Stuðlaberg - 01.01.2012, Page 29
STUÐLABERG 1/2012 29
Kristján Runólfsson las góða ljóðabók í
október 2012 og brást við með vísu:
Bókaval ber stökur,
blíðar til þjóðlýða,
blær fyllir brageyra,
bætir sem gómvæta.
Skoplegum skárdrápum,
skáldið í hring sáldrar.
Mælskuna menn elska,
mæra sem list tæra.
Sigurður Óttar Jónsson rafvirki við Lagar-
fossvirkjun orti um andvökuna:
Mér öldungis meinar þrátt
mara þung að sofa.
Lostaþrungin kelar kátt
kynlífshungurvofa.
Inni á Boðnarmiðinum á Fésbókinni
rakst ég á skemmtilega vísu sem tengist um-
ræðunni um staðbundinn framburð, nánar til-
tekið það fyrirbæri þegar fólk á í erfiðleikum
með að bera fram fráblásin lokhljóð. Skúli
Pálsson orti:
Sötrar latte, lapþunnt te
og ljóðamjöðinn þunnan;
nennir ekki að púa p
pakkið fyrir sunnan.
Og Sigmundur Benediktsson orti fallega
vísu um Stuðlaberg:
Þjóðtungunnar mátt og merg
magni stefjaglíma.
Styrkum rótum Stuðlaberg
standist nýja tíma.
Það er út af fyrir sig heilmikil rímkúnst
að yrkja sléttubönd þannig að vel fari. En
stundum er vísan auk þess þannig að merk-
ingin snýst við þegar hún er lesin aftur á bak.
Þetta jafngildir því meðal hagyrðinga þegar
glímukappar taka svarta beltið í júdó. Örlygur
Benediktsson orti eftirfarandi nú fyrir stuttu:
Þerrir
Stunda reglu, fráleitt fer
fullur yfir strikið.
Funda milli edrú er,
aldrei þjóra mikið.
Væta
Mikið þjóra, aldrei er
edrú milli funda.
Strikið yfir fullur fer,
fráleitt reglu stunda.
Nú í lok október, þegar Nubo Huang lýsti
því yfir í fjölmiðlum að hann væri farinn að
yrkja ljóð út úr sárindum sínum yfir Íslend-
ingum, orti Höskuldur Búi Jónsson eftirfar-
andi hækur:
Haustið hrímar sand
Huang yrkir ljóðin smá.
Napurt Norðurland.
Vantraust vekur fár
vantar orkusjóð og trú.
Nú er Nubo sár.
Hér eru bæði ljóðstafir og rím en hæku-
forminu haldið að öðru leyti. Gaman væri að
heyra álit bragáhugafólks á þessari nýjung.
RIA.
Mælskuna menn elska
Lausavísnaþáttur