Stuðlaberg - 01.01.2012, Page 18
18 STUÐLABERG 1/2012
Hinn eini sanni Ómar Ragnarsson er
mikill vinur ljóðsins og hefur oft verið hrókur
alls fagnaðar á hagyrðingamótum. Við gátum
stöðvað Ómar stutta stund og lagt fyrir hann
nokkrar spurningar.
Hvað varstu gamall þegar þú byrjaðir að yrkja
vísur?
Ég var í Kaldárseli á sumrin frá 7 til 9 ára
aldurs. Þar var agi og fábreytt fæði - aðeins
í sumarlok var boðið upp kökur á sérstakri
kvöldvöku. Þeir sem voru í selinu segja mér
að ég hafi flutt á vökunni vísur um þá og einn
sagði mér nýlega, að hann hefði farið út að
pissa nóttina áður en þá séð mig úti í hrauni
við að setja vísurnar saman. Ég man ekkert
eftir því.
Hvernig gekk þér að læra bragfræðina? Hver
kenndi þér?
Það var tónlistarfólk í báðum ættum, mikil
tónist á bernskuheimili mínu, og bragfræðin
er að miklu leyti hljómfall. Ég man ekki hvort
nokkur kenndi mér bragfræði en tveir frænd-
ur úr báðum ættum, Ingólfur Guðbrandsson
og nafni hans Jónsson frá Prestbakka, kenndu
í Laugarnesskólanum. Ingólfur Jónsson gerði
texta sem ég lærði og líklegt er að í söngtím-
um Ingólfs Guðbrandssonar hafi hann farið
eitthvað í bragfræðina.
Manstu eitthvað af því fyrsta sem þú gerðir?
Ég man eftir stöku, sem ég gerði átta ára
og ég kann ennþá glæfralegan texta, „Kam-
arsrapp“ sem ég samdi 12 ára þegar ég var í
sveit. Einnig rámar mig í hluta úr vísum sem
ég gerði þá og söng um Bóas mjólkurbílstjóra,
sem sagður var í tygjum við húsfreyju á einum
bænum. Ég notaði auðvitað lagið um Bjössa á
Mjólkurbílnum: „…Bósi á mjólkurbílnum, /
hann Bósi Betugull.“
Hverjar voru þínar helstu fyrirmyndir í kveð-
skapnum?
Ég var í sveit fyrir norðan og því stóðu
þeir Bólu-Hjálmar, Kristján frá Djúpalæk og
Án ljóðsins er menningin
sama og dauð
Rætt við Ómar Ragnarsson
Svipmynd frá hagyrðingamóti í Grindavík í
október 2012. Frá vinstri: Sigurjón V. Jóns-
son, Ómar Ragnarsson, Ragnar Ingi Aðal-
steinsson og Jón Ingvar Jónsson.
K
ri
st
in
n
J.
R
ei
m
ar
ss
on