Vesturbæjarblaðið - okt. 2023, Blaðsíða 10
10 Vesturbæjarblaðið OKTÓBER 2023
Vont er að láta leiða sig,
leiða sig og neyða.
Verra að láta veiða sig,
veiða og meiða.
Vont er að vera háð, verst að lifa
af náð.
Gott að vera fleyg og fær
frjáls í hverju spori.
Sinnið verður sumarblær,
sálin full af vori.
Þannig orti Ólöf Sigurðardóttir
frá Hlöðum um aldamótin 1900.
Ólöf var íslensk ljósmóðir og
skáld. Hún lærði ljós móður fræði
hjá Jónassen lækni í Reykjavík
og fór síðan til fram haldsnáms í
Kaupmanna höfn. Eftir heim
komuna var hún um fimm ára
skeið ljósmóðir í Reykjavík. Hún
giftist Halldóri Guðmunds syni
trésmið og fluttu þau norður að
Hlöðum í Hörgárdal og við þann
bæ er Ólöf jafnan kennd. Þar bjó
hún yfir þrjátíu ár. Ljóð Ólafar eru
brennd marki erfiðs uppvaxtar
og þeirra viðja sem ónógt frelsi
bindur. Hún kynntist Þorsteini
Erlingssyni skáldi í Reykja vík sem
augljóslega hefur haft áhrif á hana.
Á Hlöðum átti hún gott samneyti
við Ólaf Davíðsson þjóðsagna
safnara frá Hofi í Hörgárdal sem
drukknaði í Hörgá í heimför frá
Ólöfu. Í ljóðum Ólafar kemur
fram sterk tilhneiging til að búa
við frelsi og vera öðrum óháð auk
undirtóna um ástarsöknuð. Ólöf
orti undir áhrifum frá raunsæisste
fnunni og bera ljóð hennar skýran
vott sjálfstæðrar hugsunar konu
sem engan lét kúga sig til hlýðni.
Nokkuð óvenjulegt á þeim tíma.
Ólöf Sigurðardóttir var með
fyrstu kvenréttindakonum hér á
landi. Hún hafði sótt sér menntun
og nýtti sér meðfædda rithæfileika
til þess að koma hugsunum
sínum á framfæri. Á sama tíma
og Ólöf sat við eldhúsgluggann á
Hlöðum og fékkst við ritstörf fór að
draga til tíðinda í Reykjavík. Bríet
Bjarnhéðinsdóttir frumkvöðull
í íslenskri kvennabaráttu flutti
fyrst íslenskra kvenna opinberan
fyrirlestur árið 1887. Þar fjallaði
hún um hagi og réttindi kvenna.
Í þessum fyrirlestri sagði hún
meðal annars. „En konurnar eru
frá fæðingunni ákvarðar til sinna
vissu starfa, sem kölluð hafa verið
kvennaverk, hvort sem þeim mundu
láta þau vel eða illa. Drengirnir
hafa átt að verða menn, sem gætu
orðið færir um að ryðja sér braut til
gæfu og gengis. En stúlkurnar verða
konur, sem hefðu sinn takmarkaða
verkahring í búri og eldhúsi.“ Hún
sagði störfum skilmerkilega skipt
milli kvenna og karla. Flestar
útivinnandi konur væru vinnu
konur, en aðrar stunduðu illa
launaða erfiðisvinnu. Um aldamótin
1900 voru ljósmæður einu konurnar
í opinberum störfum. Síðar komu
hjúkrunarfræðingar í hópinn og þar
næst kennarar. Í byrjun 20. aldar
áttu giftar konur ekki að stunda
launavinnu nema brýna nauðsyn
bæri til. Tekjur eiginmannsins áttu
að duga. Þessi viðhorf hindruðu
ekki einungis giftar konur. Þau
höfðu alvarleg áhrif á möguleika
ógiftra kvenna. Litið var á launaða
atvinnu fyrir konur sem tímabundið
ástand því takmarkið væri hjóna
bandið. Viðtökur við fyrir lestrinum
voru góðar og Matthías Jochumsson
hrósaði honum í langri grein í
Fjallkonunni skömmu síðar.
