Stuðlaberg - 01.01.2012, Blaðsíða 3
STUÐLABERG 1/2012 3
Rit það sem hér er hleypt af stokkunum
hefur fengið nafnið Stuðlaberg. Það er sett
saman og gefið út til að styðja við og styrkja
þá kveðskaparhefð sem hefur þróast og lifað
meðal Íslendinga í meira en 1100 ár. Stuðla-
berg er helgað þeirri hugsun að þessi kveð-
skaparhefð sé óaðskiljanlegur hluti af menn-
ingararfi sem okkur beri að varðveita, leggja
rækt við og sýna virðingu.
Saga bragarins á Íslandi er bæði löng og
skrautleg. Landnámsmenn fluttu með sér kveð-
skap sem var þeim mjög dýrmætur og var á
þeim tíma mikilvægur þáttur í munnlegri list
vítt um Norður-Evrópu. Það elsta af þessum
fornnorræna kveðskap, sem hægt er að kenna
ákveðnum höfundum og tímasetja, er frá því í
Noregi rétt fyrir landnám. Elstur nafngreindra
skálda er Bragi Boddason sem líklega var á
dögum á fyrri hluta 9. aldar.
Sitthvað bendir til þess að hér hafi hin
forna braglist fljótlega eignast einhvers konar
athvarf eða eigum við að segja heimili, lög-
heimili og varnarþing. Í byrjun 13. aldar er
skrifað hér stórmerkilegt rit um kveðskap,
Edda Snorra Sturlusonar; á 14. öld yrkir Ey-
steinn Ásgrímsson hrynhent hundrað erinda
kvæði sem verður fyrirmynd trúarskálda
um aldir, á 15. öld yrkir Loftur Guttormsson
háttalykla og skrifarar bæta þar inn frá eigin
brjósti næstu aldirnar. Á 16. öld skrifar Guð-
brandur Þorláksson harðorðan formála að
sálmabók þar sem hann hellir úr skálum reiði
sinnar yfir þá sem ekki virða „hljóðstafagrein
vors móðurmáls“ (lesist: það á að stuðla rétt);
á seinni hluta 17. aldar yrkir Hallgímur Pét-
ursson 50 Passíusálma, sem síðan eru hluti
af þjóðarvitund okkar og á 18. öld skrifar Jón
Ólafsson Svefneyingur merkilegt bragfræði-
rit og ávinnur sér fyrir það verðlaun Hins
danska vísindafélags. Á 19. öld sprettur fram
hópur sem kallast Fjölnismenn og þeir, ásamt
hópi annarra skálda, kynna fyrir íslenskum
ljóðaunnendum alls kyns erlenda bragar-
hætti, sonnettu, þríhendu, átthendu, saffískan
hátt, elegískan hátt og fleiri suðurevrópskar
perlur og þeir íslenskuðu þessa bragarhætti af
mikilli snilld meðal annars með því að beita
þar stuðlasetningu samkvæmt fornri nor-
rænni hefð. Þannig tókst þeim að endur-
nýja kveðskaparhefðina, sem var orðin sérís-
lensk þegar hér var komið sögu, með því að
flytja inn ný bragform en héldu samt höfuð-
skrauti hennar, ljóðstöfunum. Á sama tíma er
séra Helgi Sigurðsson á Melum að setja saman
gríðarmikið safnrit um bragfræði íslenskra
rímna sem út kom árið 1891 og er biblía þeirra
sem fást við rannsóknir á rímnahefðinni.
Ljóðstafahefðin er löngu týnd úr kveð-
skap annarra þjóða. Lengst mun hún hafa
lifað á Englandi, fram á 15. öld og Írlandi
fram um 1600. Nágrannaþjóðir okkar héldu
þó áfram að yrkja, og gera enn, og vissulega
er sá kveðskapur oft bæði snilldarvel gerður
og skemmtilegur, en stuðlasetningin er þar
ekki lengur til eins og við þekkjum hana.
Hér á Íslandi, á heimili hins forna bragar, lifir
hefðin hins vegar góðu lífi enn í dag. Árlega
kemur út fjöldi vísna- og kvæðabóka þar sem
stuðlað er samkvæmt gömlu reglunum og
hagyrðingamót eru vinsælar skemmtanir. Þar
mætast þeir sem kunna listina og beina spjót-
um sínum hver að öðrum og út í samfélagið.
Stuðlasetningin sem þessir hagyrðingar beita
af mikilli kúnst og nákvæmni er í öllum helstu
grundvallaratriðum sú sama og Bragi Bodda-
son notaði í dróttkveðum sínum á 9. öld. Þetta
Enn er verið að yrkja
Til lesenda