Stuðlaberg - 01.01.2012, Blaðsíða 5

Stuðlaberg - 01.01.2012, Blaðsíða 5
STUÐLABERG 1/2012 5 Kveðskaparhefðin er hluti af vitund og lífs- reynslu þjóðarinnar. Okkur langaði til að finna fyrir vísnahefðinni og tilvist hennar og deila þeirri reynslu með lesendum. Haft var sam- band við hagyrðingasamfélagið og falast eftir vísum um eitt af því sem nú er efst á baugi, stjórnarskrármálið og kosningu um tillögur stjórnlagaráðs. Boð voru send út að kvöldi dags seint í október gegnum netið til hag- yrðinganna og þeir beðnir að yrkja um efnið. Frestur var gefinn til hádegis daginn eftir. Kristján Runólfsson vill hafa stjórnar- skrána í bundnu máli: Vel sé grunduð, galla frí, gefi pund til handa, stuðlum bundin, stökum í, styðji mund og anda. Davíð Hjálmar Haraldsson veltir fyrir sér hvort hún hallist til hægri eða vinstri: Stjórnarskrá brátt kynna kauðar, kátleg verður bókin sú; hægri síður eflaust auðar, allar hinar fagurrauðar eins og séu út úr kú. Hreinn Guðvarðarson yrkir um framtíðar- sýn sem er bundin við háleit og göfug markmið: Stefnum að, í stjórnarskrá sé stétta sáttin fundin og viska þjóðar, von og þrá vel í orðum bundin. Ágúst Marinósson er bjartsýnn: Nálgast óðum skulda skil skal nú lokast gjáin. Fyrir vorið verður til vönduð stjórnarskráin. Það er Ármann Þorgrímsson ekki. Hann telur óvíst að þetta mál sé í höfn: Gegn henni mun geisa fár glöggt ég þykist mega sjá að bíða verðum einhver ár eftir nýrri stjórnarskrá. Helgi Zimsen yrkir tvær vísur samrímaðar þar sem hann lýsir skoðun sinni á kosning- unni og vinnunni sem á eftir fer: Þjóðin hálf vill seðil sjá, sína skoðun ríta. Sjö af tíu sögðu „já svona drög má nýta“. Núna þegar þetta er frá þurfa í mál að líta sérfræðingar sem að þá sjálfsagt margt í hnýta. Sigmundur Benediktsson er þungur á brún yfir ástandi þjóðmála: Þjóðin í heimskingjafor sinni ferst, feigðaróss nálgast hún strandið. Svikráðabandið þar sýnu er verst, selja vill frelsið og landið. Við endum á limru eftir Hermann Jóhann- esson. Hann gefur henni nafnið Heimasætan. Ég er tvílráð og tjái mig ei. Það taka víst ýmsir sem nei. Og einhverjir sjá líka í þessu já. Það er sárt fyrir siðprúða mey. Þessar vísur urðu til á einu kvöldi og morgunstund. Hagyrðingarnir fá bestu þakkir fyrir skjót viðbrögð og vandaða vinnu. Brag- hefðin er sem sagt alveg bráðlifandi. RIA. Hægri síður eflaust auðar Hagyrðingar láta sig stjórnarskrána varða

x

Stuðlaberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.