Stuðlaberg - 01.01.2012, Page 27

Stuðlaberg - 01.01.2012, Page 27
STUÐLABERG 1/2012 27 Stundum kemur fyrir að í braglínunni er annað ljóðstafapar en það sem ber uppi stuðl- unina. Þá standa aðrir ljóðstafir til hliðar við hina eiginlegu ljóðstafi. Það kallast aukaljóð- stafir. Sjá má dæmi um aukaljóðstafi í kveð- skap frá ýmsum tímum: enn leiðandi út fyrir Júða undum hlaðinn, en dreyrinn dundi, (Jón Arason) Hér eru ljóðstafirnir e (enn), ú (út) og u (undum) en í síðlínunni standa tvö d í áherslu- atkvæðum og mynda aðra ljóðstafi (sjá feit- letur). Sveinbjörn Beinteinsson minnist á þessa aukastuðlun í bók sinni Bragfræði og háttatal sem út kom 1953: „Það hendir suma að hafa tvenna stuðla í langlínum og er ljótt.“ Um þetta tekur hann dæmi eftir Einar Benedikts- son (Ragnar Ingi Aðalsteinsson 2012:242-3): Þá auga manns sér allri fjarlægð fjær. Ljóðstafirnir hér eru f í fjarlægð og fjær en aukaljóðstafirnir, au og a í auga og allri. Einhvern tíma hafa hagyrðingar komið sér saman um þá reglu að ef aukaljóðstafir standi hlið við hlið sé það brot á bragreglum. Í öðrum tilvikum, þ.e. þegar ein eða tvær kveður eru á milli þeirra, séu þeir ekki til mik- illa vandræða. Þetta er álitamál eins og margt annað sem snertir bragformið. Við skulum nú skoða aukaljóðstafina svolítið nánar. Allir kannast við þessa vísu: Vorið góða, grænt og hlýtt græðir fjör um dalinn. Allt er nú sem orðið nýtt, ærnar, kýr og smalinn. (Jónas Hallgrímsson) Í þriðju braglínu eru tvö n í áhersluat- kvæðum, í orðunum nú og nýtt. En þau eru bæði í lágkveðum og heil kveða á milli þeirra. Ekki hvarflar að þeim sem hér skrifar að halda því fram að þessi vísa sé rangt gerð. Skoðum annað dæmi: hrímgaðir ellihélu lokkar ljósir, horfinna daga frægð er týnd og misst. (Kristján Jónsson Fjallaskáld) Um aukaljóðstafi Hvenær til skaða og hvenær ekki Styttan af Jónasi Hallgrímssyni var afhjúpuð 16. nóvember 1907, þegar hundrað ár voru frá fæðingu skáldsins. JR

x

Stuðlaberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.