Vesturbæjarblaðið - okt. 2023, Blaðsíða 12
12 Vesturbæjarblaðið OKTÓBER 2023
Myndarlegur hópur leiðir öflugt starf í Frosta.
Margt spennandi
á döfinni í Frosta
Frosti hóf starfsemi sína aftur eftir sumarfrí í lok
ágúst, og hefur starfið vægast sagt farið af stað með
krafti. Það var haldið 8. bekkjarkvöld sem nær allur
árgangurinn sótti, gæddi sér á pizzu og átti fjöruga
kvöldstund saman. Hópastarfið í Frosta byrjaði á
ný, gamlir hópar að hefjast á ný eins og larp klúbbur
Frosta sem er einn af elstu hópum starfsins. Fyrsta
ball skólaársins var haldið um miðjan september
og var mætingin á það ball ein sú besta í manna
minnum, en þemað þetta ár var “rave”.
Margt spennandi er á döfinni í Frosta nú styttist
óðfluga í félagsmiðstöðvadaginn sem er einn af
skemmtilegustu dögum ársins en á honum eru
ungmennin sem sækja starfið hvött til að mæta með
fjölskyldunni sinni og sýna þeim húsið og hvað er
hægt að gera á hefðbundni opnun í félagsmiðstöð. Í
lok október verður svo haldið hrekkjavökuball fyrir
10-12 ára, þar sem krakkar hverfisins mæta klædd sem
allskonar skrímsli og forynjur gæða sér á gúmmelaði
og dansa eins og enginn sé morgundagurinn. Það hefur
heldur betur verið stuð og stemning í Frostaskjólinu
síðustu vikur og þarf ekki að ræða við spámann til að
vita að það muni halda áfram næstu mánuði.
Markaðsdagur á
Eiðistorgi 4. nóvember
Næsti markaður verður á Eiðistorgi á Eiðistorgi fyrsta laugardag
í nóvember eða þann 4. Iris Gústafsdóttir frumkvöðull að
markaðsstarfinu segir að síðasti markaðsdagur hafi gengið mjög
vel. Þetta framtak hafi vakið verulega athygli og fjöldi fólks hafi
komið á torgið.
Iris kveðst vonast til að aftur verði hægt að blása til markaðsdags
í desember og hafa þá ákveðna jólastemningu Eiðistorginu. Skreyta
torgið og fá jólasveina í heimsókn svo nokkuð sé nefnt. Markaðsdagar
voru haldnir á Eiðistorgi fyrir nokkrum árum en lögðust svo af. Iris
ákvað að blása lífi í markaðsdagana að nýju á liðnu sumar og fékk
fólk til liðs við sig. Markaðsdagarnir hafa einnig mætt skilningi hjá
bæjaryfirvöldum á Seltjarnarnesi og nú standa vonir til að þeir geti
orðið að föstum lið í framtíðinni.
Frá markaðsdegi á Eiðistorgi. Iris Gústafsdóttir er til hægri á myndinni.
KLAPPARSTÍG 29