Stuðlaberg - 01.01.2012, Blaðsíða 24

Stuðlaberg - 01.01.2012, Blaðsíða 24
24 STUÐLABERG 1/2012 Húsum er riðið heilar nætur. Hornóttir djöflar aka sér. Meydómi týna manna dætur í myrkranna hít á landi hér. Fölnað er lauf og fegurð blóma. – Fyrr má nú vera bölvað stuð. – Jörðin er keyrð í jökuldróma. Ég segi pass og treysti á guð. Á vorin er allt með öðru sniði þá umfaðmar sólin himininn. Þá reisa menn hús af rekaviði. Þá ríður margur í fyrsta sinn því hestarnir skeiða víðan völl og valhoppa landsins tignu fjöll. Sauðirnir strjúka í allri ullu. Ilmandi blærinn heillar oss. Gemlingar fá þá gjarna drullu. Græða sig kýr og fitna hross. Steingeitur klifra í háum hömrum, hækkandi þrár sjást alls staðar. Próftakar dúsa á dimmum kömrum; – dáindis gott að svindla þar. Tunglið er hætt að taka hann Óla það taka nú fæstir eftir því. Sérlega lekkra sumarkjóla sætustu drósir klæðast í. Gorkúlur spretta á hesthúshaugum hurðir á fjósum gisna mjög. Illt er um skjól hjá öllum draugum. Alþingi semur fræðslulög. Náttúran gerir gull úr steini (Gott er að fara hinn breiða veg). Bjartfælnir púkar liggja í leyni lævísin er þeim náttúrleg. Andskotinn sáir illu sæði, sem ekki er nú held ég nema von. En fuglarnir syngja fögur kvæði fyrir Jóhannes Áskelsson. Á sumrin er unnið alla daga eins er um nætur lítil hvíld. Menn rembast þá við að róa og saga raka sig, heyja og veiða síld. Tittlingar líða í léttum vindi lóurnar syngja um himinhvel. En síldin er fugla síst að yndi – Sú er nú oft með klofið stél. Ljós þitt láttu skína, lyftu geði þínu. Lýstu á öllum leiðum, lífsins gildum veittu stuðning þinn og stattu sterkan vörð um ljósið. Leyfðu því að lýsa langt um daga alla. Vertu ljós sem lýsir, lýstu öðrum mönnum, finndu lífsins farveg, fylltu lífið gleði, Láttu hjartað leita lausna fyrir hrjáða. Endurgjöf þá gefur gæfan, ljósið bjarta. Ljós að ofan ljómi, lýsi vegferð þína, beri sanna birtu burtu reki skugga, skerpi von og vilja, verndi þig og blessi. Megi lífsins ljósið ljóma þér um jólin. 2011. Hreinn Halldórsson: Ljósið þitt

x

Stuðlaberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.