Stuðlaberg - 01.01.2012, Side 10
10 STUÐLABERG 1/2012
Undanfarin ár hef ég alloft átt sæti í dóm-
nefndum þegar Stóra upplestrarkeppnin fer
fram í grunnskólunum. Hef ég þá veitt því
athygli, mér til nokkurrar furðu, að þegar
nemendur velja sjálfir ljóð til að lesa kjósa
þeir langoftast hefðbundin ljóð sem þó eru
yfirleitt erfiðari til flutnings en hin óbundnu.
Þær uppákomur sem ég tek þátt í ár hvert
eru þó aðeins brot af því sem þarna fer fram.
Keppnin nær yfir heilan árgang hverju sinni.
En þegar fyrir mér varð rannsókn á ljóðavali
grunnskólanema í þessari miklu keppni kom í
ljós að svipað val mátti sjá víðar en þar sem ég
sat í nefndum. Þessum niðurstöðum ákvað ég
því að deila með lesendum Stuðlabergs.
Stóra upplestrarkeppnin er áhugaverður
viðburður í skólalífinu ár hvert.1 Hún var fyrst
haldin árið 1996 og felst í því að nemendur 7.
bekkjar keppa í upplestri. Fyrst er keppt innan
bekkjarins og tveir sem skara fram úr eru sendir
áfram til að keppa á skólahátíðinni. Þar eru svo
valdir tveir til að keppa á lokahátíð meðal nær-
liggjandi skóla. Að endingu standa eftir tíu nem-
endur sem keppa í úrslitum við lok keppninnar.
Stóra upplestrarkeppnin nýtur virðingar og
vinsælda og hefur fest sig í sessi sem slík. Þeir
sem gerst vita telja að gegnum árin hafi þessi
uppákoma orðið til þess að stórbæta framsögn
og lestur meðal grunnskólanemenda.
Þeir textar sem nemendur lesa á lokahá-
tíðum eru þrenns konar:
a) Keppendur velja eitt ljóð af sex til átta
ljóðum sem undirbúningsnefnd hefur
lagt til. Þetta eru ýmist bundin eða
óbundin ljóð.
b) Hluti úr skáldsögu sem undirbúnings-
nefnd hefur valið.
c) Ljóð sem keppendur velja sjálfir.
Það var árið 2005, þegar Stóra upplestrar-
keppnin var tíu ára gömul, sem Ingibjörg B.
Frímannsdóttir, lektor við Menntavísindasvið
Háskóla Íslands, ákvað að gera könnun á því
hvaða ljóð nemendur 7. bekkjar veldu sjálfir
til að lesa í lokaumferðinni og hvað stæði að
baki því vali. Lagðar voru spurningar fyrir þá
sem sigruðu í hverri bekkjardeild og bárust
alls 155 svör frá 61 dreng og 94 stúlkum. Hér
á eftir verður rýnt í hluta af niðurstöðunum.
Kannað var hverjir veldu ljóðið. Voru það
nemendur sjálfir eða áttu foreldrar eða kenn-
arar þátt í valinu? Niðurstaðan var afgerandi.
Alls svöruðu 138 þessum lið (ath. að víða
vantaði upp á að allir svöruðu öllum þáttun-
um og því eru tölurnar svolítið misvísandi) og
var svarið í 121 tilviki á þá lund að nemendur
hefðu valið ljóðið sjálfir, 9 höfðu valið það
sjálfir í samráði við aðra, 6 sögðu að kennar-
inn hefði valið það og 13 nefndu foreldra. Það
er því ljóst að nemendur eiga í langflestum
tilvikum sjálfir frumkvæðið að því hvaða ljóð
verður fyrir valinu.
Þá var kannað hvaða skáld nemendur
völdu oftast fyrir þessa síðustu umferð. Þau
skáld sem oftast komu fyrir, þegar lagt var
saman úr bekkjarkeppninni, skólahátíðinni
og lokahátíðinni, voru þessi:
Davíð Stefánsson 25 sinnum
Þórarinn Eldjárn 25 sinnum
Tómas Guðmundsson 24 sinnum
Jónas Hallgrímsson 17 sinnum
Jóhannes úr Kötlum 16 sinnum
Kristján frá Djúpalæk 13 sinnum
Steinn Steinarr 10 sinnum
Öll þessi skáld eiga það sameiginlegt, sem
Hvað velur unga fólkið?
Könnun í tengslum við Stóru upplestrarkeppnina