Reykjanes


Reykjanes - 24.06.1987, Blaðsíða 4

Reykjanes - 24.06.1987, Blaðsíða 4
Starfsvöllur Starfsvöllur veröur starírœktur í sumar eins og undaníarin ár á svœöi skólagarða Keílavíkur. Bœjarverkstjóri FLUGLEIÐIR ■ bílaleiga ATVINNA í BOÐI Starískraítur óskast á bílaleigu Flugleiöa, Keílavíkurílugvelli. Staríiö íellst í þvotti á bílum og íleira. — Vaktavinna. Viðkomanái þarí að geta haíið störí strax. Upplýsingar á vinnustaó eða í síma 2614 eftir kl. 19.00. Flugleiðir - bílaleiga. ATVINNA ÍBOÐI Biívélavirki eða maður vanur bílaviðgerð- um óskast. Góð laun í boði íyrir réttan mann. - Mikil vinna, Upplýsingar á staðnum - ekki í síma. Bakkastíg 16 - Njardvík Sjúkrahús Keílavíkurlœknishéraös: UTBOD MÁLUN UTANHÖSS Sjúkrahús Keílavíkurlœknishéraðs óskar eítir tilboðum í málun utanhúss. Um er að rœða að mála að utan byggingar sjúkra- hússins við Skólaveg í Keflavík ásamt steypuviðgerðum og hreinsunum. Verkinu skal að íullu lokió 15. sept. 1987. Útboðsgögn em aíhent á skriístofu sjúkra- hússins, Sólvallagötu 18, Keflavík gegn 1.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuó á sama stað föstudag- inn 3. júlí 1987 kl. 13.30. Sjúkrahús Keílavíkurlœknishéraðs. Miðvikudagur 24. júní 1987 Ingolt'ur GK cr hér að koma úr sínum öðrum róðri trá rækjumiðunum við Eldey. Reykjanesmyndir: Hrós. Lítið um rækju í fyrstu róðrunum: „Rækjan sem veiðist er stór og góð“ —segir Eyjólfur Vilbergsson, skipstjóri á Ingólfi GK frá Grindavík GRINDAVIK: — „Rækjan er mjög dreifð hér á svæðinu við Eldey. Við fáum ekki mikið magn í hverju hali, en aftur á móti er rækjan sem við fáum mjög stór og góð,“ sagði Eyjólfur Vilbergsson, skipstjóri á Ingólfi GK 125, þegar við slóum á þráðinn til hans á laug- ardaginn, en þá var Ingólfur á veiðum á rækjumiðunum við Eldey. „Aflinn hefur ekki verið eins tregur síðan ég byrjaði á rækju- veiðum fyrir fjórum árum. Við fengum þrjú tonn í fyrsta róðr- inum, sem stóð yfir í einn og hálfan sólarhring. Við fengum rækjuna vþrjú tonn, upp í sjö hölum. Mest kom upp 500 kg í einu hali. Fyrir fjórum árum fengum við t.d. þrjú tonn í einu hali. Nú koma þetta 400-500 kg í hverju hali, þannig að á þessu sést hvað rækjan er dreifð,“ sagði Eyjólfur. á Ingólfi GK. Níu rækjubátar voru á mið- unum á laugardaginn. „Ég reikna með að um 20 bátar verði á rækjuveiðum hér í sumar,“ sagði Eyjólfur. Ingólfur GK var með 72 tonna rækjukvóta á síðustu ver- tíð. „Það liggur i loftinu að kvótinn verður minnkaður þó nokkuð mikið. Það hefur verið talað um að kvótinn, sem var alls 1.660 tonn í fyrra, verði skorinn niður um helming. Við vonum að ástandið batni, þannig að niðurskurðurinn verði ekki svo mikill,“ sagði Eyjólfur. Ekkert má koma upp á Eyjólfur sagði að hver túr væri þetta einn og hálfur sólar- hringur. „Það má því ekkert koma upp á. Eldhamar fékk t.d. beinhákarl í trollið hjá sér áðan, þannig að engin rækja kom upp í því hali. Fimm tímar fóru því til spillis hjá Eldhamri,“ sagöi Eyjólfur í stuttu spjalli við okkur á laugar- daginn, en hvað sagði Eyjólfur á sunnudaginn, þegar við höfðum samband við hann eftir að Ing- ólfur GK var kominn úr sínum öðrum róðri?: Minni afli á land „Við fengum heldur minni atla í þessum túr, heldur en þeim fyrsta. Það var þó að skána veiðin undir það síðasta,“ sagði Eyjólfur. Ingólfur landaði 2.8 tonnum. „Ástandið er ekki gott. Við komum nú í land með þriðjungi minni afla en í fyrra, þegar við vorum að koma inn með þetta 7 tonn eftir róður,“ sagði Eyjólfur. Byrjað að sjóða niður rækju hjá Lagmetisiðjunni GRINDAVIK: — „Við höf- komu með samtals 4.5 tonn um verið að tengja katla bæði hér og í Garði og erum tilbúnir að fara að sjóða nið- ur rækju á fullum krafti,“ sagði Einar Lárusson, verk- smiðjustjóri Lagmetisiðj- unnar í Grindavík, þegar við ræddum við hann á laugar- daginn. Lagmetisiðjan byrjaði að sjóða niður rækju á markaði í V-Þýskalandi, Danmörku og Frakklandi á mánudag- inn. Ingólfur og Sigurþór af rækju fyrir helgina og var byrjað að sjóða rækjuna niður. Einnig allann sem bát- arnir komu með (um 5 tonn) á sunnudagskvöldið. „Fjórir bátar frá Grinda- vík og fimm frá Garði verða á rækjuveiðum fyrir okkur, þegar allt verður komið á fullt,“ sagði Einar. Einar sagði að fyrsta send- ingin af rækju yrði send út í næstu viku.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.