Stuðlaberg - 01.01.2012, Page 15

Stuðlaberg - 01.01.2012, Page 15
STUÐLABERG 1/2012 15 Limrubókin „Limrubókin – snjöllustu, fyndnustu og furðulegustu limrurnar“ er komin út hjá Al- menna bókafélaginu. Þar hefur Pétur Blöndal blaðamaður tekið saman úrvalslimrur Ís- landssögunnar af hinum fjölbreytilegasta toga, svo sem gamanmálum, tvíræðni, pólitík og ljóðrænum stemmningum. Í bókinni eru um 300 limrur eftir hátt í hundrað höfunda, þar á meðal ráðherra, presta, lækni, sakaskrár- ritara, auglýsingagerðarmann, veðurfræðing, baðvörð og forseta lýðveldisins. Sumar limr- urnar leika á hvers manns vörum, aðrar eru á fárra vitorði og enn aðrar frumbirtar í bókinni. Margir þekkja limruna sem til varð er Friðrik Steingrímsson var spurður hvort komin væri sátt í Mývatnssveit: Ég fréttirnar fátækar nefni þig fýsir að vita hvert stefni; það er ekki sátt þó segi menn fátt, heldur skortur á ágreiningsefni. Í upphafi bókarinnar er ágrip af uppruna limrunnar og rakið hvenær hún skaut rótum hér á landi. Þá er lýst sérkennum hennar, eðli og óeðli, og tæpt á ýmsu því sem fróðir menn hafa ritað um limruna hér á landi. Ennfremur setja myndskreytingar listmálarans Valtýs Péturssonar skemmtilegan svip á bókina en þær birtust á sínum tíma með Vísnaleik í Morgunblaðinu. Pétur Blöndal hefur skrifað vísnaþætti í Morgunblaðið frá því haustið 1995. Þá hefur hann fjallað um kveðskap á ýmsum vettvangi, svo sem í bókum, blaðagreinum og á manna- mótum. Í inngangi vitnar Pétur meðal annars í óbirt blöð skáldsins Kristjáns Karlssonar, sem skrifar: „Mergurinn málsins er sá, að þetta ljóðform, limran, er alin upp við alls konar sóðaskap frá fyrstu tíð og kann bezt við sig í honum, þó að ýmsir hafi leitazt við að siða hana.“ RIA. Eftirfarandi vísa er eignuð Kolbeini Grímssyni (17. öld). Hann var nefndur Jöklaskáld og varð frægur fyrir að yrkjast á við djöfulinn og kveða hann í kútinn (Þjóð- sögur J.Á. II bls. 21-2). Í öllum línunum í vísu Kolbeins, nema einni (6. línu), eru rímorðin fimm. Í frumlínum er rímið oftast sniðrím (hér/vör-/heyr-/bár/snar) en alrím er nánast allsráðandi í síðlínunum (sof-/ of-/dof-/stof-/kof-). Hér í vörum heyrist bárusnarið, höld ber kaldan öldu vald á faldi, seltu piltar söltum veltast byltum, Skorað á hagyrðinga að yrkja dýrt á sólar bóli róla í njólu gjólu; öflgir tefla afl við skeflu refla, sem að þeim voga boga toga, soga; en suma geymir svíma-drauma rúmið; sofa ofurdofa í stofu kofa. (Hafræna 1923:44-5) Nú skorar Stuðlaberg á hagyrðinga að keppa við Jöklaskáldið, yrkja vísu undir þessum sama hætti og senda blaðinu. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi veitir vegleg bókaverðlaun fyrir bestu vísurnar. Niðurstöðurnar verða birtar í næsta tölu- blaði. RIA.

x

Stuðlaberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.