Stuðlaberg - 01.01.2012, Page 16
16 STUÐLABERG 1/2012
Því var slegið upp á forsíðu Morgun-
blaðsins haustið 2008 að fundist hefðu vísur
sem Halldór Laxness hefði skrifað haustið
1914, þá 12 ára, í póesíbók, eða minninga-
bók, skólasystur sinnar, Þórdís ar Dagbjartar
Davíðsdóttur.1
Vart hins rétta verður gáð,
villir mannlegt sinni,
fái æsing æðstu ráð
yfir skynseminni.
Haltu þinni beinu braut,
ber þitt ok með snilli,
gæfan svo þér gefi’ í skaut
guðs og manna hylli.
Haft var eftir Halldóri Guðmundssyni,
sem hafði skrifað ævisögu Halldórs Laxness,
að honum fyndist „flest benda til þess að hér
sé kominn elsti varðveitti kveðskapur Hall-
dórs Laxness, nema einhver kannist við þær
sem eldra höf undarverk eða þjóðvísur.“ Blað-
ið sagðist hafa borið vísurnar undir fjölmarga
sérfræðinga í kveðskap og þjóðháttum og allt
bendi til þess að Halldór sé höfundurinn.
Strax daginn eftir sagði Morgunblaðið frá
því að síðari vísan væri til í vísnasafni Héraðs-
skjalasafns Skagfirðinga, en önnur línan væri
þar aðeins öðruvísi (berstu því með snilli).
Vísan var eignuð Þorleifi Jónssyni frá Vatnsdal
í Austur-Húna vatnssýslu (f. 1878, d. 1958).2
Þetta var að vísu ekki í fyrsta sinn sem
vísurnar tvær birtust í íslenskum dag blöðum.
Þær voru báðar í minningar grein um eiganda
bókarinnar, og það í Morgunblaðinu, vorið
1998.3 Einnig var sagt frá bókinni og vísunum
í DV vorið 2002.4 Þá var tekið fram að ekki
væri öruggt að vísurnar væru eftir Halldór.
Nú er komið í ljós að þessar tvær vísur,
orðréttar, birtust um jólin 1908 í blaði sem
Davíð Östlund, prentari og forstöðu maður
safnaðar aðventista, gaf út og nefndist Fræ-
korn. Yfirskriftin var „Stökur“ en undir vís-
unum var einungis „J.“.5
Ekkert er hægt að fullyrða um það hver er
höfundur vísnanna. Margir koma til greina.
Einn þeirra er Jón Jónsson frá Hvoli í Ölfusi
(f. 1859, d. 1949). Hann bjó lengi í Reykjavík,
starfaði sem prentari og orti í svipuðum anda,
en vísurnar eru ekki í ljóðasafni hans.6 Jón
vann í prentsmiðju Davíðs Östlund og var
stundum kallaður Frækorna-Jón.7
Benda má á að í sama tölublaði Frækorna
er þýddur sálmur eftir J. J. og einnig „Tvö
Haltu þinni beinu braut
Um stökur skrifaðar í póesíbók 1914
Stökurnar sem birtust í Frækornum þegar
Halldór Guðjónsson frá Laxnesi var sex ára.