Stuðlaberg - 01.01.2012, Qupperneq 25
STUÐLABERG 1/2012 25
Kristján Árnason er prófessor við Ís-
lensku- og menningardeild Háskóla Íslands.
Hann var fyrst spurður hvort hann yrði var
við aukinn áhuga á bragfræði í Háskóla Ís-
lands.
Já, það má segja það. Reyndar veit ég
ekki hversu almennur áhuginn er, þ.e. hversu
margir láta sig þetta varða enn sem komið er.
En tiltekinn öflugur hópur manna og kvenna
hefur mikinn áhuga; gæði áhugans eru mikil
eins og sagt er á nútímamáli. Fjórar doktors-
ritgerðir, ein fullkláruð og þrjár í smíðum. Allt
mjög áhugaverðar rannsóknir.
Er þetta aukning? Er áhugi á bragfræði meiri
nú en hann var fyrir nokkrum áratugum?
Já, vissulega. Segja má að umfjöllun í
Háskóla Íslands um þetta efni hafi lengi vel
staðið á núlli.
Hvað er það helst sem fræðingar leggja stund
á þegar þeir ákveða að helga sig bragfræðirann-
sóknum, t.d. þeir sem nú eru í doktorsnámi?
Allar þessar rannsóknir beinast að ís-
lenskum kveðskap, fornum og yngri. Mest
snýst þetta um vísindalega greiningu og rann-
sókn á eðli bragreglnanna og tengslum þeirra
við málreglur. Þetta er ekki bara áhugavert
frá sjónarhóli bókmenntatextanna og hinnar
sérstöku bragmenningar sem hér hefur lifað,
heldur líka frá almennu sjónarmiði mál-
vísinda og bókmenntafræði. Hér vakna líka
menningarsögulegar spurningar. Hvers
vegna lifði hér ljóðstafasetning svo lengi sem
raun ber vitni, en ekki annars staðar, t.d. hjá
Englendingum, Skotum og Þjóðverjum? Þær
þrjár ritgerðir sem nú eru í vinnslu fjalla ein
einkum um dróttkvæði, önnur um rímur
og sú þriðja um alþýðlegan kveðskap, m.a.
dægurlagatexta. Og ritgerð um ljóðstafasetn-
inguna hefur þegar verið varin.
Hvað hyggur þú að verði næstu rannsóknar-
efni ef fleiri leggja út á þessa braut?
Það gæti verið gaman að sjá nútímalega
rannsókn á edduháttum. Reyndar hef ég frétt
af einni slíkri við Oxfordháskóla, en gaman
væri ef vaskir Íslendingar tækju til hendinni.
Það væri líka skemmtilegt að skoða Hallgrím
okkar Pétursson, sem var sérstakur bragsnill-
ingur, þótt stundum sé erfitt að greina grunn-
formin hjá honum.
Hvað getur þú sagt í örstuttu máli um tengsl
málfræði- og málsögurannsókna annars vegar og
bragfræðirannsókna hins vegar?
Hér er margt fróðlegt rannsóknarefnið.
Ein spurning, sem þú hefur sjáfur fengist við
Margt fróðlegt rannsóknarefnið
Aukinn bragfræðiáhugi við Háskóla Íslands
Dr. Kristján Árnason, prófessor í íslensku
við Háskóla Íslands.
RI
A