Stuðlaberg - 01.01.2012, Síða 19
STUÐLABERG 1/2012 19
síðar Haraldur á Kambi mér nærri, en Káinn
var kannski í mestum metum.
Nú hefur þú væntanlega lifað og starfað með
mönnum sem ortu dægurlagatexta og skeyttu
hvorki um stuðla né höfuðstafi. Hvað fannst þér
um það?
Ljóðstafir og rím eru í raun sama eðlis og
taktur í tónlist og gegna því svipuðu hlut-
verki í ljóðagerð og tónsmíðum. Ég hef því
alla tíð verið áfram um það að viðhalda þess-
ari íslensku hrynjandi og var á tímabili orðinn
uggandi um að þessi íslenski ljóðataktur væri
að deyja út. Ég dáist mjög að því hve mikil
áhrif Megasi tókst að hafa á því tímabili sem
enskan og metnaðarlítil textagerð á íslensku
voru orðin yfirþyrmandi.
Hefur aldrei hvarflað að þér að sleppa ljóðstöf-
unum?
Kröfur um takt setja því skorður í ákveðnu
formi hvernig menn raða saman tónum, og
svipað gera ljóðstafir og rím. Það geta komið
upp afmarkaðar aðstæður þar sem ekki er
hægt að móta hugsun sína á bestan hátt í
viðjum þess og við slíkar undantekningarað-
stæður tel ég að megi réttlæta frávik – en þó
sem allra minnst.
Margir tala um að síðustu ár hafi dægurlaga-
höfundar í auknum mæli tekið að nota ljóðstafi,
kannski stundum með misjöfnum árangri. Hefur
þú orðið var við þessa þróun?
Aftur kem ég að Megasi og áhrifum
hans. En „misjafn árangur“ er reyndar ekki
eingöngu bundinn við yngri dægurlagahöf-
undana. Stundum hafa hinir eldri, jafnvel
þeir allrabestu, dottið í þá pytti að ljóðstaf-
irnir hafa ekki verið í sama hljómfalli og lagið.
Dæmi: „Í Barcelona var lagleg hnyðra / með
limi netta og svarta brá.“ Lítur vel út á blaði,
en þegar lagið er sungið koma áherslurnar
svona: „Í Barcelona var lagleg hnyðra / með
limi netta…“ Og þannig heldur þetta áfram
lungann úr þessu lagi og mörg fleiri dæmi má
nefna. Stundum er raunar ómögulegt að láta ís-
lensku hrynjandina fylgja hinum erlenda takti.
Getur þú sagt frá einhverju sérstöku og eftir-
minnilegu sem henti þig á hagyrðingamótum eða
samkomum þar sem þú varst að skemmta með
eigin kveðskap?
Það var nokkurs konar ögurstund fyrir
mig þegar ég skemmti í fyrsta skipti á héraðs-
móti á Laugum í Þingeyjarsýslu og svonefnd-
ir fjórmenningar, hinir snjöllu þingeysku
hagyrðingar, fóru á kostum, en unga fólkið í
salnum var farið að verða órólegt, forvitið um
gestinn að sunnan sem átti að skemmta á eftir
þeim. Þá sagði Egill að fyrst unga fólkið léti
svona, myndu þeir láta hér staðar numið og
kvaddi með lokastöku, sem ég man að endaði
á orðunum að verið væri… „að bíða eftir fífl-
inu að sunnan.“
Ég var kynntur í sömu mund og man, að
mér fannst ég eiga undir högg að sækja. Í mik-
illi spennu glímdi ég við að setja saman eftir-
farandi stöku á leiðinni upp tröppurnar á svið-
inu sem ég heilsaði fólkinu með: „Ofsagróða