsla, góðar veitingar og gott samfélag. 26. okt. Ástbjörn Egilsson les úr bók Jóhannesar heitins Bergsveinssonar geðlæknis. Þriðjudaginn 31. október Heimboð í Seltjarnarneskirkju á þriðjudegi. Hittumst þar klukkan 13.00. 9. nóv. Séra. Elínborg Sturludóttir. 16. nóv. Séra Skúli Ólafsson fjallar um Gerði Helgadóttur listakonu. 23. nóv. Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður. 30. nóv. Séra Sveinn Valgeirsson. Kvöldkirkjan kl. 20.00-22.00 9. nóvember 7. desember Sálmabandið með tónleika. 4. nóv. kl. 16.00-17.00 Sálmabandið mun leika á hljóðfæri sín í Dómkirkjunni. Þar munum við syngja saman sálma úr nýju sálmabókinni. Sálmabandið er skipað úrvals tónlistarfólki. Ása Briem, sem leikur á harmonikku, Jón Ívars og Sigmundur Sigurðarson sem leika á gítara, sr. Sveinn Valgeirsson leikur á kontrabassa og Telma Rós Sigfúsdóttir á víólu. Hlökkum til að sjá ykkur og eiga skemmtilega stund saman með söng og gleði. Verið velkomin í gott safnaðarstarf í Dómkirkjunni. Fylgist með á fésbókinni eða á domkirkjan.is Dagskrá í Dómkirkjunni Eyrartröð 16, 220 Hafnarrði sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Eyrartröð 16 220 Hafnarrði Opið kl. 11-16 virka daga FALLEGIR LEGSTEINAR Á góðu verði Verið velkomin Gert er ráð fyrir að rúmlega 900 íbúðir munu rísa við Hlíðarenda á næstu árum ef áform fjárfesta og skipulagsyfirvalda ná fram að ganga. Með því verða rúmlega 1.600 íbúðir í hinu nýja hverfi og íbúafjöldinn meiri en í Hveragerði. Uppbyggingin gæti skilað Knattspyrnufélaginu Val milljarða tekjum. Meðal annars hefur Valur óskað eftir leyfi til að fá að breyta hluta æfingasvæðis í lóð undir 245 íbúðir. Þá hefur félagið Hlíðarendi ses., sem er í tæplega 95% eigu Valsmanna hf., sótt um leyfi til að fjölga íbúðum á A-reit úr 67 í 175. Miðað við að lóðarverð sé 12 milljónir á íbúð gæti sala byggingarréttar á þessum tveimur reitum skilað yfir 5 milljörðum króna. Fasteignafélagið Bjarg hyggst reisa um 70 íbúðir á I-reit en hönnunin tekur mið af nýju skipulagi Vatnsmýrar. Gert er ráð fyrir að hægt verði að byggja við húsið, samkvæmt skipulagi randbyggðar, ef Reykjavíkurflugvöllur víkur sem óvissa ríkir um hvort eða hvenær það gerður. Fjárfestar hafa jafnframt sýnt lóðum við Nauthólsveg áhuga en þær eru gegnt Valssvæðinu. Þá hafa fjárfesta gert tilboði í fasteignir Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur. Miklar framkvæmdir fyrirhugaðar á Hlíðarenda Miklar framkvæmdir hafa verið á Valssvæðinu við Hlíðarenda og munu halda áfram.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.