Stuðlaberg - 01.01.2012, Qupperneq 12
12 STUÐLABERG 1/2012
Lán í óláni
Bókaútgáfan Hólar hefur sent frá sér
vísnabókina Lán í óláni eftir Hjámar Frey-
steinsson, heimilislækni á Akureyri. Bókin
er 77 blaðsíður að stærð, oftast tvær vísur á
hverri síðu ásamt skýringartexta sem fylgir
vísunum. Hjálmari bregst ekki bogalistin
frekar en venjulega. Vísurnar eru hver ann-
arri betri. Sá sem hér skrifar fagnar auk þess
skýringartextunum. Lausavísur verða að fá
að hafa sitt tilefni. Þær eru ortar í tengslum
við ákveðna atburði eða eru einhvers konar
túlkanir á hugrenningum höfundarins og
verða fyllri og markvissari ef þeim fylgir ör-
lítil frásögn. Lausavísur hafa enda gegnum
tíðina gengið manna á milli með skýringum
og tilvalið er að halda þeim sið á prentinu
ekki síður en í munnlegum flutningi.
Hjálmar er þekktur hagyrðingur. Áður
hefur komið út limrukver eftir hann (Heitar
lummur, Hólar 2008) og vísur hans hafa víða
birst á prenti. Til að sýna lesendum dæmi um
kveðskap Hjálmars vel ég ljóð sem kallast
Lítið kvæði frá aðventu 2008. Það er að finna aft-
ast í bókinni, í svokölluðum Öðrum ábæti, eins
konar viðauka við meginefnið. Hér er reyndar
enginn skýringartexti eins og víðast er þó að
finna annars staðar í bókinni. En þessar vísur
skýra sig sjálfar.
Vísurnar hljóða þannig:
Hér kemur jólasveinasaga,
sorglega hana kalla má.
Axarsköft gerðu alla daga
enda var græðgin að pína þá.
Nýgerða skó og nesti fengu,
nýta vildu sér góðan byr.
Hugðust búa til auð úr engu
útrásarjólasveinarnir.
Montsögum þeirra margur trúði,
mikið reyndist þó lánið valt.
Nú ætla Grýla og Leppalúði
að láta rannsaka þetta allt.
Vísnagátur Páls Jónassonar
Vísnagátur hafa löngum verið vinsælar
á Íslandi. Elstu dæmi um slíkar þrautir mun
vera að finna í Hervarar sögu og Heiðreks
(Fornaldarsögur Norðurlanda II 1950:36-51)
Lífleg útgáfustarfsemi
Umsagnir um vísnabækur útgefnar á árinu
JR