Stuðlaberg - 01.01.2012, Qupperneq 6
6 STUÐLABERG 1/2012
Kristín Jónsdóttir, skáldkona á Hlíð, sem
varð landsþekkt fyrir ljóðabókina Bréf til
næturinnar, hefur samt lítið verið gefin fyrir
athygli fjölmiðla. Hún sagði okkur þó undan
og ofan af ljóðagerð sinni.
Hvenær byrjaðir þú að yrkja?
Ég byrjaði að yrkja á unglingsaldri en
ekkert af þeim kveðskap hef ég varðveitt. Ég
held að það hafi allt verið fremur ómerkilegt.
Ég man eftir órímuðu ljóði sem studdist við
raunverulegan atburð og hét Tvö í túni:
Það var haustdagur, sól
og háin á túninu græn.
Hlíðarnar rauðar
og áin sem streymdi svo hljóð
fram úr mynni dalsins
vissi að haustið fór að.
Það var kul af norðri
og kindur í Öxlinni
- Kannski vissuð þið líka
haustið var komið
þar sem þið stóðuð tvö
og höfðuð heilsast með kossi.
Hvað kom til að þú ákvaðst að snúa þér að
hefðbundna forminu?
Hefðbundið ljóðform hefur alltaf verið
mér eiginlegra en auðvitað kunni ég lengi
vel ekkert með það að fara. Hafi mér tekist
sæmilega í ljóðum mínum er það að þakka
góðum ráðum og ábendingum og einhverri
tilfinningu sem kannski má kalla „ljóðeyra“,
samanber tóneyra. Ég „kann“ ekki bragfræði
né allar þær flóknu reglur sem liggja að baki
hinu hefðbundna formi. Hins vegar særir það
mig ef mér finnst því misboðið. Þá er miklu
betra að yrkja órímuð ljóð.
Hvað var bókin þín lengi í smíðum?
Í ljóðabókinni „Bréf til næturinnar“ eru
ljóð frá árinu 1988 til 2008. Þessi ljóð voru fyrst
og fremst ort fyrir sjálfa mig, sprottin af að-
stæðum og innri þörf sem fékk útrás í ljóðum.
Aldrei öll þessi ár hugsaði ég um að ég væri
að yrkja í ljóðabók. Ég var bara að tjá það sem
mér bjó í brjósti óháð því hvort það kæmi
nokkurn tíma út.
Eins og fram kemur hér á eftir gekk illa að fá
bókina gefna út. Fékkstu á einhverjum tíma ein-
hvers konar höfnunartilfinningu?
Þú spyrð hvort ég hafi fundið fyrir höfn-
unartilfinningu þegar nokkur útgáfufyrirtæki
höfðu hafnað handriti ljóðabókarinnar. Ég
fann aldrei fyrir því. Aðeins þeir sem manni
þykir vænt um geta sært mann og ég hafði
engar væntingar til þessara útgefenda. Þeir
voru bara að hugsa um hvað borgaði sig og
seldist og hvernig áttu þeir á uppgangstímum
að láta sér detta í hug að nokkur vildi lesa
hefðbundin ljóð um forboðna ást og sveitalíf
eftir ómenntaða konu austur á landi? Ég get
varla láð þeim.
Hvað viltu segja um viðbrögð við bókinni,
annars vegar í nágrenni þínu og hins vegar í
öðrum landshlutum, í fjölmiðlum og víðar?
Ég hef aldrei verið mjög uppnæm fyrir
áliti annarra en viðbrögðin voru yfirleitt góð.
Ég er samt hvorki betri né verri manneskja þó
ég hafi ort þessi ljóð og líf mitt er nákvæm-
lega jafnmerkilegt eða ómerkilegt. Stundum
segir fólk líka bara það sem það heldur að
maður vilji heyra. Viðbrögð fjölmiðla komu
mér á óvart. Áhugi þeirra og afar lofsamlegur
Ástin er bak við allt
Rætt við Kristínu á Hlíð