Kosningaréttur og náms
og starfaréttur
Upp úr aldamótunum 1900 fóru
konur að færa hefðbundin kvenna
störf út af heimilunum einkum
með því að bindast sam tökum
um mannúðar og góð gerðastörf.
Á hinn bóginn beittu þær sér fyrir
réttindum kvenna út á við. Einkum
baráttu fyrir kosningar rétti en
einnig rétti til náms og starfa. Þetta
voru meginatriðin í tilraunum
kvenna til að styrkja stöðu sína utan
heimilis og gegn hefðbundnum
hugsunarhætti og viðhorfum til
stöðu kvenna. Árangurinn lét þó á
sér standa.
Ein stúlka – 151 strákur
Á fyrri hluta 20. aldar voru
tæki færi flestum konum til náms
aðeins fjarlægur draumur. Konur
fengu rétt til að ganga undir próf í
Lærða skólanum, Prestaskólanum
og Læknaskólanum árið 1886.
Þær máttu ekki sitja í skólanum og
fengu hvorki rétt til námsstyrkja né
embætta. Skólasókn þeirra varð því
ekki mikil. Frá 1901 til 1910 lauk
aðeins ein stúlka stúdentsprófi frá
Lærða skólanum en 151 strákur. Á
sama tímabili útskrifaðist 31 stúlka
með kennarapróf frá Flensborgar
skóla en 57 piltar. Segja má að helsta
tækifæri kvenna til mennta hafi
verið að ná sér í kennarapróf sem
tryggði þeim starfsréttindi.
Erfið barátta fyrir
kosningarétti
Baráttan fyrir kosningarétti var
erfið. Hið íslenska kvenfélag, sem
var fyrsta kosningarréttarhreyfing
íslenskra kvenna var stofnað 1894.
Ári síðar sendi félagið Alþingi
áskorun um jafnrétti í öllum málum
með undirskriftum fjölmargra
kvenna. Konur fengu kosningarrétt
til sveitarstjórna mun fyrr en rétt
til að kjósa til Alþingis. Ekkjur og
aðrar ógiftar konur, sem stóðu fyrir
búi eða áttu með sig sjálfar fengu
kosningarrétt til sveitarstjórna
árið 1882 en kjörgengar urðu
þær ekki fyrr en 20 árum síðar.
Giftar konur fengu þennan rétt
aldarfjórðungi síðar.
Kvenréttindafélag og
verkakvennafélagið
Kvenréttindafélag Íslands stofnað
árið 1907. Markmið þess var að
konur fengju full stjórnmálaréttindi
á við karlmenn, kosningarrétt,
kjörgengi svo og rétt til embætta og
atvinnu með sömu skilyrðum og
karl menn. Bríet Bjarnhéðinsdóttir
var fyrsti formaður þess. Verka
kvennafélagið Framsókn var stofnað
í Reykjavík árið 1914 og beitti
Kvenréttindafélag Íslands sér fyrir
stofnun þess.
Konur ekki undirbúnar
fyrir skyldur
Samkvæmt stjórnar skrár frum
varpi, sem samþykkt var á Alþingi
1913 áttu konur og hjú 40 ára
og eldri að fá kosningarrétt við
stað festingu stjórnarskrárinnar.
Aldur stakmarkið átti síðan að lækka
Baráttan var löng og ströng
- saga kvennabaráttunnar nær yfir meira en heila öld og enn þarf að taka á
Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum
ljósmóðir og skáld.
Talið er yfir 25 þúsund konur hafi komið saman á kvennadeginum 24. október 1975.
Bríet Bjarnhéðinsdóttir
frumkvöðull í kvennabaráttu á
Íslandi.
Ingibjörg H. Bjarnason tók fyrst
kvenna sæti á Alþingi.
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir
verkakona kvenréttindafrömuður
og síðar Alþingismaður.
Ragnhildur Helga var
alþingismaður og ráðherra og
fyrsti kvenn forseti Alþingis.
hreinsum
fyrir þig
við
Ægisíðu 115 - Sími 552 4900
hradi@fatahreinsun.is
HRAÐI fatahreinsun
www.fatahreinsun.is
Alhliða fatahreinsun og þvottahús síðan 1966