Stuðlaberg - 01.01.2012, Page 20

Stuðlaberg - 01.01.2012, Page 20
20 STUÐLABERG 1/2012 afkomu / eru settar skorður / en eg er fífl að at- vinnu / og ætti að flytjast norður.“ Þar með var ísinn brotinn og ég sloppinn úr klemmunni. Hvenær hefur þú verið fljótastur að semja ljóð? Ég segi frá því í bókinni um Vilhjálm Vil- hjálmsson að vegna óvæntra vandræða og gríðarlegrar tímapressu hafi ég orðið að loka mig inni í smágeymslu í kjallara heima hjá mér til að gera textann „Fátt er svo með öllu illt…“ á innan við tíu mínútum. Það tókst en á hinn bóginn liðu fjögur ár frá því að ég ætlaði að gera textann „Kappakstur“ þangað til mér tókst að gera hann og tuttugu ár liðu frá því að ég var tilbúinn í höfðinu á mér með megin- efni texta við lag Billy Joel „She´s a woman to me“ þar til ég loksins gerði textann á innan við klukkustund. En það þurfti andlát móður minnar til. Nú er ég nýbúinn að gera texta sem ég gafst upp á að semja fyrir 53 árum. Hvernig skýrir þú mikla aðsókn að hagyrð- ingamótum í öllum landshlutum? Reynslan hefur kennt mér að sem betur fer eigum við enn nógu marga afar skemmtilega og góða hagyrðinga um allt land til að halda uppi merkinu. Þetta skapar eftirspurn og meðan henni er svarað, verður til víxlverkun sem viðheldur þessari einstöku íslensku hefð sem betur fer. Telur þú að unga kynslóðin sýni áhuga á hefð- bundnu ljóðformi? Þótt rappið sé mér ekki alveg að skapi varðandi formið og marga ói við því að það sé að drepa íslensku ljóðahefðina, sýnir það samt að unga fólkið er móttækilegt fyrir kveð- skap. Ég vona að svipað gerist og fyrir 30-40 árum að þetta gangi yfir og íslenska hefðin lifi af, en forsendan fyrir því er sú, að við missum ekki yngri kynslóðirnar frá okkur. Hver er, að þínu mati, besta ferskeytla sem samin hefur verið? Þú mátt nefna fleiri en eina. Mér finnast þær ferskeytlur alltaf bestar sem hafa sem eðlilegast orðalag en engin leið er að velja þá bestu. Læt þó eina nægja og fyrst ég er farinn að tala um yngri kynslóðirn- ar dettur mér í hug atvik, þegar hestur týndist úr gerði í hestaferðalagi á Kili í mikilli þoku, Bergsteinn Björgólfsson, þá kornungur, tók að sér að leita að honum, fór út í gerðið, beislaði einn hestinn þar og hvarf út í þokuna. Þegar hann kom til baka, sagðist hann ekki hafa fundið hestinn, en ferðafélagar hans sögðu á móti að hann væri einmitt á týnda hestinum. Kom þá í ljós að hesturinn hafði ekki týnst úr gerðinu heldur verið þar og að fyrir einskæra tilviljun hafði Bergsteinn beislað hann til að fara til leitarinnar, sem varð auðvitað árangurs- laus úr því að enginn hestur var týndur. Berg- steinn sat enn á hestinum, leit niður á hann og mælti beint af munni fram: „Klárinn, sem ég er kominn á hér / er sá klárasti sem ég þekki. / Hann faldi sig milli fótanna á mér / svo ég fann hann barasta ekki.“ Ljóðagerð getur verið íþrótt og ein greinin er íslenska níðvísan, sem menn yrkja jafnvel um bestu og nánustu vini sína. Ég held sér- staklega upp á þessa, sem Steindór Andersen orti um mig, af því að hún lítur út fyrir það í fyrstu að vera hólvísa: „Hann birtu og gleði eykur andans, - / illu burtu hrindir. / Og þegar hann loksins fer til fjandans / fáum við sendar myndir„ Heldur þú að ljóðagerð á Íslandi eigi eftir að breytast? Íslensk ljóðagerð hefur ævinlega verið í þróun og endurnýjun og ég held að henni sé það nauðsynlegt. En ég held líka að það sé afar mikilvægt fyrir þjóðina og menningu hennar að hin einstæða íslenska hefð ljóðstafa og fjölbreytilegs ríms haldi velli og hef fulla trú á að svo verði. Matthías Johannessen hefur sagt að ljóðið muni lifa. Ert þú sammála honum? Tvennt er það í menningunni, sem aldrei mun falla úr gildi: Sagan og ljóðið. Án sögunn- ar og án ljóðsins er menningin sama og dauð. RIA.

x

Stuðlaberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.