Stuðlaberg - 01.01.2012, Qupperneq 13
STUÐLABERG 1/2012 13
þar sem segir frá því er Óðinn tók á sig dular-
gervi og gekk fyrir Heiðrek konung. Tók hann
sér nafnið Gestumblindi og lagði fyrir konung
gátur í bundnu máli. Alla tíð síðan hafa hag-
yrðingar spreytt sig á að fela orð eða hug-
myndir í bundnu máli.
Vísnagátur geta verið með ýmsu móti. Al-
gengt er að gáta sé með þeim hætti að henni
sé svarað með einu orði og hver braglína hafi
þá að geyma mismunandi merkingu orðsins.
Þannig eru vísnagátur í samnefndri bók Páls
Jónassonar sem Bókaútgáfan Hólar hefur
sent frá sér. Bókin er 59 blaðsíður að stærð
og vísnagáturnar eru 120. Við hverri þeirra er
eitt svar, eitt orð sem skýrir merkingu hverrar
braglínu. Til að setja saman þessa gerð af
vísum þarf góða bragkunnáttu og auk þess
þekkingu á íslensku máli, á atvinnusögu og
lífsstíl þjóðarinnar fyrr og nú og mörgu öðru
sem þarna ber á góma. Sem dæmi skoðum við
gátu nr. 100:
Hún er kvilli höfði á,
huglaus talinn maður sá,
húsdýr vítt um heiminn er,
og heitið stjörnumerki ber.
Páll Jónasson hefur áður sent frá sér bók-
ina Hananú – 150 fuglalimrur (Hólar 2007).
Hringhendur Sigmundar Ben.
Þegar vísan verður til ... 333 hringhendur og
dýrt kveðnar vísur nefnist bók sem Sigmundur
Benediktsson hefur sent frá sér. Útgefandi er
höfundurinn sjálfur. Bókin er 143 síður. Sem
dæmi um kveðskap Sigmundar skoðum við
vísu sem er ekki bara hringhend heldur átt-
stikluð eða áttþættingur:
Sólin gljáir suðri hjá
sumarháa gullinbrá,
geislum lágum lýsir þá
landið smáa norðurfrá.
Og hér má líta afar vel kveðin sléttubönd:
Ómar vakan söngva senn
sáttir kvaka vinir.
Hljómar stakan unga enn
undir taka hinir.
Aftan á bókarkápu er umsögn Sigurðar
Sigurðarsonar, dýralæknis, um kveðskap Sig-
mundar. Þar segir meðal annars: „Sigmundur
leikur sér að því að yrkja undir dýrum háttum.
Það getur ekki hver sem er. Yrkisefni hans eru
margs konar. Oftast yrkir hann um náttúruna,
gróður jarðar, sólina, veðrið, landið, fólkið og
stökuna. ... Að jafnaði er hlýr strengur í ljóð-
um Sigmundar, sjaldan kerskni eða kuldi. Það
er fengur að þessari bók og unun að lesa hana
fyrir alla þá sem unna góðum kveðskap.“
JR