Stuðlaberg - 01.01.2012, Blaðsíða 21

Stuðlaberg - 01.01.2012, Blaðsíða 21
STUÐLABERG 1/2012 21 Gæsirnar flugu í gær Unga fólkið leikur sér með limruformið Nýstárleg tilraun var gerð í Háaleitisskóla, Álftamýri, nú í októbermánuði. Nemendur í 10. bekk ortu limrur í hópvinnu. Þetta fór þannig fram að eftir að kennari (undirritaður) hafði útskýrt helstu bragreglur limrunnar sett- ust nemendur við að búa til stakar braglínur. Skipt var í þrjá hópa; tveir þeirra bjuggu til langlínur, annar hópurinn lét ríma við orðið ær, hinn við orðið óla. Þriðji hópurinn bjó til skammlínur, tvær og tvær sem stuðluðu og þau máttu ráða ríminu aðeins ef línuparið rímaði saman. Við þetta undu nemendur sér það sem eftir lifði tímans og var ekki annað að sjá en þeim líkaði vel. Niðurstöðurnar voru frumlegar og fóru vítt, eins og við mátti búast. Hér má sjá dæmi um línurnar; fyrst lengri lín- urnar, sem ríma við ær og óla, og svo skamm- línur: Védís hún vakti í gær Helga hún situr og hlær Gunnar hann játaði í gær Þetta er kúgun, mín kær Bóndinn á bátnum hann rær Strákurinn stendur og hlær Gæsirnar flugu í gær Sigurður siðblindi slær Um nóttina færðist hún nær Mayra er stórkostleg mær Telma´ er með fallegar tær Grasið það vex hér og grær Kerlingin karlinn sinn þvær Kötturinn er mér svo kær Sjóarinn Sigurður hlær Í bekknum er fíflið hún Fjóla Hann er víst alltaf að hjóla Hana langar ei lengur í skóla Njáll selur alls konar njóla Kjartan á kött sem vill hjóla Jóhanna hlakkar til jóla Á Bjarnfríði óx tröllsleg bóla Nú er ég að tala um Óla Hún grætur og vill bara góla Hún fer út að kaupa sér kjóla Hann býður henni´ upp á kóla Bærinn hans brennur og blóðið hans rennur Tónlist er góð hún gerir oss fróð Ef ég nenni´ ekki að vaka þá verð ég að slaka Hann var ekki´ að saka hann var úti´ að aka Nemendur Háaleitisskóla Álftamýri. Hluti af limruskáldunum. El le rt B or ga r Þ or va ld ss on

x

Stuðlaberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.